Helgarpósturinn - 24.04.1996, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 24.04.1996, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL1996 „Þriggja kortera stuttmyndin Gas er í sjálfu sér metnaðarfullt framtak hóps ungra Akureyr- inga sem kalla sig Filmumenn. Myndin er hins- vegar á kolrangri hillu og á engan veginn heima í kvikmyndahúsi. Hún hefði betur sæmt sér á stuttmyndahátíð eða í sjónvarpinu rétt fyrir fréttir ... Viljinn er bersýnilega fyrir hendi og með aukinni reynslu og vandvirkni má ugg- laust búast við hverju sem er [í framtíðinni].“ erfiðis síns sé í það minnsta tekið alvarlega er sjálfsagt að gera það. ívar og Atli eru tveir heim- spekingar sem vinna á bensín- stöð. Þeir spjalla um allt milli himins og jarðar, en þó sér- staklega tilvonandi endalok al- heimsins sem spámaðurin Syf- ulus (fattiði!) hefur ritað, að muni eiga sér stað á miðnætti þessa sama dags. Samtöl þeirra félaga eru stærstu plús- ar myndarinnar og eru skrifuð með kómedísku innsæi af leik- stjóranum Sævari Guðmunds- syni og öðrum aðalleikaranum Kristjáni Kristjánsyni. Það er ekki laust við andi Óskars Jón- assonar, leikstjóra og hand- ritshöfunds Sódómu Reykjavík- ur (1992), svífi þarna óljóst yfir vötnum þó að hans sérkenni- lega tegund af kímni sé að öll- um líkindum á öllu hærri plani en sá kúka-, piss- og æluhúmor sem viðgengst á köflum í Gas. Oddur Bjarni Þorkelsson og Kristján Kristjánsson eru þokkalegir í aðalhlutverkum og sóma sér best þegar þeir leika á móti hvor öðrum. Onn- ur aukahlutverk eru ómerkileg og hliðarsagan um eitthvert leynimakk sem fer fram kring- um bensínstöðina er jafn óskiljanleg og hún er barnar- leg. Plötusnúðurinn stórfætti, Kiddi Bigfoot, er einn aðilinn sem kemur þar við sögu og er efnilegur harðjaxl í annars fremur fáránlegu hlutverki. Margir af bröndurunum í Gas fara því miður fyrir ofan garð og neðan, enda norðlensk fyndni ekki fyrir hvern sem er. Bjarna Fel-aðdáandinn (leik- inn af Gunnari Inga Gunn- steinssyni) slær samt í gegn og nær að herma eftir áherslu- tækni rauða ljónsins — í upi> töku lýsingar á leik Saudí-Arab- íu og Hollands í heimsmeist- arakeppninni — á mjög fynd- inn og sannfærandi hátt. Söguþráður myndarinnar skýtur upp kollinum annað veifið, en aðaláherslan er lögð á kómedíu-skissur í ætt við lak- ara efni Radíus-bræðra. Mynd- in endar einni mínútu fyrir miðnætti og skilur áhorfandan eftir nokk sama um hvort af heimsendinum hafi orðið eður ei. __ Kvikmyndataka Gunnars Árnasonar er viðunandi (mið- að við vídeó) og hljóðvinnsla hans sömuleiðis ágæt. Tónlist þeirra Trausta Heiðars Har- aldssonar og Jóns Andra Sig- urðssonar er misjöfn en nær toppum í titillaginu Gas — með Stefáni Hilmarssyni og Selmu Bjömsdóttur (afar töff söng- kona) — og Viltu finna..., sem er óvenjulegt og jafnframt frumlegt lag með Heiga Bjömsson í fararbroddi. Eftir að sýningu myndarinn- ar er lokið tekur við heimildar- mynd um gerð hennar þar sem krakkarnir í Filmumönnum klappa sjálfum sér á bakið og útiloka alla hógværð með yfir- skammti af egósentrískri aðdá- un. Þar upplýsir framkvæmda- stjórinn, Kristrún Lind Birgis- dóttir, reyndar að næsta skref- ið hjá Filmumönnum sé að gera kvikmynd í fullri lengd. Ekki veit ég hvort það sé tíma- bært miðað við gæði og efnivið Gas, en á íslandi er allt hægt og lítið sem getur stoppað þenn- ann orkumikla hóp ungra kvik- myndagerðarmanna frá því að takast ætlunarverk