Helgarpósturinn - 24.04.1996, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 24.04.1996, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL1996 27 Dan Morgan sem áöur rak skemmtistaðinn Bóhem hefur nú opnaö annan nektardansstaö viö Laugaveg og harðneitar öllum ásökunum um vafasamar athafnir gegn samkeppnisaðilunum... „Munum hrekj a þá úr bransanum með löglegum hætti“ Þar sem skemmtistaðurinn Tveir vinir var áður til húsa við Laugarveginn hefur nú nektardansstaðurinn Vegas tekið til starfa. Dan Morgan sem áður rak Bóhem er fram- kvæmdastjóri þar á bæ. Samú- el Sveinsson, framkvæmda- stjóri Bóhem, ásakar Dan í við- tali við HP um ítrekaðar hótan- ir, rúðubrot, rógsherferð og annað slíkt athæfi til að kné- setja rekstur Bóhem á ólögleg- an hátt. Blaðið gerðist milli- gönguaðili í málinu. Dan, hvernig svarar þú þessum ásökunum Bóhem- manna? „Þessar ásakanir eru alger- Iega út í hött. Ég hef aldrei tal- að við þennan Samúel. Ég er alltof upptekinn til að vera leika barnalega leiki, eins og að hella bensíni yfir staðinn. Ég hef einnig heyrt að ég hafi átt að vera hlaupandi um í Bó- hem öll kvöld og dunda mér við að brjóta rúður og þess háttar. Öfugt við þá, haga ég mér ekki eins og barnaskóla- krakki. Ég er athafnamaður en ekki trúður. Og sögur um að ég sé að fá einhverja menn til landsins til að herja á Bóhem- mönnum eru algerlega úr lausu lofti gripnar. Hins vegar veit ég, að það eru að koma að- ilar frá umboðsskrifstofu fata- fellna í Kanada til að rukka inn peninga sem þeir telja að Bó- hem skuldi sér. Einnig skulda þeir mér peninga og ég er nú að höfða mál gegn þeim. Við munum hrekja þá úr bransan- um með löglegum hætti.“ Hvernig œtlarðu að fara að því? „Vegas verður miklu huggu- legri og hreinni staður en Bó- hem. Ennfremur verður stjórn- un staðarins betri og það verð- ur ekkert dóp hér inni eða full- ir dansarar — öfugt við það sem gerist á Bóhem. Ég hef löngu sannað, að ég er miklu betri í að reka svona stað en þessi Samúel, sem veit ekkert hvað hann er að gera. Við munum einfaldlega hafa þá undir í heiðarlegum viðskipt- um. Vegas er hannaður fyrir allt öðruvísi fólk en Bóhem. Vegas er staður fyrir vel klædda athafnamenn og fólk sem vill koma á hreinan og huggulegan stað. Þetta verður staður sem á engan sinn líkan á íslandi. Það verður opið hér á hverjum degi frá tólf á há- degi. Við munum þá bjóða upp á dýrindis hlaðborð og stúlk- unar munu dansa upp á sviði allan daginn." Heldurðu í alvöru að þú getir fengið allt þetta fólk Samúel Sveinsson er framkvæmdastjóri á Bóhem. I samtali við HP kom í Ijós aö hann á í útistöðum við rekstraraðila nýja strippstaðarins Vegas. En Samúel hefurgaman af starfinu.. „Fatafellumar geta verið bölvaðar frekjur“ Hinn rúmlega tvítugi Samú- el Sveinsson tók við sem framkvæmdastjóri Bóhem fyr- ir um mánuði síðan. Kanada- maðurinn Dan Morgan var þá rekinn úr starfi og hefur væg- ast sagt andað köldu milli þeirra síðan. Dan er nú að opna svipaðan strippstað í miðbæ Reykjavíkur sem kall- aður er Vegas. En hvernig kom það til að Samúel gerðist fram- kvæmdastjóri á nektardans- staðnum Bóhem? „Ég hafði séð um barinn hérna á staðnum og unnið á fjölmörgum skemmtistöðum áður. Og þegar Dan var látinn fara þá bað eigandinn mig um að taka við staðnum. Hann hafði trú á að ég gæti rekið þetta með sóma og ég hafði þá trú líka. Svo einfalt var nú það. Áður en að ég tók við hafði ver- ið mikið agaleysi á starfsfólk- inu, en ég hef tekið það í gegn og sé til þess að fólk vinni pg geri það skikkanlega til fara. Ég búinn að mála og í raun taka allan staðinn í gegn og gera hann huggulegri. En hann er ennþá frekar sóðalegur.