Helgarpósturinn - 24.04.1996, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 24.04.1996, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL1996 Klæðskiptingamyndir tileinkaðar Arna Johnsen „Segir það sig ekki sjálft?“, sagði Ijós- myndarinn Sóla, Sólrún Jónsdóttir, þeg- ar HP spurði hvers vegna sýning sem hún er að opna væri tileinkuð Arna John- sen. Ljósmyndasýning Sólu verður opn- uð á veitingahúsinu 22 við Laugaveg á laugardaginn kemur. Myndirnar á sýn- ingunni verða liðlega 20 — „sennilega 22,“ segir Sóla — og eru af klæðskipt- ingum í San Fransiskó. Þegar sýningin verður opnuð klukkan 18:00 munu hinir sígildu söngvar Árna Johnsens hljóma af snældum. Sóla hefur áður haldið sýning- ar bæði erlendis og hér heima. ...fær Sophia Hansen fyrir bar- áttu sína til að fá dætur sínar frá Tyrklandi. Sophia hefur þurft að berjast við ofur- efli þar sem er fyrrum eigin- maður, Halim Al, og gjörvallt tyrkneska rétt- arkerfið. Bar- áttan hefur staðið árum saman og þótt það hafi komið fyrir að Sophia bogni um stund hefur hún aldrei brotnað. Nú virðist loks einhver mögu- leikí á aö allur þessi málarekstur taki enda með sigri Sophiu. Hinn tyrkneski lögfræð- ingur Sophiu segir að 600 konur annars staðar í heiminum, sem líkt er ástatt fyrir, bíði niöur- stööu þessa máls. Þótt margir hafi orðið til að leggja Sophiu lið í baráttunni þarf meira til ef duga skal. Hún skuldar háar fjárhæðir vegna málarekstursins og nú ættu allir að leggjast á eitt um að létta henni róðurinn á lokasprettinum. Margt smátt gerir eitt stórt og við minnum á söfnunarreikning Sophiu I Bún- aöarbankanum í Kringlunni. Reikningurinn er númer 9.000. Áhugi almennings á málinu hef- ur vaxið og dalaö á víxl eins og gengur en nú ríður á að Sophia fái allan þann stuðning sem unnt er að veita henni. Með því að styrkja hana fjárhagslega er fólk að sýna stuöning sinn í verki. Við skulum sameinast um aö gefa Sophiu Hansen myndar- lega sumargjöf og létta þar með fjárhagsbyrðar hennar. Sophia hefur sýnt einstæöan kraft og dugnað í erfiöu máli og fyllsta ástæöa til aö hrósa henni í hás- tert... Jón Ólafsson tónlistarséný: „Ég þarf ekki lengur að treysta á ball- spilamennsku til að hafa ofan í mig og á. Ég er farinn að vinna mikið við leikhús — nokkuð sem mér líkar mjög vel — og hef i si- fellt ríkari mæli verið við stjórn á upptökum á skyldum plötum." förnu starfað mikið að upp- tökum á leikhússtónlist. Ertu alveg búinn að gefast upp á hljómsveitabröltinu? „Við skulum orða það þann- ig, að ég er farinn að vinna al- veg jafnhliða við þetta tvennt. Ég þarf ekki Iengur að treysta á ballspilamennsku til að hafa ofan í mig og á. Ég er farinn að vinna mikið við leikhús — nokkuð sem mér líkar mjög vel — og hef í sífellt ríkari mæli verið við stjórn á upptökum á skyldum plötum, eins og Jesus Crist Superstar, Hárinu, Rocky Horror og Gauragangi. -EBE Upptökur standa nú yfir á tónlistinni úr leikriti Jim Cartwrigt, Stone Free. Upptökustjóri er tónlistar- maöurinn og stórpopparinn Jón Ólafsson... Þarf ekki lengur að treysta áböllin Jón Ólafsson tónlistarmað- ur hefur á undanförnum misserum fært sig í sífellt rík- ara