sitt. Viljinn er bersýnilega fyrir hendi og með aukinni reynslu og vand- virkni má ugglaust búast við hverju sem er. -KDP „Ef til vill er gegnumgangandi óreiðan í mynd- inni réttlætanleg miðað við hvað á undan hefur farið hjá þessari ólánsömu þjóð, en hljóð og myndrænt yfirhlass leikstjórans gera stundum illt verra ... Underground er kvikmynd sem segir margt bæði skiljanlegt og óskiljanlegt á eftirminnilegan og einstakan hátt. Hér er á ferðinni sannur furðufugl í skrautlegu fugla- búri evrópskrar kvikmyndagerðar.“ Imyndbandið Ys og þys út af engu 'el ★★ Myndln The Road to Well- ville er skipuð úrvali stórleikara. Með aðalhlutverk fara Anthony Hopkins, Bridget Fonda, Matthew Bro- derick, John Cusack og Dana Carvey. Stjörnum prýddur leikaraflotinn ætti sem sagt að duga til að fleyta hvaða kvikmynd sem er yfir mannskæðar flúðir kvik- myndaálitsins. Jafnvel leik- stjóri myndarinnar er hinn margrómaði Alan Parker og myndin meira að segja styrkt af Evrópuráðinu. Einhvern veginr. nær hún þó ekki neinu risi og verður að metnaðarlít- illi flatneskju sem stansaði skiljanlega stutt við í kvik- myndahúsum hér á íslandi. Myndin segir frá hinum lit- ríka doktor Kellogg — föður morgunkornsins, kornfleks- ins og hnetusmjörsins — sem lifði sitt fegursta um síðustu aldamót. Kellogg er leikinn af Anthony Hopkins, sem í raun ber myndina uppi. Hann byggði upp og rak á vegum Sjöunda dags aðventista heimsfrægt heilsuhæli í smá- bænum Battle Creek í Michig- an-fylki. Doktor Kellogg boð- aði hreinlífi og heilbrigt líf- erni með mikilli hreyfingu, hollu mataræði og algeru bindindi á kynlíf og tóbak. Grænmeti og korn kom í stað kjöts. Heilsumusteri og hug- myndaflug Kelloggs ætti að geta verið gott myndefni, en 1 þessari mynd er því klúðrað. Þó eru ýmsir góðir sprettir innanum og hugmyndaflugið svona endrum og eins fengið að ráða ferðinni. Fylgt er eftir ungum hjónum sem koma á hælið til að fá ráðið bót meina sinna. Eiginmanninum líst þó ilia á regluna um kyn- lffsbindindi og með mikilli hugmyndaauðgi finnur hann ýmsar leiðir fram hjá því. Og myndin snýst að miklu leyti um hvernig fólkið reynir að fá útrás fyrir ýmsar innri hvatir með læknisfræðilegum for- merkjum. Hliðarsaga mynd- arinnar er svo af George Kellogg, einum þrjátíu og níu fóstursona Kelloggs. Hann er aumingi og ræfill — alger andstaða við doktor Kellogg. í samstarfi við vafasama biss- nessmenn fer hann að fram- leiða óætt morgunkorn undir heitinu Kellogg og verður þá upp fótur og fit. En fyrir áhorfendur er best að segja ekki meira. -EBE Einkahúmor vídeókynslóðarinnar Gas Sýnd í Háskólabíó Leikstjóri: Sævar Guðmundsson Aðalhlutverk: Oddur Bjami Þorkelson og Kristján Kristjánsson ★ Þriggja kortera stuttmyiidin Gas er í sjálfu sér metnað- arfullt framtak hóps ungra Ak- ureyringa sem kalla sig Filmu- menn. Myndin er hinsvegar á kolrangri hillu og á engan veg- inn heima í kvikmyndahúsi. Hún hefði betur sæmt sér á stuttmyndahátíð eða í sjón- varpinu rétt fyrir fréttir. Aðalgalli myndarinnar er að hún er tekin upp á vídeó og síðan yfirfærð á filmu svo hægt sé að sýna hana og selja inná í kvikmyndahúsi. Þetta er í mín- um augum tabú og ef til vill gott dæmi um hvað íslensk kvikmyndagerð á bágt þessa dagana þegar svo er komið að lítil éinkaflippsmynd gerð á vídeó er markaðsett sem stutt bíómynd. Hugsanlega tek ég þessu framtaki Filmumanna of hátíðlega, enda á ferðinni sak- laus grínmynd unnin