Helgarpósturinn - 24.04.1996, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 24.04.1996, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL1396 fiilutverkaleikir jJ[onsteRS & £\ rnazons • W '' Magnað spil! Nafn: Dragon Dice. Tegund: Teningaspil. Útgefandk TSR Inc. Útgáfuár: 1995. Útsölustaðir: Fáfnir Hverfisgötu 103, Mf- þril Bankastræti 4, Genus Kringlunni og verslanir Ey- mundsson. FJöldi spilara: Tveir eða fleiri, þótt einhver takmörk séu sjálf- sögðu. Hér er samt komið fram spil, sem hefur furðu lítil takmörk hvað varöar fjölda spilara. Spilatfmi: Mjög breytilegur. Frá nokkrum mínútum og upp úr. Tím- inn fer þó eftir fjölda spilara og stærð orrustunnar. En þar sem hlutimir gerast hratt þarf leikurinn alls ekki að taka of langan tíma. Um spilið: í spilinu táknar hver spilari hershöfðingja sem stýrir stórum her er samanstendur af álfum, dvergum, drekum og ýms- um öörum kvikindum sem öll eru táknuö með teningum af ýmsum stærðum og gerðum. í spilinu er notast við teninga af ýmsum stærðum og geröum, þar á meöal 6 hliöa, 8 hliöa, 10 hliða og 12 hliöa til að tákna ýmsa hluti. í framtíðinni munu koma út tening- ar af öörum stærðum og gerðum. Her hvers spilara (6 og 10 hliða teningar) samanstendur af þeim teningum sem hann hefur valiö sér að stýra. Hemum skiptir hann síðan niður í þrennt og notar síð- an þessa þrjá hluta til aö berjast viö andstæðinga sína um land- svæði sem táknuð em með 8 hliða teningum. Herinn notar hann meö því ýmist aö kasta göldmm sem hjálpa honum eða ráöast beint á heri andstæðings- ins. Einnig getur það gerst að drekar blandi sér í slaginn en þeir em táknaöir með 12 hliða tening- um. Landssvæöin eru ákveðin í upphafi og em þau mjög mikil- væg þar sem takmarkið er að leggja undir sig tvö landsvæöi og um leið og einhver spilari nær því telst hann hafa sigrað. Útgáfumáti: Spilið er gefið út í byrjendapökkum sem innihalda reglur og 18 teninga sem valdir eru af handahófi og poka undir teningana. Nú þegar hefur verið gefinn út einn aukapakki, sem inniheldur 8 handahófs valda ten- inga. Til eru hátt í 100 einstakar gerðir af teningum. Frumleiki: Spiliö er eitt það fers- kasta sem komið hefur á markaö- inn í langan tíma og byggir á mjög sniðugri hugmynd sem upprunnin erí Þýskalandi. Útlitshönnun: Teningarnir eru lit- skrúðugir meö vel hönnuöum myndum og enga galla er aö finna á spilinu útlitslega. Kostin Spilið er einfalt og hægt er að læra það á fáeinum mínút- um, hlutirnir gerast hratt og halda manni viö efniö. Maður hefur líka úr mörgum herjum að velja til að stjórna sem gerir spilið skemmti- lega fjölbreytt. Galian Spilið hefur fáa galla sem nokkru máli skipta, þó er það nokkuö plássfrekt og vegna þess hve líkir teningarnir eru gætu þeir blandast saman og þess vegna þarf hver spilari að fýlgjast vel með sínum teningum. Heildareinkunn: **** Spilið er hratt, einfalt og skemmtilegt og fáa galla er að finna á því. Þaö er líka mjög frumlegt og nokkuð sem ekki hefur verið prófað áöur. -Indriði Stefánsson l-jeir sem sóttu Mendurvakta Lif- unartónleika í flutningi þekktra popptónlistarmanna og Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í Iþróttahúsinu í Kefla- vík haustiö 1993 (sem haldnir voru á vegum Samtaka um byggingu tónlistar- húss) minnast tónleikanna enn meö gaesahúö. Lifun er sem kunnugt tón- verk samiö af hljómsveitinni Trú- brot fyrir allmörgum ár. Tvö ár eru svo liöin síðan þessi sömu samtök afhentu styrktaraöilum sfnum aö gjöf Lifunardisk sem tekinn var upp beint ð tónieikunum. Þaö þýöir meö öörum oröum aö diskurinn frá upptöku tón- leikanna hefur aldrei fengist á ai- mennum markaöi. Úr þvf veröur nú bætt ð næstunni þvf félagar Sam- taka um byggingu tónlistarhúss hafa í hyggju bjóöa diskinn til sölu f búö- um á næstunni, en þó ekki í beinni sölu heldur meö þeim fyrirvara aö þeir gerist styrktaraöilar Samtaka um byggingu tónlistarhúss. 