mæli frá hljómsveitabrölt- inu og ballspilamennsku yfir í upptökur á leikhússtónlist og söngleikjum. Þessa dagana er hann þannig önnum kafinn við upptökur á tónlistinni úr leik- riti Jim Cartwright, Stone Free. Alheimsfrumsýning leik- ritsins verður á íslandi 12. júlí. Úrvalslið listamanna syngur á plötunni. Fremst í flokki fara þau Daníel Ágúst Haraldsson, Emilíana Torrini, Eggert Þor- leifsson, Guðmundur Péturs- son, og Ingvar Sigurðsson. Jón, segðu mér aðeins frá þessari tónlist... „Þetta er aðallega tónlist frá sjöunda áratugnum; einskonar blanda af sýru- rokk- og hippa- tónlist. Margir frægir lista- menn koma við sögu, eins pg Bítlarnir, Donovan, Melanie, Jimi Hendrix og fleiri. Það hef- ur myndast ákveðin hefð fyrir því, að gefa út tónlist úr verkum sem þessum til kynningar — hvort sem um er að ræða leikrit og söngleiki.“ Hvenœr á svo að gefa grip- inn út? „Upptökur á verkinu hafa staðið yfir frá páskum og á að ljúka 10. maí. Og ég býst við að platan verði gefin út um miðj- an júní. Til liðsinnis við mig fékk ég til landsins íðilsnjallan og þaulreyndan upptökumann frá Englandi, Ken Thomas að nafni. Eg kynntist honum við upptökur á Himnasendingu, plötu NýDanskrar, sem inni- hélt meðal annars lagið Horfðu til himins. Þar sem þetta er tónlist í gömlum anda vildi ég fá svona reyndan og rútínerað- an mann, en hann hefur meðal annars unnið með Stevie Won- der, Charlatans, Sykurmolun- um og fleirum stórstjörnum." Nú hefurðu að undan- ...Bryndísi Schram sem verður gestur í viðtalsþætti Jónasar Jónassonar í Ríkisútvarpinu á föstudagskvöld. HP hefur heyrt að þar muni Jónas þjarma að Bryndísi og bera upp á þessa drottningu landsins að hún sé dekurdrós! Einnig mun Jónas vera spenntur að vita hvaö menn tali um í ráðherraveislum... ...Bitte Nú, næstsíðustu sýningu Borgardætra og Ragga Bjarna á Hótel Sögu á laugardagskvöldið. Frábær nútímagamaldags- skemmtun... ...Bóhem og Vegas um helgina. Maður veit aldrei gerist næst á þessum nektardansstöðum þar sem mögnuð starfsemi og illdeil- ur í mafíustíl eiga sér stað. Svo eru kanadísku stelpurnar víst flestar með háskólagráður og græða hundrað þúsund kall á kvöld. Það er ekki amalegur fé- lagsskapur að eyða kvöldinu í — ef maður er þannig innréttaður... ...allsheijar partýstandi, veislu- haldi og djammi um helgina í tilefni af sumri og hækkandi sól. Það er hvað sem er leyfilegt á vordögum sem þessum þegar hormónarnir taka völdin í náttúr- unni ogtrylla meðal annarra mannskepnuna blessaða... Hvers vegna skrifaði Jón Baldvin ekki undir? ingmenn krata — að Jóni Baldvin undanskildum, einhverra hluta vegna — hafa Iagt fram tillögu til þingsálykt- unar um rannsóknir á beitu- kóngi. í greinargerð með tillög- unni er farið víða og má þar finna margan fróðleik. Við get- um ekki stillt okkur um að vitna í upphaf þess kafla grein- argerðinnar sem fjallar um Jón lærða: „í íslenskum ritum er fyrst getið um kuðungaát í einu rita Jóns lærða Guðmundssonar sem var lítt menntaður en þó sannkallaður fjöilistamaður o,g fjölfræðingur á fyrri hluta sautjándu aidar. Hann skar til dæmis dýrgripi af furðulegum hagieik úr tönnum hvala og rostunga, málaði einnig falleg- ar altaristöflur og var því stundum líka nefndur Jón tannsmiður eða Jón málari. Frægur varð hann einnig á sinni tíð fyrir að taka svari Ga- skóna sem komu til hvalveiða í norðurhöfum en brutu skip sitt vestra og Ari sýslumaður í ögri lét hundelta og drepa. Jón skrifaði varnarrit fyrir þeirra hönd og hraktist fyrir vikið af Vestfjörðum. Þekkingu Jóns lærða á varnargaldri var viðbrugðið, enda frægur fyrir að setja niður drauga.