Helgarpósturinn - 24.04.1996, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 24.04.1996, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL1996 31 HP stendur nú tyrir dauðaleit að hinum eina sanna íslendingi, karli eða konu. HP leitar nánartiltekið að þeim sem hefurframar löndum sínum þjóðlega siði í hávegum og almenna tröllatrú á gæðum lands og þjóð- ar. Blaðið hefur þannig tekið að sér að verja vanmetinn málstað þess göfuga hóps íslendinga sem berjast af alefli gegn alþjóðlegum straumum sem eru að eyði- leggja þjóðina með framandi mat, ferðalög- um, léttvínssulli, samstarfi þjóðanna, sjón- varpsléttmeti og almennri alþjóðlegri meðal- mennsku. í þessari viku leiða saman hesta sína mógúlarnir Hrafn Gunnlaugsson kvik- myndagerðarmaður og Bryndís Schram framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs. * Kvenskörungurinn sigraði „and-Islendinginn“ Hrafn • • • 1. Hefurðu unnið störf tengd sjávarútvegi og landbúnaði? 2. Ertu í góðum tengslum við hina harðgerðu íslensku náttúru? 3. Þykir þér íslenskt brennivín gott? 4. Hvernig líkar þér við blessaðan þorramatinn — er íslenskur matur sá besti í heimi 5. Hefurðu andstyggð á á alþjóðasamstarfi á borð við NATÓ og ESB? 6. Eru íslendingasögumar sannar? 7. Em íslenskar konur þær fegurstu á gjörvallri Jörðinni og íslenskir karlmenn þeir sterkustu? 8. Líður þér illa og ferð í fýlu þegar ísland tapar landsleikjum 9. Hvaða skoðun hefur þú á vemdun íslenska kynstofnsins? 10. Þjáistu af heimþrá þegar þú ert á ferðalögum erlendis? BS: „Já. Hvort ég hef. Ég var send í sveit hvað eftir annað sem barn, en strauk oft því ég saknaöi mömmu. Einnig vann ég tvö sælustu sumur lífs míns sem gengiibeina á Hótel Reyníhlíð. Ellefu ára var ég aö breiða út saltfisk og sum- arið sem ég varð stúdent fór ég í síld á Raufarhöfn. Þegar ég bjó svo á ísa- firöi vann ég í rækjuvinnslu um helgar. Ég hef líka búið til myndir um frysti- hús og togaraútgerö.* (1) BS: „Ég á nú ekki jeppa og þeysi ekki um landið allar helgar. En ég geng mikiö — sérstaklega í miklum vindi. Jafnframt fer ég oft niður í fjöru og fylgist meö sjávarföllunum. Ég er mjög meðvituð um hina stórbrotnu íslensku náttúru." 0) BS: „Ekki nema það sé gamalt og ískalt — þykkt og standi á stilkum." (1) BS: „Þorramaturinn er mjög misjafn og misgóður eftir þvi hvar hans er neytt. Mér finnst gott að boröa hann einu sinni á ári. Það getur verið aö hráefnið sé hér með því besta i heimi, en viö mættum vera mun listrænni i matargerö. Til dæmis er frönsk, ítölsk og kínversk eidamennska mun betri en sú islenska. En islenskir kokkar eru þó núoröið margir hverjir hreinir snillingar á sinu sviöi." (1/2) BS: „Siöur en svo. Alþjóöasamstarfiö er undirstaöa þess að viö getum þrifist á íslandi til framtíöar." (0) BS: „Þær eru nú meira og minna lognar eöa ýktar — í isienskum sagnastíi, en þó er sennilega einhver fótur fyrir þeirn." (0) BS: „íslenskar konur eru aö upplagi þær fegurstu sem fyrirfinnast, en þær átta sig ekki á því aö þaö þarf að rækta fegurðina, eins og ástina. Þær viröast gefast of snemma upp og hætta aö líta á sig sem kynverur. íslenskir