3.000 krónur kostar aö gerast styrktraraöili samtaka og fá þeir svo diskinn í kaupbæti... Síðasta vetrardag, á morgun, leik- ur hlómsveitin A móti sól, frá Seifossi, fyrir dansi á veitingarhúsinu Víkinni, f Höfn í Homafiröi. A laugar- daginn mun hljómsveitin bruna til Siglufjarðar og tryila lýöjnn á opnum dansleik á Hótel Læk. Á sunnudag- inn veröur svo aftur brunaö til baka tll Hafnar f Hornarfiröi og þá verður spilaö? sindrabæ... Sönghópurinn MóöirJörö veröur á fleygiferö næstu daga ásamt einsöngvurum og hljómsveit til að flytja afrfsk- amerfska gospeltónlist — svarta ryþmatónlist. Meginmark- mið hópsins er aö syngja kraftmikla og failega tónlist úr ýmsum ðttum^ með sterkri innlifun og hreyfingu. Á sunnudagskvöldiö bregöur hópurinn sér til Ytri-Njarðvíkurkirkju og spilar svo í Breiöholtskirkju ð mánudags- kvöld. Á miðvikudaginn veröur síöan brunaö til Akraness og spilað f safn- aðarheimili Akraneskirkju... Hljómsveltin Sixties leikur í félags- heimilinu Klifi í Ólafsvfk um helg- ina. Sixties-aödáendur í Ólafsvfk ættu aö kætast viö þetta þar sem þetta eru fyrstu tónleikar sveitarinnar í plássinu. Sixties er nú aö leggja lokahönd á nýja hljómplötu sem kemur út f sumar og ber nafniö Ást- fangnir. Hljómleikagestir f Ólafsvík fá þvf væntanlega aö heyra hvaöa tórv verk sú plata hefur aö geyma. í sum- ar áætlar hljómsveitin síðan aö halda uppi stífu tónleikaprógrammi um allt land... Pétun „Petta vom uppbyggingarár og mik- ið að gera. Pað er samt svolrtíð broslegt, að sumt af því sem var á oddinum þegar ég hætti virðist enn efst á verkefnaskrá." tekin af viðkomandi og hann sendur f endurhæfingu. Þetta er enn efst á dagskrá hjð Umferöarráði," sagði Pét- ur Sveinbjarharson. -S6 I næstu viku verður hljómsveit Karls Lilliendahl - sem spilaði sex kvöld í viku fyrir dansi á Hótel Loftleiðum á sjötta áratugnum — endurvakin. Að- eins verður þó um að ræða fáeinar kvöldstundir. Tilefnið er að 1. maí verða þrír áratugir liðnir frá því Loftleiða- hótelið opnaði. í samtali við Guörúnu Kristjánsdóttur rifjar Karl Lilliendahl upp eittfjörugasta djammtímabil síðari ára... „Ógleymanlegur frá 1966 tíl 1970, skemmtí hljómsveit Karls Lilli- endahl alls sex sinnum í viku í Víkingasal Hótels Loftleiða — eða alla daga vikunnar nema miðvikudaga sem þá voru landslögum sam- kvæmt íslenskir þurrk- dagar, hvergi máttí þá sjá deigan víndropa á veitíngastöðum. „Já, svona var lífið í þá daga,“ segir Karl sem hefur að mestu lagt tónlistina á hilluna og starfar í Húsasmiðjunni daglangt. „Stemmningin var alltaf góð á Loftleiðum, sér- staklega fyrstu árin — enda var þetta nýjasti og heitasti staðurinn í bænum. Það sem dró ekki síður fólk að var að Loftleiðir — sem á þessum ár- um voru eiginlega svona ríki í rikinu — áttu hægt um vik með fá hingað til lands heims- þekkta erlenda skemmtikrafta sem þeir sáu fyrir fari og gist- ingu. En því miður er mér er eitthvað farið að bresta minnið svo ég man ekki hvað hvað all- ir þessir skemmtikraftar heita.