“ á geta keilarar farið að góðgleðjast _við iöju sína. Keiluhöllin í Öskjuhlíð hef- ur lengi sóst eftir leyfi til vín- veitinga en borgaryfirvöld dauf- heyrst viö þeim óskum til þessa. Keilarar og fylgifiskar þeirra hafa því oröiö aö láta sér nægja að svala þorsta sín- um með gosdrykkjum. Nú hef- ur borgarráö hins vegar sam- þykkt með fjórum atkvæöum gegn einu að veita Keiluhöll- inni léttvínsleyfi til reynslu í sex mánuöi. Ef að líkum lætur er því kátt í höllinni um þessar mundir... Sólstöðuhópurinn stend- ur fyrir fýrirlestri undir yfir- skriftinni Æðruleysisbœnin og listin að lifa í Norræna húsinu á laugardaginn klukkan 14:00. Fyrirlesarar eru þau Vilhjálmur Ámason heim- spekingur og Ragnheiður Óladóttir ráðgjafi. Ragnheiöur ræðir um æöruleysisbænina og þegar afdrifaríkar breyting- ar veröa í lífi einstaklings eöa erfiðleikar steöja aö. Vilhjálm- ur mun fjalla um þá lífsspeki sem æðruleysisbænin byggir á og hvernig hún getur oröið lykill aö því að einstaklingur- inn taki ábyrgö á eigin lífi. Sumarhátíð Sólstööuhópsins verður svo haldin helgina 19. til 21. júlí að Laugarlandi í Holtum. Hátíðin ber yfirskrift- ina fhjartans einlœgni — eins og í fyrra... Stjórnmálaskýrendum ber ekki alltaf saman um hvað gerist í kjölfar áhrifamikiila at- buröa. Fréttastofur gefa því oft misvísandi upplýsingar um slík mál. i útvarpsfréttum í gærkvöldí skýrði Ríkisútvarpið frá því að fráfall Dúdajev for- seta uppreisnarmanna í Tét- sjeníu myndi styrkja stöðu Jeltsin í rússnesku forseta- kosningunum. Nokkrum mínút- um síðar fjallaöi Stöð 2 um sama atburð og kvaö þá við annan tón. Fréttamaður hélt því nefnilega fram að fráfall uppreisnarmannsins myndi leiða til þess aö friður —- sem Jeltsín þarfnast fyrir kosning- arnar — yrði úti í Rússlandi. Þar meö veikti dauðsfalliö stöðu Jeltsíns á Stöð 2, en styrkti hana hjá Ríkisútvarp- inu... Ljóða- og tónleikdagskráin IVegurinn er vonargrœnn sem sýndur hefur verið í Kaffileikhúsinu frá því 20. janúar hefur notiö gífurlega vinsælda og slegiö í gegn. Bjuggust aðstandendur þess- arar grísku menningarsýningar um fjöllistamanninn Mlkis Þeodórakis síöur en svo við allri þessari aösókn og eru nú sýningarnar farnar að nálgast 30. Það var söngkonan Slf Ragnhíldardóttir sem átti hugmyndina aö sýningunni og fékk til liös við sig þau Sigurð A. Magnússon, Krlstján Ámason, Jóhann Kristins- son, Eyrúnu Ólafsdóttur og leikstjórann Þómnni Sigurð- ardóttur. Hópurinn hefur einnig fariö út á land og voru þau nú fyrir skömmu á ísafiröi og I Borgarfirði. Næstu sýning- ar verða í Kaffileikhúsinu á síðasta vetrardag og svo aftur næsta laugardag...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.