Vísir - 07.06.1975, Side 10

Vísir - 07.06.1975, Side 10
 Visir. Laugardagur 7. júni 1975 TONHORNIÐ Umsjón: Örn Petersen Framhaldssagan AÐ VESTAN Á LEK) AUSTUR" #/ 2. hfluti og sögulok í bili Tjarnarbúð 31.5. og Þórskaffi 4.6 Hljómsveitin Vr. Stjórnandi Johann S. Behag. Einleikarar: Rafn Jónsson, slagverk, i „Hey Rabbie” og Sigurður Sigurðsson, strengja- hljóðfæri. Umboðsmaður: Ami. Efnisskrá: Ace, ,,How Long” Steelie Dan, „Daddy Don’t...” Ókunnur höf., „Hey Rabbie” (útsetn. Ýr). Duke Eliington, „East State Louis”. Einnig fiutti hljómsveitin nokkur önnur verk, frumsamin og eftir aðra höfunda. 1 fyrsta hluta framhaldssögu okk- ar um hljómsveit- ina Ýr frá Isafirði, sem birtist á siðasta laugar- dag, þá hörmuðum við Tónhyrningar ákaflega að geta ekki skýrt frá verkefnaskrá óg hljóð- færaslætti hljómsveit- arinnar. En þar sem við vorum forvitnir úr hófi fram, þá ákváðum við, að i dag skyldum við brjóta Ýr til mergj- ar og athuga, hvað það væri, sem hann hefur borgarbúum upp á að bjóða, sem menningar-- frömuðir Há-mennta- skólans á Isafirði hafa notið i allan vetur og jafnvel þótt lengra væri leitað (bla bla). Hljómsveitin Ýr afsannar þá reglu, aö sveitahljómsveitir þurfi endilega að vera lélegar. Reyndar er hljómsveitin ekkert geysistórt númer á Stórreykja- vlkurmælikvarða, en hún er öll- um þorra almennings ókunn, og af nýjum andlitum i tónlistar- bransanum hafa borgarbúar ekki kynnst miklu á undanförn- um árum. Svo að ég snúi mér fyrst að helstu göllunum i tónlistarflutn- ingi Ýrs, þá ber þar hæstan skort á stuölögum og slögurum, sem ganga hvað best I nið- drukkna áheyrendur, sem komnir eru hátt á þritugsaldur- inn bæði I anda og að árum. Gekk jafnvel svo langt I kvört- unum vegna efnisskrár hljóm- sveitarinnar, að ég heyröi hana kallaða framúrstefnuhljómsveit af samkomugesti niðri 1 Tjarnarbúð um daginn. Þessi skoðun er að minu mati alröng. Hljómsveit þarf ekki að vera framúrstefnuhljómsveit, þótt hún leiki ekki Heim I Búðardal eða Lady Rose á dansleikjum sinum. Annar ókostur á hljómsveit- inni, sem snart mig djúpt, var, hversu langt hún lét liða á milli verka þeirra, sem hún hafði fram að færa. Hljóðfæraleikar- arnir tóku sér yfirleitt stutt leik- hlé, en bættu þau siðan upp með þvi aö láta liða svo langt á milli tónverka, að allt stuð rauk úr samkomugestum eins og dögg fyrir borgis eða jafnvel eik. — Ef hljómsveitin bætir þessa galla og verður janframt dálitið glaölegri á svipinn við hljóð- færaslátt sinn, þá stendur hún orðið vel að vigi I þeirri sam- keppni, sem nú fer ört harðn- andi með hverri nýrri hljóm- sveit, sem stofnuð er hér á Suð- vesturlandsundirlendinu. Og þá er komið að kostum hljómsveitarinnar Ýrs. Skulu þar fyrst nefnd gæði söngvar- ans, Reynis Guðmundssonar, sem verður að teljast mjög sér- stakur og skemmtilegur söngv- ari. Aðrir hljóðfæraleikarar hljómsveitarinnar eru ekki framúrskarandi góöir, — og engan veginn