karl- menn geta veriö eins sterkir og þeir óska sér, en mér sýnist aö þeir leggi ekki mikiö upp úr þvi. Þeir eru of feitir og mættu halda sér betur til." (1/2) BS: „Mér þykir alltaf mjög erfitt aö tapa og líður illa þegar ísland fer halloka í keppni viö aðrar þjóöir, hvort sem þaö er í íþróttum eöa á öðrum vettvangi." (1) BS: „Þaö endar nú bara i úrkynjun ef hann er vemdaöur of mikiö. Þannig aö ég tel að blöndun blóös sé af hinu góöa." (0) BS: „Mér finnst erfitt aö vera lengi I burtu frá fjölskytdu minni. Ég hef þó aldrei búiö nema í eitt eöa tvö ár erlendis í einu, þannig að heimþráin hefur aldrei þjakaö mig neitt verulega. Ég sakna þó alltaf veöráttunnar, skýjafarsins og fjallanna. (1/2) HG: „Já. Ég var I sveit víða um land. Lengst af á BreiðafjarÖareyjum og vann þar við landbúnað — og sjávarútveg, því viö stunduðum einnig selveiðar. Svo var ég á skaki frá Reykjavík og fór einn túr á togara." (1) HG: „Ég hef senniiega kvikmyndaö þessa náttúru manna mest. Ef það er mæli- kvaröi á tengsl, þá hefur þaö gengiö eins og hvert annaö hjónaband: meö skin- um og skúrum." (1) HG: „Ef það er nógu óskaplega kalt.“ (1) HG: „Mérfinnst þorramaturinn ógeöslega góöur. En þvf fer víösfjarri, að ís- lenskur matur sé sá besti I heimi. íslendingar hafa aldrei lært að matreiða — i raun alltaf veriö of svangir til þess — og það er ekki til neitt sem heitir Islenskt eldhús. Sumar þjóöir lifa tll aö borða, en Islendingar boröa til aö lifa.“ (1/2) HG: „íslendingar hafa aldrei verið færir um aö stjórna sínum innri málum. Þeim mun meiri alþjóðleg samskipti og tengsl við alþjóölegar stofnanir því meiri líkur eru á réttarbót á íslandi. Öllum framförum I nútimanum hefur verið þröngvað upp á íslendinga meö valdi af erlendum stofnunum." (0) HG: „Skáldskapur er túlkun á einhverskonar raunveruleika. Að þvi leyti eru ís- lendingasögumar hvorki lognari né sannari en annar skáldskapur." (0) HG: „Nei. Ég held að þetta sé tiltölulega úrkynjaöur kynstofn. Langskásta fólkið á íslandi er þaö sem hefur blandast nógu rækilega erlendum sjómönnum og dönskum gyöingakaupmönnum. Hinir svokölluöu innfæddu íslendingar eru Ijót tegund." (-1) HG: „Nei. Ég gleöst yfir því og vona aö þaö fari minni peningar i Iþróttir og meiri I menninguna." (-1) HG: „Þaö er lífsnauösynlegt aö blanda hann sem mest. Á þeim stöðum þar sem íslenski kynstofninn hefur verið verndaður hvaö mest af náttúruaöstæðum, erum viö stödd hvaö næst andlegum ræfildómi." (-1) HG: „Ég kviöi yfirleitl fyrir því að koma heim.“ (-1) SANNIR ÍSLENDINGAR: Gísli Rúnar Jónsson, Siv Friðleifsdóttir, I ÚRSLIT: Bryndís lagði Hrafn með 6 stigum gegn sögulegu -1 stigi, enda virðist Hrafn helst vera einskonar and-íslendingur og Rósa Ingólfsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Bryndís. I fjandskapast út í allt íslenskt, gamalt og gott, á meðan Bryndís sameinar alþjóða- og þjóðernishyggju á listilegan hátt. Flippuð, fráskilin og svo grúví Eg hef aldrei skilið fólk sem skilur við hvort annað. Vini mínum fannst konan sin ekki skilja sig og skildi við hana um daginn. En um leið og hann varð fráskilinn varð hann óskilj- anlegur