Vísir - 07.06.1975, Blaðsíða 15

Vísir - 07.06.1975, Blaðsíða 15
Vlsir. Laugardagur 7. júni 1975 15 — segir Vala Jónsdóttir, fulltrúi okkar i La Maja-keppninni á Spáni ,,Mér fannst eins og við værum dýrlingar, sem fólkið þyrði ekki að nálgast.” Þetta var lýsing Völu Jónsdóttur, fulltrúa ísiands (Visis) á Maja hátiðahöldun- um. Keppni fór fram i borginni Zaragoza norðan við Madrid. HUn lét vel af móttökum, en bætti við að stundum hefði skipulagningin næstum leitt til ringulreiðar. Stúlkurnar æfðu á hverjum degi fas og alla framkomu i salnum þar sem keppnin átti að fara fram. Þær ferðuðust einnig talsvert um nágrennið. Er Vala var innt nánar eftir þátttakendum, lét hún vel af þeim öllum. Stúlkurnar hefðu almennt verið vel fjáðar og flestar unnið við fyrirsætustörf i heimalandi sinu. Spænska var aðglmálið þarna og var Vala sett'sem túlkur yfir Norðurlandahópinn og Stóra- Bretland fékk að fljóta með. Hún gat um miklar forkeppnir sem færu fram áður en þátttak- endur væru valdir. Það er eitt siðdegisblað i hverju landi sem velur þátttakanda. Stúlkurnar voru látnar koma fram i mismunandi klæðnaði siðasta kvöldið, fyrst i þjóðbún- ingum og var þá valinn sá fall- egasti. Það var Panama sem sigraði. Amma þátttakandans hafði saumað hann og verkið tekið 2 ár! Næst var komið fram ögn létt- klæddari i eins konar leikfimi- búningi. Loks komu allar stúlkurnar fram i rauðum sið- um kjólum sem þeim höfðu ver- ið gefnir. Hinn veglegasti höfuö- búnaður fylgdi og gekk ekki þrautalaust að koma honum fyrir. Þarna var valin sú stúlka ,,er bezt félli inn i anda keppninn- ar”. Rúmönsk stúlka sigraði en hún talaði hvorki ensku né spænsku. Vala gat þess að hún hefði dansað og sungið eitt kvöldið fyrir þær til að tjá sig á einhvern máta. Þá voru valdar bezta ljósmyndafyrirsætan og 5 fegurstu stúlkurnar. Það var Venesúela fulltrúinn sem varð númer eitt. Vala sagði að margt mætti læra af slikum ferðum en bætti við að ekki væri samt allt gull sem glóði. — BA — ÍSLANDSMET HJÁ LILJU í GAUTABORG! Lilja Guðmundsdöttir, ÍR — tslandsmethafi i 800 m hiaupi — keppti á móti I Gautaborg 1. júni og stórbætti met sitt. Hljóp hún á 2:13.3 min. — en eldra met hennar var 2:15.1 min. sett á sama velli i júli I fyrrasumar. Þetta var félagakeppni og Lilja varð langfyrst I hlaupinu — náði þessum ágæta tima keppnisiaust. Sú, sem varð i Kraftlyftingar í KR-húsinu Islandsmótiö I kraftlyftingum hefst I dag kl. 14.00 i íþróttahúsi KR — og er mikil þátttaka. Meðal keppenda eru flestir beztu lyftingamenn okkar — og margir nýliðar utan af landi. —hsim. öðru sæti, hijóp á 2:22.0 min. Liija var að vonum ánægð með hlaupið — hefði þó átt að geta náð enn betri tima með meiri hraða fyrri hringinn. Veður var gott —en þó smávegis mótvind- ur I iokin. Hiti ekki mikiii — um sex stig. A mótinu keppti Lilja einnig i 1000 m boðhlaupi —hljóp 400 m og millitimi hennar var innan viö 59 sekúndur. islandsmet Ingunnar Einarsdóttur, ÍR, er 58.0 sek. Fyrirhugað er, að Lilja taki þátt Itveimur stormótum á næstunni — hlaupi 800 metra á mikiu móti I Stokkhólmi 10. júni og siðan i Gautaborg 15. júni. Einnig mun hún hlaupa 400 m og 1500 m I keppni — og verður gaman að fylgjast með árangri hennar, þvi þessi unga, geðuga ÍR-stúlka er i mikilli sókn á hiaupabrautinni. Hún er væntanlegheimsiöarisumar. - hsim. Lilja Guðmundsdóttir. Fyrsti gras- leikurinn í Kópavogi Fyrsti leikurinn á hinum nýja, glæsilega knattspyrnuvelli i Kópavogi verður I dag. Þá leik- ur Breiðablik — Kópavogsfélag- ið — við Ungmennafélagið Vik- ing I Ólafsvik I 2. deildinni.Leik- urínn hefst kl. 16.00. VALA — fegin að vera heima eftir puöiö á Spáni. LANDSHAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS DREGIÐ í KVÖLD É Drœtti ekki frestað Afgreiðslan í Galtafelli, Laufósvegi 46, er opin í dag til kl. 23,00 Sími 17-100 GREIÐSLA SÓTT HEIM EF ÓSKAÐ ER

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.