Vísir - 07.06.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 07.06.1975, Blaðsíða 6
6 Vísir. Laugardagur 7. júnl 1975 vísm (Jtgefandi:' Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritsíjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 1X660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611. 7 linur Áskriftargjald 700 kr. á mánuöi innanlands. 1 lausasölu 40 kr.eiptakiö. Blaöaprent hf. Hér má ekki hopa Það var leitt, að Alþingi skyldi hætta að þessu sinni án þess að stokkað væri upp kerfi verðlags- eftirlits og verðlagsmála. Allir, sem málið hafa skoðað i ljósi staðreynda og án þess að hafa gefið sér niðurstöðuna fyrirfram á grundvelli misskil- inna hugsjóna, vita, að við þetta kerfi má ekki una öllu lengur. Verðlagseftirlit, eins og það er framkvæmt hér á landi, er óraunhæft og veldur neytendum iðu- lega meiri vandræðum en það leysir. Verðlags- eftirlitið er sem stofnun of illa búið til að kafa ofan i þau mál, sem gert er ráð fyrir að það fylgist með. Verðlagseftirlit með þessum hætti dregur úr samkeppni, veldur oft hærra verðlagi á vörum, þegar það borgar sig ekki fyrir kaupmenn að gera hagstæð innkaup, álagning þeirra er reiknuð sem prósentur af innkaups- verði. Þvi hærra sem innkaupsverðið er, þvi hærri verður álagningin. Nokkrir kaupmenn hafa stritað við að bjóða vörur á lægra verði en aðrir, en allir vita, að verðlagslöggjöfin á drjúgan þátt i að hindra þróun verzlunar i það horf, sem viðast er i grannrlkjum okkar. Það á að vera hagur kaupmanna að ná sem hagkvæmustum innkaup- um. Samkeppni á að vera frjáls þeirra á milli. Verzlunin á að vera barátta um hylli neytenda. Verðlagslöggjöfin hér á landi veldur óráðsiu i verzlunarrekstri. Hún heldur lifi i fyrirtækjum, sem ekki ættu að standast við eðlilegar aðstæður en hindrar framsókn þeirra vel reknu. Þetta kerfi er okkur dýrt. Grundvöllur þess, að verzlun á íslandi verði i samræmi við aðstæður og kröfur okkar tima, get- ur enginn annar verið en frjáls verzlun, i viðskiptum við önnur lönd og innanlands. Kerfið hefur leitt til hringamyndunar á nokkr- um mikilvægum sviðum og skapað hálfgerða einokunarhringa á öðrum sviðum. Þessu verður að sjálfsögðu ekki breytt með einu pennastriki. En þá kröfu verður að gera til stjórnvalda, að þau geri gangskör að þvi að hrinda i framkvæmd boðaðri stefnu. Áður en kemur til gerbreytingar á verðlagseftirlitinu, þarf að setja lög gegn hringamyndun. Jafnframt þarf að efla neytendasamtökin og gera þau fær um að verða raunverulegur fulltrúi neytenda til að fylgjast með verðlaginu I landinu. Það mun taka langan tima, að neytendur almennt læri að veita nægilegt aðhald i þessum efnum. Með þessu er ekki verið að kasta rýrð á allan þorra verzlunarfyrirtækja, sem heiðarlega er að staðið og rekin jafnvel og unnt er við gildandi að- stæður. Það skal einnig viðurkennt að verulegar úr- bætur eru örðugar, meðan stritt er við slika verðbólgu sem hér rikir enn. En þetta dregur ekki úr nauðsyn þess, að hafizt sé handa. Stjórnvöld mega ekki láta timabundna efnahagsörðugleika hrekja sig til undanhalds i þvi meginmáli að varðveita þá frjálsu verzlun, sem fyrir hendi er, og auka hana sem skjótast á þeim sviðum, þar sem við erum enn á eftir okkar tlma. -HH Merkisdagurinn dagurinn f dag í dag er laugardagurinn 7. júní á þvi herrans ári 1975. Þetta er 158. dagur ársins og það eru 207 dagar eftir. Hefur þú gert þér grein fyrir hversu merkilegur einn dagur er? Að öllum likindum er þetta ósköp venjulegur dagur fyrir þig. Ef þú átt frí í vinnunni liggurðu í sólbaði ef veður leyfir. I kvöld ferðu