og skildi sjálfur hvorki upp né niður í neinu. Skilurðu. Fiestir nýfráskildir virðast sammála um að það sé sko lífið. Bara eins og að fæðast aftur. Að fara í annað samband? Huh, ekki séns. En það slæma er að vinirnir eiga einhvernveginn að taka þátt í þessu síðgelgju- skeiði og skilja með þeim. „Hvað meinarðu, ætlarðu ekki að gera neitt í kvöld — ertu eitt- hvað klikkaður? Það er fimmtu- dagur,“ segir sá nýfráskildi sem maður þorði ekki að hringja í eftir tíu á laugardagskvöldi fyrir skilnað. Reglcm virðist sú, að því eldra sem fólk er þegar það skilur, því meira umturnast það. Og kemst svo fljótlega að þeirri staðreynd að það hefur litið al- veg herfilega út meðan það var í hjónabandinu, en nú verði það auðvitað að vera dálítið spennandi. Annars nái það sér aldrei í neitt, og geti þá náttúr- lega aldrei gift sig aftur, sem manni finnst einhvernveginn öfugsnúið eftir allt sem á undan er gengið. Sumir byrja í líkamsrækt. Aðrir fara í ljós og fara í ljós og fara í ljós, alveg þangað til þeir eru orðnir Ijóssvartir. Því næst í Sautján og spyrja; „Hva, áttu ekki sterkari liti?“ Litirnir þann- ig orðnir tákn þess að vera „lif- andi á ný“ eftir að hafa þurft stöðugt að tóna niður bindin í hjónabandinu. Svo labba þeir út úr búðinni alveg ljóslifandi og útlítandi eins og nýkomnir úr fríi frá Benidorm — eða melludólgur sem villtist til ís- Iands — eða bara Keith Richards. Bakvið brúnkuna glittir í markerað andlit, ekki af sukki og víneríi, heldur margra ára heiðarlegri baráttu við eitt- hvað viðurstyggilegt lögfræð- ingsógeð sem alltaf var með majones í munnvikunum og ætlaði að hirða bílinn, íbúðina og flest annað sem hann hefði náð í. En nú skal djammað. Vinunum er boðið í „partý“ á nýja staðnum og þar sem þeir sitja innan um kassa sem inni- halda nákvæmlega helming af innbúi, reyna þeir að átta sig á hvað hafi eiginlega komið fyrir vininn sem stendur fyrir fram- an þau allur brunninn í framan, og klæddur eins og söngvararn- ir í hljómsveitinni á plakötun- um í barnaherberginu heima. Þau sem héldu sig vera að mæta í rauðvínsdrykkju undir rólegri Paul Simon tónlist eins og vanalega, eru nú skyndilega lent í því að slamma Tequila og hlusta á plötur með „Blurp“ og „Onassis“ sem sá nýfráskildi er allt í einu byrjaður að „fíla“. Svo er brennt á næturlífið í rauðu Toyotunni, sem gamla Volvoinum var skipt upp í, og Onassis hljómar út um glugg- ann. Enda virðist lítið annað en sportkerrra duga til að bruna um fráskilda heiminn þar sem vaðið er í allt af miklu offorsi til aðfalla ekki á tíma. Á næturlífinu eru allir gömlu taktarnir pússaðir upp; greddu- glottið, tyggjóplata sett í kjaft, brett upp á jakkaermar, skyrt- unni hneppt niður á typpi, aug- um blikkað og brúnum lyft ögr- andi, gerður örlítill munnstút- ur, og allar hreyfingar sneggri og töffaðri. Svo er byrjað þar sem frá var horfið fyrir ein- hverjum tugum ára. Nýfráskilinn: „Hei skvís, hvernig væri að skvísa oní sig einum löðrandi Cuba Libre.