Vísir - 07.06.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 07.06.1975, Blaðsíða 3
Visir. Laugardagur 7. júni 1975 3 I heima" —Kvikmynda- tilboð freista mín mest Háskólinn kannar dulrœna reynslu íslendinga STÚDENTAR SJÁ SJALDNAST ÁLFA — mikil trú en lítill biblíulestur „Þessi könnun er einstæð”, sagði Erlendur Haraldsson, lektor i sálarfræði, þegar hann kynnti skýrslu er fjallar um dulræna reynslu og viðhorf til slikra fyrir- bæra. Skýrslan, sem unnin er af fjórum sálfræðinemum undir stjórn Erlends, nær til tæplega 1000 manna. Úrtak var tekið úr þjóðskránni. Voru spurninga- listar sendir til fólks á bilinu 30- 70 ára. Ætlunin var að kanna drauma, trúarreynslu, kynni af starfsemi miðla og fleira. ' Við úrvinnslu var fólkinu skipt eftir aldri og menntun. Heimtur urðu mjög góðar, eða 80%. Skýrslan sýnir að konur virðast hafa öðlazt meiri reynslu en karlmenn. Einnig kom i ljós að þær höfðu minni menntun en þeir. Munurinn eftir aldri fólksins virtist mjög lltill. Margir töldu sig hafa orðið vara viö látna menn og af þeim höfðu 80% séð manninn. Þá var athugað hvort þeir, sem farið höfðu á miðilsfundi eða heimsótt spákonur, tryðu raunverulega á það sem þar kæmi fram. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra, er komið höfðu á miðils- fund, voru sannfærðir um að þeir væru gagnlegir. Spákonurnar fengu ekki alveg jafngóða dóma, 72% töldu einskis nýtt að leita til þeirra. Erlendur var inntur eftir þvi, hvað sálfræðingar væru að gera I þessum málum erlendis. Hann kvað þá vera spenntari fyrir til- raunum. Nokkrar kannanir hafa þó verið gerðar er sýna að trú manna á framhaldsllf fer minnkandi I Evrópu en vaxandi I Bandarlkjunum. Ekki virtist vera mikill munur á viðhorfi fólks með tilliti til menntunar. Þó hafði enginn af þeim, sem hafði stúdentspróf, séð álfa eða huldufólk en 5% af heildinni. Þeir betur menntuðu höfðu heldur ekki orðið varir við álagabletti, en nokkrir einstak- lingar úr öllum aldurshópum höfðu orðið fyrir barðinu á sllkum blettum. Erlendur undirstrikaði að þessar rannsóknir væru alger- lega á byrjunarstigi og alls ekki væri búið að fullvinna úr tölunum. —BÁ— TÖLUR ÚR SKÝRSLUNNI 1. Þeir sem hafa orðið fyrir dulrænni reynslu. a) berdreymnir 36% b) orðið varir við látinn mann 31% c) reimleikar 18% d) fylgjur 17% 2. Trú og lesefni. a) nokkuð trúaöir eru 97% b) bibliuna lesa 8% 3. Kynni af dulrænni starf- semi. a) leitað til spakonu 52% b) leitað til huglæknis 41% 4. Viðhorf til dulrænna fyrir- brigða. a) jákvæðir gagnvart skyggni 88% b) framhaldslif 68% LAMPERTI • Fðtðgrsm di SILVIO NOBIll íbúar Hólahverfis fú nýjar verzlanir ,,Ég tek ekki séns á að opna á mánudegi”, sagði Gunnar Snorrason kaupmaður, sem opnar í dag eina stærstu mat- vöruverzlun landsins, Kjörbúðina Hólagarð. Hann er samt ekkert að ráði hjátrúarfullur, en trúir þvi að laugardagur sé til lukku. Gunnar sagðist halda að Ibúar Hólahverfis væru á milli 4 og 5 þús. Þeir hafa hingað til þurft nokkuð langt að sækja, eða I verzlunina Straumnes, sem hefur verið næst þeim, en fá nú verzlun alveg miðsvæðis, eða við Lóuhóla 2-6. Byrjað var að grafa fyrir verzlunarhúsinu I marz 1974 og er það 1440 ferm að stærð. Til stend- ur að byggja til viðbótar 960 ferm. „Byggingameistarinn