að mestu leyti í sjálfboðavinnu af áhuga- mönnum, en þar sem aðstand- endur vilja eflaust að uppskera Ákaflega sérstök ringulreið Underground Sýnd í Háskólabíó Leikstjóri: Emir Kusturica Aðalhlutverk: Lazar Ristovoski, Miki Manojlovic og stelpan ★★★ A Iþessari sérstöku stríðs- ádeilu júgóslavneska leik- stjórans Emir Kusturica er að finna senur og myndmál sem eru engu öðru lík og grafa um sig í minni áhorfandans: sprengjuárás á dýragarð í Belgrað; rauð rós klemmd milli ríflegra rasskinna vænd- iskonu; svanur sem flögrar niður úr brennandi kirkjuturni — og fleira í þessum dúr. Súrrealisminn í Underground virkar þó ekki nægilega vel í bland við þann almenna glundroða sem þarna ræður ríkjum í rúmlega þrjár klukku- stundir. Áhorfandinn er yfir- gefinn ringlaður og óviss um hvort hann hafi skilið mynd- ina rétt. Öngþveitið snýst um tvo fé- laga í hertekinni Júgóslavíu seinni heimsstyrjaldarinnar. Þeir standa í ýmsu ólöglegu braski sem tengist stríðinu er heltekur land þeirra. Inní vin- áttu þeirra þvælist ung, áhrifagjörn og drykkfelld leik- kona er virkar sem þriðja hornið í sérkennilegum þrí- hyrningi. í sama mund og þýski herinn — og síðar Bandamenn — sprengja borg- ir Júgóslavíu í tætlur fara vin- irnir tveir í sitt hvora áttina. Tækifærissinninn Markó verð- ur hægrihandarmaður komm- únistaleiðtogans Tító meðan hugsjónarmaðurinn Svartur sleikir sár sín í risavöxnum kjallara, nokkurskonar neðan- jarðarbyrgi sem breyst hefur í nýlendu fyrir flóttafólk og meðlimi andspyrnunnar. Markó nælir sér í leikkonuna og sannfærir kjallarabúa um að stríðið sé enn í fullum gangi þrátt fyrir að mörg ár hafi liðið frá því að stríðinu lauk, enda græðir hann á tá og fingri á vopnaframleiðslunni sem fer þar fram undir stjórn félaga hans, Svarts. Pólitík og blóðlituð saga Júgóslavíu er yrkisefni Kust- urica og tekst honum vel að deila á bæði núverandi ástand í landi sínu — og stríð yfirhöf- uð — með áhrifamiklu mynd- máli og symbólisma. Sjónrænt yfirbragð Underground svipar á köflum til Arizona Dreams sem leikstjórinn gerði í Bandaríkjunum á sínum tima, en er þó öll dekkri og kraft- meiri með ádeiluboðskapinn í fyrirrúmi. Myndin er þriskipt og er hver þáttur tileinkaður vissu tímabili í sögu Júgóslavíu: fyrri heimstyrjöldinni, kalda Kvikmyndir Kristofer Dignus Pétursson striðiðinu og núverandi stríðsátökum í lýðveldum fyrrum Júgóslavíu. Þessi loka- þáttur myndarinnar er hvað átakanlegastur og lýsir á eftir- minnilegan hátt þeim tilgangs- lausu hörmungum er átt hafa sér stað í þessu landi síðustu árin. Það er þó ávallt skrýtinn léttleiki og dökkur húmor sem vomir yfir myndinni og tryll- ingslega fjörug lúðrasveita- tónlistin fær mann til að slá taktinn ómeðvitað meðan sprengjur springa og þjóðir sundrast. Ef til vill er gegnugangandi óreiðan í myndinni réttlætan- leg miðað við hvað á undan hefur farið hjá þessari ólán- sömu þjóð, en hljóð og mynd- rænt yfirhlass leikstjórans gera stundum illt verra. Leikarar eru ágætir og þó sérstaklega þríeykið í aðal- hlutverkum og hafa þeir réttu tæknina og túlkunarhæfileik- ana til að uppfylla bæði dram- atískar og kómedískar kröfur hlutverka sinna. Underground er kvikmynd sem segir margt bæði skiljan- legt og óskiljanlegt á eftir- minnilegan og einstakan hátt. Hér er á ferðinni sannur furðufugl í skrautlegu fugla- búri evrópskrar kvikmynda- gerðar. -kdp

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.