jafn stórkostlegir og einhver menningarviti frá tsafirði lýsti þeim I lesendabréfi til Slagsíðu Morgunblaðsins I vetur. En samt mynda þeir samstillta og skemmtilega heild, sem gerir það að verkum, aö áheyrendur hlusta á hljómsveit- ina alla I einu, en eru ekki sífellt að hlera eftir getu hvers ein- staks hljóðfæraleikara. Tónlistin, sem Ýr flytur, hlýt- ur aö verka sem hunang I eyrum þeirra, sem unna fáguðu rokki og country-tónlist. Meöferö verkanna er nokkuð sérstæð, — hljómsveitin blandar skemmti- lega saman kópleringum og eigin útsetningum I einum og sömu verkunum, og kann þar að vera komin skýringin á þvl, hvers vegna hljómsveitin er svo skemmtileg sem raun ber vitni. Ykkur, sem viljið heyra eitt- hvað nýstárlegt og ferskt I is- lenskum popptónlistarflutningi, hvet ég til að hlusta á hljóm- sveitina Ýr. Þiö verðið ekki fyrir vonbrigðum, — eða a.m.k. varð ég það ekki. Sögulok. —At. Frétt vikunnar: Kiddi rótari, þessi þjóðfrægi, sem ber vörumerki hljómsveit- arinnar Júdasar framan á and- litinu, er tekinn að safna skeggi. Þið ættuð bara aö sjá manninn. (Fyrirgefðu, Kiddi minn.) OG ENN SEGIR AF PÉTRI... PÉTUR — þrœlhress þessa dagana. Ljósm. BP. Pétur Kristjánsson er þræl- hress þessa dagana. Hann hefur nú lokið við að smala saman mönnum I nýja hljómsveit, og eru æfingar hafnar af fullum krafti. Tónhornið ræddi stuttlega við Pétur siðastliðinn fimmtudag, og sagði hann þá, að hann reikn- aöi með því, að hljómsveitin kæmi fyrst fram föstudaginn 27. júni, eða jafnvel viku fyrr. Æfingar hljómsveitarinnar hófust fyrir nokkrum dögum, Hafa þær gengið mjög vel, og er búið að æfa 12-13 lög. Þar er ekki um að ræða neina sérstaka teg- und tónlistar, heldur sitt litið af hverju og þ.á.m. nokkur lög, sem Pétur stakk upp á að yrðu æfð i Pelican, en fengu ekki náð fyrir augum hinna. Fyrir þá, sem vita ekki enn, hverjir verða liðsmenn hljóm- sveitarinnar nýju, skal þess getið, að auk aðalgæjans, þ.e. Péturs, eru þar Ragnar Sigurðsson, áður gitarleikari með Fjólu: ólafur Sigurðsson, trommuleikari, einnig úr Fjólu: Pétur Kristjánsson pianóleikari (sbr. Guðmundur Jónsson pianóleikari) kemur úr örnum og Gunnar Hermannsson, bassaleikari, sem starfaði áður með Pétri I Svanfriði og Peli- can, en þeir félagar eiga það báðir sameiginlegt, að Pelicön- um likaði ekki við þá. I Þjóðviljanum siðastliðinn sunnudag birtist viðtal við Peli- can, og þar kemur m.a. fram sú skoðun hljómsveitarmeðlim- anna, að Pétur hafi haldið aftur af hljómsveitinni tónlistarlega séð. — Ég spurði um álit hans á þessum ummælum. „Það er enginn vafi á þvi”, sagði hann, ,,að ég var á allt annarri linu en strákarnir. Is- lenskar hljómsveitir geta ekki gert það eitt, sem þeim þykir gaman að, þær verða einnig að þóknast áheyrendum og koma til móts við kröfur þeirra, a.m.k. að einhverju leyti. At- vinnumenn i popptónlistinni verða að sætta sig við að selja sálu sina fyrir peninga og leika tónlist, sem gengur i fólkið. — Þetta vildi ég gera, en hinir ekki”. Að lokum spurði ég Pétur að þvi, hvað nýja hljómsveitin ætti að heita. — „Færð að vitaða þann 27.,” svaraði gaurinn og skellti tólinu á. — AT CHANGE TIL EMI TÓNLEIKAR klúbbur 32 sýnir lit Eins og lesendur hafa vafa- laust orðiö varir viö, hefur veriö frekar hljótt um starfsemi Klúbbs 32 hér innanlands aö undanförnu. 