Vísir - 07.06.1975, Blaðsíða 24

Vísir - 07.06.1975, Blaðsíða 24
„GJÖRIÐ ÞIÐ SVO VCL, — 400 ÞÚSUND KRÓNUR" — og síðan upphófust orðahnippingar út af „tóbakslausu söfnuninni" gegn Winston Ragnar, til vinstri, afhendir Svavari ávisun á sparisjóösbók niimer 75600 viö Búnaðarbankann, 400 þúsund rúm. Siöan upphófust oröa- hnippingarnar, Svavari og félögum í FRt fannst þarna um lága upphæö aö ræða miðað viö ioforöin. (Ljósmynd Vísis, Bj. Bj.) VISIR Laugardagur 7. júni 1975 POLLl STENDUR UNDIR NAFNINU — hann er dverg- hestur og ekki nema 102 sentimetrar á hœð Hann er liklega lægstur allra hesta á islandi hann Polli, tveggja vetra hestur, sem tsienzka dýrasafnið keypti nýlega frá Katanesi i V-Húnavatnssýslu fyrir 100 þúsund krónur. Polli er ekki nema 1.02 nietrar á hæð. Kristján Jósefsson, forstjóri safnsins, frétti af þessum lágvaxna hesti, dverghesti, og náði samningum viö bóndann nyrðra um að fá hann keypt- an. t vetur var hann á fóðrum i Viöinesi á Kjalarnesi, en núna veröur hann til sýnis i tslenzka dýrasafninu viö Skólavöröu- stlg. Gjafir forráðamanna „tóbakslausu söfnunarinnar” til frjálsiþróttanna voru þakkaðar i gærdag i hádeginu i tþróttamið- stöðinni. Rúmar 400 þúsund krónur höfðu safnazt til frjáls- iþróttamanna, sem hyggja á stóra hluti i sumar. Um leið voru forráðamenn söfnunar- innar gagnrýndir harkalega af FRí- mönnum fyrir að hafa gefið of góðar vonir um árangur i byrjun. Eins og menn muna, þá buðu Ragnar Tómasson lögmaður og nokkrir félagar hans Frjáls- iþróttasambandinu upp á söfn- un f jár i stað þess að sambandið ,,t;Indi Winston-pakka upp úr ruslafötum”, eins og Ragnar Tómasson orðaði það i gærdag. Svavar Markússon féhirðir FRl taldi að sambandið hefði tekið orð Ragnars og félaga of bókstaflega, þeir hefðu strax fyrstu dagana talað um að komnar væru inn um 600 þúsund krónur. Ragnar taldi hins vegar að söfnun þeirra félaga og andóf gegn sigarettuauglýsingu i dulargervi hefði mætt einstæð- um velvilja almennings. Hins vegar hefðu það verið iþrótta- mennimir sjálfir, sem hefðu komið á óvart. Þeir vildu ekki endilega verja fé sinu til FRI heldur sinna félaga i hinum ýmsu greinum. Ragnar kvaðst mótmæla orð- um Svavars harðlega og ávita stjórn FRÍ fyrir að viðhafa niðr- andi orð um þá félaga. Kvað hann þá félaga aldrei hafa lofað 1.5 milljónum eins og til stóð að safna með Winston-pökkum, þeir félagar ætluðu að stefna að þvi marki. Eins og Visir hefur áður sagt frá hefur Rolf Johansen stór- kaupmaður ákveðið að draga söfnunina að landi og mun Winston-fé þar koma til skjal- anna. Sjálfur hefur Rolf og Winston fengið mun meiri auglýsingu út á söfnunina en ella, þannig að allir aðilar hljóta að fagna. Ekki sizt Ragnar Tómasson og félagar hans, þvi Ragnar kvaðst hafa lagt til við Rolf að leggja verulega til söfnunarinnar, sem mun vera ætlunin. — JBP — Eins og sjá má er Polli ekki hár I loftinu og ekki vænlegt reiöhestsefni. Hann var aö liöka sig I portinu viö gömlu Breiöfiröingabúö I gær, en þar er dýrasafniö til húsa. HELDUR MEIRA W • • I KORFUNUM — en ekkert hamstur enn ,,Ég myndi segja að það yrði ekki fyrr en eftir helgi, sem fólk færi almennt aö hamstra vegna yfirvofandi verkfalls” sagöi matvörukaupmaður einn er Visir hafði samband við hann i gær. Yfirleitt voru kaupmenn sammála þessu og sögðu að Iitiö sem ekkert heföi borið á hamstri enn. Verzlunin væri að vísu aðeins liflegri og heidur meira I körfum hjá fólki. Við erum við öllu búnir sagði Reynir Gunnarsson er sér um dreifingu á bensíni og olíu hjá Ollufélaginu hf. Fólk sem notar gasollu birgir sig heldur meira upp en venjulega og verktakar láta fylla á hjá sér. óheimilt er að selja bensln á brúsum, eins og íyrir undanfarin verkföll, enda er háskalegust við þá sölu meðferð og geymsla kaupand- ans á brúsunum. Þess eru jafn- vel dæmi að fólk hafi geymt bensínbrúsa I kyndiklefum. Þó svo að einhverjar verzlan- ir I Reykjavík verði opnar, ef af verkföllum verður, eins og þar sem eigendur afgreiða sjálfir, er hætta á að þeir verði fljótt uppiskroppa með mjólk, kjöt og kartöflur, þar sem vörudreifing hættir að sjálfsögðu. Verzlunarmannafélag Hafn- firðinga fer ekki I verkfall fyrr en 21. júnl, svo að búðir I Hafnarfirði og Garðahreppi verða opnar. — EVI — Kappakstursœði fylgdi með American Graffiti „Það fór aö bera á þessu fyrir um þrem vikum. Þá urðum viö varir viö aö tryllitækjaeigendur úr Reykjavik væru að reyna með sér viö Hólmsárbrúna á Suðurlandsveginum neöan viö Gunnarshólma.” Þetta sagði varðstjóri I Ar- bæjarlögreglunni um þá tilhneigingu, sem virðist hafa gert vart við sig nýlega, að etja saman tveim og tveim tryllitækjum á beinum malbikuðum vegi. „Þeir voru þarna með tíma- verði og höfðu jafnframt uppi tilburði f þá átt að loka veginum fyrir öðrum vegfarendum. Þvi var kvartað yfirþessu við okkur. Við höfum slðan hindrað þá i þessum kappakstri með þvi að vera á ferð um veginn á timan- um milli klukkan tíu og eitt á kvöldin,” sagði varðstjórinn. Engu að siður hefur tryllitækjaeigendunum tekiztað etja tækjum sinum saman á þessum stað nokkrum sinnum, án þess að lögreglan hafi náð þangað i tíma. Um það vitna bezt svört hjólförin á veginum við brúna. Greinilegt er að kappakstursáráttan á að mestu ræturnar að rekja til American Graffiti, kvikmyndarinnar, sem Laugarásbíó hóf að sýna fyrir réttum þrem vikum. Myndin fjallar um unglinga I Banda- rlkjunum árið 1962, á þeim tima er hamingjan var mæld i hest- öflum og ófáum tryllitækjunum var att saman á þjóðvegunum. American Graffiti er enn sýnd við góða aðsókn og hefur nú dregið að sér um 25 þúsund áhorfendur. Þess má geta til samanburðar, að myndin „The Sting”, sem hvað vinsælust hef- ur orðið á íslandi dró að sér yfir 60 þúsund íhorfendur er hún var sýnd I Laugarásbiói I fyrra. -JB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.