“ Hundraðþúsund krónur á kvöldi Hvernig er að vinna á svona stað, sem hefur orð á sér fyrir að vera hið mesta syndabœli? „Þetta er allt öðruvísi en á öllum þeim stöðum sem ég unnið á. Það eru allsberar stelpúr kringum mann alla daga; nokkuð sem mér fannst fremur skrýtið til að byrja með. En eftir vikuna þá var ég hættur að taka eftir þessu og nakið kvenholdið varð bara eðlilegur hlutur. Ég bý með nokkrum vinum mínum og núna þegar ég kem heim eftir vinnu finnst mér eiginlega hálf- furðulegt að sambýlisfólk mitt sé ekki allsbert. Þegar félagar mínir fréttu að ég væri búinn að taka við staðnum þá hristu þeir bara hausinn og sögðu mig kominn á botninn. Mér finnst þessi vinna hins vegar í góðu lagi og hef gaman af. — Já, og flestir halda líka að mað- ur sé sofandi hjá þessum stelp- um, en svo er ekki.“ Hvaða laun eru í boði fyr- ir góðar fatafellur? „Það er í raun algerlega und- ir þeim komið. Og fer eftir því hvað þær eru duglegar við að láta bjóða sér upp á kampavín, hvort þær hafi mikið að gera í borðdansi — og síðan einka- dansi í bakherberginu, sem gefur náttúrlega best. Á góðu kvöldi geta þær gengið út með allt að hundraðþúsund krónur í vasanum. Fatafellurnar geta aftur á móti verið bölvaðar frekjur og þær vaða gjörsam- lega yfir mann ef maður er ekki harður við þær. Það eru bölv- aðir dyntir í þeim og þetta gengur ekki nema þær geri það sem ég segi.“ Nú er annar fatafellustað- ur að opna um helgina. Eruð þið ekkert hrœddir við sam- keppnina? „Áð sjálfsögðu eru við dálítið smeykir. Þeir eru búnir að eyða mörgum milljónum I Samúel Sveinsson: „Þeir sem reka þennan Vegas-stað eru algerir titt- ir. Þeir hafa ítrekað hringt hingað og hótað mér öllu illu, og jafnvel brotið nokkrar rúður á staðnum ... En allt það sem þeir gera okkur fá þeir borgað til baka. þeir geta bókað það.“ breytingar á staðnum og borga stórfé í leigu. Og auk þess eru þeir að flytja inn tólf stelpur — sem kostar stórfé. Þannig að ég held að staðurinn fari á hausinn innan þriggja mánaða. Þeir sem reka þennan Vegas- stað eru algerir tittir. Þeir hafa ítrekað hringt hingað og hótað mér öllu illu, og jafnvel brotið nokkrar rúður á staðnum. Um daginn hringdu þeir og spurðu hvort við fyndum ekki lykt af bensíni. Dyravörðurinn fór fram og fann þá bensínbrúsa fyrir utan sem var búið að hella úr yfir alla glugga. Einnig hef ég heyrt að þeir hafi verið að ljúga því, að ég sé að selja dóp hérna inni og koma óorði á mig á þann hátt. En allt það sem þeir gera okkur fá þeir borgað til baka. þeir geta bók- að það.“ inn á nektardansstað í Reykjavík um hábjartan dag? „Eg er sannfærður um það. Það vantar svona stað í Reykjavík. Það er ekki mikið um að vera hér á daginn og fólki langar oft að skreppa á huggulegan og skemmtilegan stað sem er fullur af glæsileg- um stúlkum. Og það góða við þetta er, að þetta mun ekki vera mikið dýrari staður en aðrir í Reykjavík. Það eru mjög fjársterkir aðilar á bak við mig og ég veit að ég get rekið stað- inn með sóma. Ég rak bar á svona stað í Kanada og ég veit hvernig á að umgangast stelp- urnar, sem er mjög erfitt fyrir óreynda menn. þannig að við erum ekki að fara út í neina vit- leysu.