1 málefnasamningi klúbbsins fyrir klúbbmeðlimi, en á þessu hefur oröið allmikill misbrestur að undanförnu, — ef ég man rétt, þá hefur engin skemmtun verið haldin sfðan I mars siðastliönum. En nú er loksins farið að fær- ast llf I starfsemi klúbbsins að nýju. Siðastliðið fimmtudags- kvöld gekkst hann fyrir dansleik á Akureyri fyrir meðlimi og gesti þeirra, og nú annað kvöld, verða haldnir tónleikar i Vik- ingasal Hótels Loftleiða, þar sem fram munu koma þjóð- sagnapersónan Megas og Spil- verk þjóðanna. Vafaíaust verða þessir tón- leikar forvitnilegir fyrir marga músikelskendur. Spilverk þjóð- anna hefur talsvert verið I sviðsljósinu að undanförnu, en það vakti fyrst athygli alþjóðar, þegar það kom fram i þætti Jóns B. Gunnlaugssonar, Á lista- brautinni, fyrir skömmu. Einn- ig hafa poppskrifarar dagblað- anna hrósað bandinu upp undir hástert, svo að þarna hlýtur eitthvað merkilegt að vera á ferðinni. Um Megas þarf ekki að hafa mörg orð, þvi að flestir lands- menn þekkja hinn sérstæða tón- listarflutning hans. En þeir, sem ekki þekkja til, ættu bara að vita, hverju þeir hafa misst af. Að sögn framkvæmdastjóra Klúbbs 32 er fyrirhugað að halda fleiri skemmtanir sem þessa á Loftleiðum, ef sunnu- dagskvöldið heppnast vel. Hótelið er mjög heppilegur staður fyrir tónleika og skemmtikvöld af hljóðlátara taginu, en rafmögnuð tónlist er þar algjör bannvara vegna hótelgesta, sem eru haldnir þeirri ónáttúrulegu sérvisku að vilja skreiðastsnemma i bælið á kvöldin. En að áliti forráða- manna hótelsins ætti tónlist skemmtikrafta eins og Megasar og Spilverksins ekki að trufla neinn á svefnmunum. —AT lítil plata vœntanleg ó mónuðinum Tónhorninu bárust þær fréttir nú I vikunni frá Magnúsi Sig- mundssyni, söngvara hljóm- sveitarinnar Change, að hljóm- sveitin væri komin á plötusamn- ing hjá EMI-samsteypunni. Þarna er þó aðeins um prufu- samning að ræöa, en ef allt gengur að óskum með fyrstu plöturnar, þá eru allar horfur á áframhaldandi samstarfi. Hljómsveitin hefur nú nýlega Iokið upptöku á lltilli plötu, sem hefur að geyma tvö lög, „Ruby Bretlandsmarkað í Baby” og ,,If I”. Plata þessi verður send á Bretlands- og, merkilegt nokk — Japansmark- að, og sennilega berast okkur eintök af plötunni hingað til lands. Meðlimir Change koma hing- að heim I sumarfri nú um næsti mánaðamót og verða hér nokk- urn tima. En að þvi loknu halda þeir utan til að vinna að LP plötu fyrir EMI, en þeir eru ein- mitt að byrja á henni um þessar mundir.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.