“ Hún: „Hver ert þú eiginlega, fjórði Bee Gees bróðirinn?" Já. Síðan Hollywood var lok- að — opnað aftur með stæl, svo lokað, aftur opnað um hæl, og loksins endanlega lokað — hef- ur ýmislegt breyst. Nú er krafist örlítillar heimsborgara- mennsku í viðreyningunum. En þá er bara að öppdeita sjar- mann og reyna aftur. Nýfráskilinn: „Hei kjúttí. Má ekki bjóða kjúttístelpu eins og þér upp á kjúttíkjúttíkokkteil?" Hún: „Láttu mig í friði krump- ukrumpupungur." Og aftur. Nýfráskilinn: „Hei beibí, hvernig líst þér á að gera eitt- hvað flippað?“ Hún: „Ertu ekki pabbi hennar Möggu?“ Ánæturlífinu eru allir gömlu taktarnir pússaðir upp; gredduglottið, tyggjóplata sett í kjaft, brett upp á jakkaermar, skyrtunni hneppt niður á typpi, augum blikkað og brúnum lyft ögrandi, gerður örlítill munnstútur, og allar hreyfingar sneggri og töffaðri. Svo er byrjað þar sem frávar horfið fyrir einhverjum tugum ára. Nýfráskilinn: „Hei beibí, hvernig líst þér á að gera eitthvað flippað?“ Hún: „Ertu ekki pabbi hennar Möggu?“ Fljótlega snýst nýfengna frelsistilfinningin upp í óöryggi og ótta yfir að vera svona einn og að verða kannski alltaf svona einn. Á meðan þeir frá- skildu drekka sína Cuba Libre einir við barinn byrja þeir að velta fyrir sér hvort hjónaband- ið hafi nokkuð verið svo slæmt, hvort það hefði ekki mátt redda „þessu“. Nokkrum mán- uðum síðar enda þeir svo oft í meðferð og ná þar að redda þessu „þessu“ að einhverju íeyti með því að kynnast ein- hverjum öðrum sem lenti í svipuðum málum. Svo lifa þau hamingjusöm saman það sem eftir, eignast börn og buru, drekka mikið kaffi og hlusta á Bubba. Svo eru það aðrir sem taka skilnaðinn ofsalega nærri sér og sleppa öllu næturlífi. En skella sér á keramiknámskeið og verða síðan „listamenn". Þetta er fólkið sem „þroskaðist ofsalega“ við skilnaðinn og endar oft framan á forsíðu Mannlífs horfandi dreymið í gegnum eldhúsglugga með kött í fanginu undir fyrirsögnum eins og; „Lifandi á ný“, „Fannst ég vera að kafna“ eða „Listin kallaði." Þannig er skipt snögg- lega úr borðtusku og fjarstýr- ingu yfir í keramikleir eða pens- il. Úr matarlyst í málaralist. Enn aðrir fara á kaf í heilsu- og húmaníkpælingar og byrja að skokka. Og skokka og skokka líkt og þeir séu að reyna að stinga fortíðina af. Þeir sem skokka lengst í þessari mann- rækt fara á einhver tíu daga sjálfskoðunartripp, eða til spá- konu, og rísa svo upp sem heimatilbúnir kraftaverkamenn með hálft himnaríki með sér í liði við að nudda vellíðan og lífshamingju í aðra. En ef fráskilda fólkið er bara fráskilið í stuttan tíma og finnur fljótlega einhvern sem „skilur“ sig, kastar það loksins mæðinni og bendir manni á að þessi „singlebransi" sé bara „rugl“. „Innantómt líf“ og bara „fölsk gleði“. Og pirrast ef maður hringir og reynir að fá það með sér á djammið; „Ertu eitthvað klikkaður, það er fimmtudags- kvöld, VIÐ erum farin að sofa.“ Þannig að ef þú skilur ekki, skil- urðu ekki neitt. Skilurðu. Höfundur stefnir ekki í félagslegt gjaldþrot sem fráskilinn einstaklingur og hann á ekkert óuppgert við mýs eða menn. Hann er þvert á móti Irfsglaður maður sem ávalH siglir byrinn með mildi guðs að leiðarljósi. Og hver sá sem heldur öðru fram er skíthæll.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.