“ Karl ætlar 1. til 5. maí að freista þess að skapa stemmn- ingu, ásamt fleiri starfsmönn- um Loftleiða, í likingu við það einstaka andrúmsloft sem ríkti þar á sokkabandsárum hótels- ins. í tilefni afmælisins verður einnig boðið upp á kalt borð og kaffihlaðborð í gamla stíln- um að hætti Silvíu smur- brauðskonu, sem í upphafi sá um veitingarnar á Loftleiðum. Jafnframt verður boðið upp á fjólubláa Apollo-kokteilinn, sem fæstir vita að er alíslensk uppfinning er hönnuð var af Jónasi Þórðarsyni þá barþjóni þar á bæ. Veislustjóri verður Emil Guðmundsson sem var móttökustjóri á Loftleiðum fyr- ir 30 árum. Verð á 1. maí- skemmtunina er 1966 krónur. Og verður svo skemmtuninni framhaldið til sunnudags, en við höldum áfram að forvitn- ast um hljómsveit Karls. Hvað var spilað á þessum árum? „Bæði innlend og erlend lög. Þá var reyndar ekki hægt að fá erlend lög á nótum og maður þurfti að standa í því að pikka lögin upp með segulbandi og skrifa þau niður af böndum.“ Karl segir dansgólfið í Vík- ingasalnum eina lókalið sem ekki hafi breyst á Loftleiðum í öll þessi ár. „Dansgólfið var reyndar ekki stórt, en við hlið- ina á Víkingasalnum er kaffiter- ía sem skar sig frá með gríðar- lega stórri og mikilli renni- hurð. Þannig að þegar Víkinga- salurinn var orðinn fullur — um helgar sérstaklega — var oft opnað á milli til þess að koma öllum fyrir.“ Hvaða fólk sótti staðinn? „Fólk á öllum aldri og mikið af starfsmönnum Loftleiða sem voru — ef ég man rétt — í heildina 1.200 þegar allt er tal- ið.“ Á að spila núna í viðeig- andi klœðandi: gömlu, góðu fötunum? dagur' „Heldur þú að við kæmust í þau í dag? Onei... Ætli við dressum okkur ekki bara upp í smóking, enda viljum við hafa klassa yfir þessu — eins og gilti á þessum tíma. Þá voru velflestar hjómsveitir í sér- saumuðu júníformi og söng- konan okkar, Hjördís Geirs- dóttir sem ennþá er víðáttu- hress í tónlistinni, í fallegum kjólum.“ Manstu eftir opnunardeg- inum, 1. maí 1966? „Hvort ég geri — enda var þetta ógleymanlegur dagur. Fyrir það fyrsta var hótelið byggt á mettíma. Nákvæmlega fimmtán og hálfur mánuður leið frá því jarðýta kom að morgni til þess að grafa fyrir grunninum þar til fyrstu gest- irnir gengu inn á hótelið. Það þýddi líka að síðustu dagana var unnið dag og nótt. Þótt rúmir fimmtán mánuðir þyki ión Möller, Hjördís Geirs< sem er enn að, Sveinn Óli danski), Árni Scheving o§ paurinn Karl Lilliendahl. I lega byrjaði Árni Elvar með hljómsveitinni og verður liann með á Loftleiðum 1. maí í stað ións Möllers. Guðjón Pálsson pí- anóleikari lék einnig með hljóm- sveitinni um tíma. Að öðru leyti breyttist hljómsveitin ekki í nærri þau sjö ár sem hún spilaði allt að þvi sex daga vikunnar i Víkinga- salnum. ekki stuttur tími í dag þá var það mettími miðað við tækn- ina fyrir 30 árum. Reyndar var suðurálman á hótelinu, Krist- alssalirnir sem notaðir eru sem ráðstefnusalir, ekki byggð fyrr en nokkru seinna.“ Hvernig kom það til, að þér var boðið að spila á heit- asta staðnum í bœnum? „Það er saga að segja frá því. í fjöldamörg ár áður en ég byrj- aði á Loftleiðum var ég búin að vera með mínar eigin hljóm- sveitir víða á veitingahúsum bæjarins, sem voru þá allt Karl Lilliendahl: ,,Þó að mér þætti mikill heiður að vera beðinn um að spila hjá svo háttskrifuðu fyrirtæki sem Loftleiðir voru á þessum árum tók ég mér tveggja daga frest til að hugsa málið ... Með mannskapinn kláran sló ég til og þar nieð voru örlög okkar flestra ráðin næstu rúm- lega sex árin.“ Mynd: Jim Smart öðru vísi en í dag. Það má segja að Þorvaldur Guðmundsson í Síld og fiski hafi ýtt skútunni á flot — líkt og hann gerði með Hótel Sögu nokkrum árum áður.