svo í bíó, á Sögu eða situr heima og horfir á „Það eru komnir gestir" í sjónvarpinu og svo myndina „Uppáhaldsnemandinn". Suummmsé, ósköp venjulegur dag- ur. En hann er nú samt stórmerkileg- ur, því það er svo margt sem gerist, þótt það hendi kannski ekki þig. Um gervallan heiminn er eitthvað að ger- ast og margt af því er merkilegt. Fólk deyr, fólk fæðist. Það gleðst eða syrg- ir. Þetta er semsé merkilegur dagur. Því til stuðnings getum við t.d. frætt þig á að söngvarinn Tom Jones á 35 ára afmæli í dag. Játaðu bara að þú vissir það ekki. Fyrir Tom Jones er þetta allavega nokkuð merkilegur dagur. Skilurðu nú? Við skulum þá að gamni kíkja á hvað hefur gerzt þann 7. júní hingað til. Við getum auðvitað ekki tekið hvern einasta 7. júní frá því tímatal hófst. En við getum stiklað á stóru og tekið nokkra merkisatburði, allt aftur til ársins 1494. Og þá byrjum við. Hinn sjöunda júní gerðist þetta: 1974: Henry Kissinger skýrir frá því að Bandaríkin hafi gert langtíma samning um aðstoð við (srael í staðinn fyrir samning á ársgrundvelli eins og hingað til. 1973: Willy Brandt heimsækir israel og fordæmir það sem hann kallar hræðilegar ofsóknir nazista á hendur Gyðingum. 1972: Bandarískar sprengjuflugvélar gera árásir á járnbrautarlestir f Norður-Víetnam, örskammt frá kínversku landamærunum. 1970: Harðir bardagar geisa milli palestínskra skæruliða og hermanna Husseins konungs í Jórdaníu. Kjósendur i Sviss hafna tillögu um að vísa hérumbil milljónarþriðjungi út- lendinga úr landi. 1968: Hæstiréttur í Bandaríkjunum leggur fram formlega ákæru á hendur Sirhan Sirhan fyrir morðið á Robert Kennedy. 1967: israelskar hersveitir (í sex daga stríðinu) eru búnar að hertaka Sinai- skaga og komnar að Súezskurði. 1963: Sameinuðu þjóðirnar tilkynna að loksins sé hægt að senda friðargæzlu- sveitir til Yemen. 1962: Nikita Krúsjeff ráðleggur ítalskri sendinefnd í Moskvu að segja landið úr Efnahagsbandalagi Evrópu og auka þess í stað verzlun við Sovétríkin. 1961: ítalía og Sovétríkin undirrita mikinn verzlunarsamning. 1953: Kristilegir demókratar og bandamenn þeirra vinna þingsæti f rá sósíalistum og kommúnistum á ítalíu. 1942: Orrustunni við Midway lýkur með stórsigri bandaríska flotans yfir þeim japanska. 1940: Skipulögð hernaðarandstaða gegn innrásarliði Þjóðverja í Noregi er úr sögunni. Neðanjarðarhreyf ingin tekur til starfa. 1935: (haldsmaðurinn Stanley Baldwin myndar ríkisstjórn í Bretlandi. 1926: Frjálslynd stjórn tekur við af sósíalistum í Svíþjóð. 1921: Bandaríkin neita að viðurkenna Mexíkó fyrr en alþjóðlegum skilyrð- um hefur verið mætt. Fyrsta þing Norður-írlands er sett. Rúmenía og Júgóslavía mynda bandalag. 1905: Norska stórþingið ákveður að- skilnað frá Svíþjóð. 1904: (slandsbanki opnaður. 1866: Prússneskar hersveitir marséra inn í Hoistein. 1862: Bandaríkin og Bretland undir- rita samning um afnám þrælasölu. 1840: Friðrik William þriðji Prússa- keisari deyr og Friðrik William f jórði tekur við völdum. 1672: Hollendingar sigra sameinaða flota Breta og Frakka í Southwood flóa. 1654: Loðvík f jórtándi Frakkakonung- ur krýndur í Reims. 1557: England segir Spáni stríð á hendur sem bandamanni Frakka og Skotar gera innrás í England. 1546: England semur frið við Skota og Frakka. 1494: Spánn og Portúgal gera með sér samkomulag um að skipta nýja heiminum á milli sín. Nú, lengra förum við ekki í bili. Og við skulum gera orð Napóleons að orð- um dagsins í dag: „Ómögulegt" er orð sem aðeins er til í orðabók fífla. töj b ?/ MD1 'vHM Umsjón: Óli Tynes

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.