“ Stúlkurnar á Vegas: „Þetta verður staður sem á engan sinn líka á ís- landi. Það verður opið hér á hverjum degi frá tólf á hádegi. Við munum þá bjóða upp á dýrindis hlaðborð og stúlkunar munu dansa upp á sviði allan daginn,“ segir Dan Morgan, framkvæmdastjóri nektardansstaðar- ins Vegas. Onnur kanadísk snót sem dansar nakin er hintvítuga Joanna... „Hef alltaf haft gaman af því að stríða strákum“ Kanadíska stúlkan Joanna er tvítug fatafella og hefur dansað nakin fyrir íslendinga um mánaðarskeið. „Þetta er enginn sorabransi og ég hef gaman af því að dansa. Og ég græði alveg fullt af peningum á þessu og hef því efni á að gera það sem mig lystir. En þetta getur líka verið erfitt eins og í kvöid þegar við erum aðeins þrjár. Þá eyðum við of miklum tíma upp á sviði og höfum ekki tíma til að næla í peningana. Ég meina: við getum ekki verið að sýna á okkur rassinn fyrir ekki neitt. Og þótt karlarnir séu að drekka þá rennur það ekki í okkar vasa. Nektardans er mjög mismunandi fyrir hverja og eina stúlku, en þær sem geta gert þetta að at- vinnugrein sinni geta grætt mikla peninga. Að vísu græðir maður ekki mikið í fyrstu, en þegar maður lærir að táldraga karlana þá er hægt að hafa fínt upp úr þessu. í fyrstu eyddi ég hverjum eyri sem ég græddi og lifði frekar hröðu glamorlífi — fór út að skemmta mér á hverju kvöldi. Núna er ég hins vegar farin spara.“ Hvernig byrjaði ferillinn hjá þér? „Þegar ég var að læra stjórn- málafræði í Kanada og orðin blönk kynntist ég atvinnu- strippara sem var orðin alveg moldrík. Þá hugsaði ég með mér að fyrst hún gæti þetta hlyti það sama að gilda um mig. Ég var til að mynda bæði yngri og fallegri en hún — og svo hef ég líka alltaf haft gam- an af því að stríða strákum. Þessi bransi var að vísu miklu ábátasamari fyrir nokkrum ár- um. Nú eru komnar miklu fleiri stelpur í þetta og samkeppnin er harðari. Maður þarf að beita ákveðinni tækni við að ná sem mestum peningum út ú kúnanum. Nauðsynlegt er að koma á augnsambandi við hann og æsa hann vel upp. Þá er oft hægt að ná stórfé af þeim. Ég elska að dansa og hef mjög gaman af því að strippa. En starfið er þó mjög stress- andi og ég tek mér yfirleitt . ■ Joanna: „Íslendingarnir geta orðið erfiðir og reyna oft að káfa á manni, enda halda þeir að maður sé hóra. En þegar kvöldið er á enda þá er ég ríkari og þeir fátækari. Svo hver er fíflið?" pásur á þriggja mánaða fresti og ferðast um allan heiminn. Síðan kem ég fersk til baka — reiðubúin í slaginn að nýju.“ Hver er munurinn á bransanum hér og í Kan- ada? „Þetta listform er í raun mun styttra á veg komið hér og þessi staður mun sóðalegri en ég er vön. Karlarnir geta líka verið mjög ágengir og drekka mun meira en Kanadamenn. íslendingarnir geta orðið erfið- ir og reyna oft að káfa á manni, enda halda þeir að maður sé hóra og líta margir niður á okkur. En þegar kvöldið er á enda þá er ég ríkari og þeir fá- tækari. Svo hver er fíflið?" Heldurðu að þessi fata- felluferill eigi eftir að hafa áhrifá framtíð þína? „Ég vil gjarnan fara aftur í skóla og klára námið. Ég veit ekki hvort þetta muni hafa þau áhrif, að ég verði ekki ráðin í vinnu. Ég vona ekki. Ég veit til dæmis um stelpur, sem eru í góðri vinnu og með doktors- próf, en dansa nektardans um helgar til að hafa í sig og á. Þannig að dansinn þarf ekki að hafa neikvæð áhrif. Fordóm- arnir eru vissulega til staðar og ég hef til dæmis ekki sagt foreldrum mínum frá því sem ég geri. Þau hafa lagt hart að sér svo ég geti komist áfram í lífinu.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.