“ Þess má geta að Þorvaldur var ráðinn til vera eins konar innanhússarkitekt og hug- myndafræðingur við uppbygg- ingu hótelsins. „Ég hafði unnið í mörg ár hjá Þorvaldi. Þegar hann rak Leikhússkjallarann spilaði ég þar ásamt Magnúsi heitnum Péturssyni píanóleik- ara sem lengst af spilaði undir með morgunleikfimi Valdi- mars Ömólfssonar og bassa- leikaranum Kristni Vilhelms- syni, sem síðustu 30 ár hefur verið búsettur í Kaupmanna- höfn. Tríó þetta spilaði saman í Leikhússkjallaranum í bara þó nokkuð langan tíma. Þá byggði Þorvaldur Lídó þar sem í dag er Tónabær og úr varð að við spiluðum þar úr því Þor- valdur fann enga aðra sem hann var nógu ánægður með. Þá var afráðið að stækka hljómsveitina og við bættust tveir. Þar vorum við í nokkur ár uns Svavar Gests tók við. Spiluðum þá aftur í Leikhús- skjallaranum í millitíðinni þar til Klúbburinn var opnaður. Á endanum í Klúbbnum vorum við komnir með þýska söng- konu, sem vakti mikla eftirtekt — enda söng hún á sjö tungu- málum. Að lokum leystist sú hljómsveit upp þannig að ég var eiginlega bara einn eftir. Svo var það bara einn daginn að Þorvaldur Guðmundsson hringir í mig og segir: Jœja, nú er ég að fara opna nýtt hótel eft- irþrjá mánuði. Ertu til í að taka músíkina að þér? Þó að mér þætti mikill heiður að vera beðinn um að spila hjá svo háttskrifuðu fyrirtæki sem Loftleiðir voru á þessum árum tók ég mér tveggja daga frest til að hugsa málið og fékk til liðs við mig þau Áma Elvar, Svein Óla Jónsson, Hjördísi Geirssdóttur og Áma Sche- ving. Með mannskapinn kláran sló ég til og þar með voru ör- lög okkar flestra ráðin næstu rúmlega sex árin.“ Pétur Sveinbjarnasson Gulldrengurinn í Umferðarráði Hér f eina tfð var einn maöur sam- nefnari fyrir allt þaö sem laut aö umferð á íslandi. Hann baröist af miklum krafti fyrir úrbætum i umferö- armálum og var óþreytandi að brýna fyrir fólki, aö fara varlega — og fara aö lögum. Hér er aö sjálfsögöu átt viö Pétur Sveinbjarnarson, fýrsta fram- kvæmdastjóra Umferöarráös. Hann var aöeins 24 ára gamall þegar hann var skipaður I embættið og nær eins- dæmi aö svo ungur maöur sé settur yfir rfkisfýrirtæki. Pétur mótaöi allt starf ráösins og stýröi því frá 1968 til 1978. Pétur var tíöur gestur á öldum Ijósvakans og stundum hélt hann úti löngum dagskrám f útvarpinu, til dæmis um verslunarmannahelgar. En Pétur er þekktur fýrir ýmislegt fleira, Hann var til dæmis afar snjall knatt- spyrnumaöur á sínum tfma og fýrsti gulldrengur Vals f fótboltanum. Eftir aö Pétur hætti störfum hjá Umferðar- ráöi rak hann meðal annars veitinga- húsiö Ask og sinnti síöan ýmsum stjórnunarstörfum. Þegar Þróunarfélag Reykjavíkur var stofnaö áriö 1990 var Pétur ráðinn framkvæmdastjóri þess. „Félaginu ber aö sinna öllu þvf er varðar beint og óbeint skipulag og mannlíf í miöborginni; þaö er svæöiö frá Hlemmtorgi aö Grjótaþorpi og frá Grettisgötu niöur aö sjó. Þar meö var miðborgin skilgreind f fýrsta sinn, en margir litu á miöborgina sem bara Kvosina eða Laugavegssvæöiö. Þetta er mjög fjölbreytt og lifandi starf," sagöi Pétur f spjalli viö HP. En þegar þú lítur til baka til ár- anna hjá Umferðarráði. Var þetta skemmtilegur tími? „Já, þetta voru uppbyggingarár og mikið aö gera. Þaö er samt svolítið broslegt, aö sumt af þvf sem var á oddinum þegar ég hætti viröist enn efst á verkefnaskrá. Meö þessu er ég ekki aö gagnrýna mfna eftirmenn, en þetta sýnir aö það tekur tíma aö koma hlutunum áfram. Mér eru minn- isstæöir allir þessir fordómar sem voru gagnvart ýmsu sem taliö er sjálf- sagt f dag. Það voru til dæmis gífur- legir fordómar gagnvart notkun örygg- isbelta, sem kallast bflbelti í dag. Þessi fordómar óöu uppi hjá stjórn- völdum, almenningi og ekki sföur á Al- þingi. Þaö tók mörg ár að koma bfl- beltanotkun á. Ég get Ifka nefnt aö þegar ég fór frá Umferðarráði var efst á blaöiö að koma á samræmdri öku- ferilsskrá fýrir allt landiö og koma á punktakerfi þar sem hver ökumaður heföi vissan fjölda punkta. Sföan væri hvert umferðarlagabrot metiö til ákveöins fjölda punkta þar til hámark- inu væri náö og ökuréttindin þar meö

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.