er Valde- mar Valdemarsson og er þetta fyrsta húsið sem hann er byggingarmeistari að. Svo að hann ræðst ekki á garðinn, þar sem hann er lægstur,” sagði Gunnar. Valdemar hefur verið með I ráðum I teikningum, en aðalhönnuðurinn er Bjarni Axelsson tæknifræðingur. Allar innréttingar, kælitæki og hillur eru fluttar inn I gegnum Mat- kaup. Auk Kjörbúðar Hólagarðs, sem selur allar kjöt- og nýlenduvörur ásamt mjólk og fiski, opnar á morgun bakarl. Bakarinn, Gunnar Jóhannesson, bakaði áður fyrir Kópavogsbúa. Einnig GETA LISTMÁLARARNIR LÆKNAÐ FÓLK? Myndlist sem liöur i lækningum og endurhæfingu er efni ráðstefnu þeirrar, sem Norræna húsið og Félag ísl. sérkennara gangast fyrir I Norræna húsinu 7.-15. júni. Sigriður Björnsdóttir myndlistar- kennari hefur átt frumkvæðið að ráðstefnunni. Myndlist til lækninga nefnist „Art therapy” á erlendri tungu og er fólgin i þvl að myndlist og ann- að skapandi starf sé notað sem þáttur I aðhjálpa einstaklingum á öllum aldri, er eiga við líkamleg, andleg og tilfinningaleg vanda- mál að strlða. Fyrstu fjóru dagana verður ráðstefnan lokuð og ætluð ráða- mönnum I heilbrigðis- og mennta- málum, læknum, kennurum, sál- fræðingum, félagsráðgjöfum og öðrum, sem áhuga hafa á þessu máli. Ahuginn á ráðstefnunni reynd- ist meiri en ráð var fyrir gert, og i stað um 40 þátttakenda, sem reiknað var með, sóttu 100 manns um þátttöku. Ráðstefnan verður sett klukkan 10 fyrir hádegi I dag af Vilhjálmi Hjálmarssyni menntamálaráð- herra. 1 dag verður einnig opnuð sýn- ing I tengslum við ráöstefnuna I sýningarsölum I kjallara Nor- ræna hússins. Erlendirfyrirlesar- ar koma margir meö sýningar, þar sem þeir kynna starf sitt sem „art therapistar”. Til dæmis kemur finnskur listamaður með sýnishorn af vinnu geðsjúkra, sænskur listamaður og sálfræð- ingur sýnir myndir eftir börn, sem hann hefur haft I meöferð, sænskur ljósmyndari sýnir flokk ljósmynda af börnum á sjúkra- húsi og þannig mætti áfram telja. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-22 til 15. júni. „Grafískir" ó þriðjudag Rangt var sagt í blaöinu i gær um fund i Grafiska sveinafélag- inu, þar sem samningar og verk- fallsheimild verða efst á blaði. Fundurinn verður ekki fyrr en á þriðjudag, klukkan hálf sex.-HH opnar vefnaðarverzlunin Sigrún. Innan nokkurra vikna opnar sölu- turn, efnalaug og sennilegast sportvöruverzlun. Mikið var um að vera I Hólagarði i gær, þegar VIsis- menn voru þar á ferð. Um 25 manns voru á haröahlaupum að koma öllu fyrir á sinn stað, verðmerkja, setja upp spjöld og smiðirnir voru að leggja síðustu hönd á verk sitt. „Það hefur stundum verið sagt að við kaup- menn séum svo miklir einstakl- ingshyggjumenn. Það er mesti misskilningur, þvi að þeir hafa Þau hafa vakaðfram á nætur þessi, tilaö KjörbúðHólagarðs gæti opnað i dag. Valdemar Valdemarsson byggingameistari, Sigurður Gunnarsson, veröandi verzlunarstjóri, Gunnar Snorrason kaupmaður og kona hans, Jóna Valdemarsdóttir. komið hér og lánað mér alls kon- ar vörur, sem mig vanhagaði um, og einn lánaði mér færibanda- borðin, þvi að okkar voru ekki komin til landsins,” sagði Gunn- ar. Kostnaður við byggingu svona húss? „Ætli hann sé ekki nálægt 40 milljónum.” -EVI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.