Vísir - 07.06.1975, Blaðsíða 20

Vísir - 07.06.1975, Blaðsíða 20
20 Visir. Laugardagur 7. júni 1975 | í DAG | í KVÖLOr í DAG | í KVÖLD | í DAG | Faöirinn, Patrick Glover, er leikinn af nafna sínum Patrick Cargill. Sjónvarp kl. 20,30 í kvöld: Elsku pabbi alltaf í vandrœðum: Kaupir sprengju í stað verðlauna- bikars Elsku pabbi er I kiipu eins og venjulega. Það á að bjóða upp muni, sem gamla her- deildin hans hafði haft undir höndum, þvi leggja á deildina niður. Ætlar pabbinn að kaupa verðlaunabikar, sem deildin hafði unnið. i stað þess kaupir hann fulltaf gömiu drasii fyrir of fjár. Meðal annars er í draslinu sprengja. Gengur grínið út á það, hvað eigi að gera við sprengjuna. Sjónvarpsáhorfendur mega búast við að sjá elsku pabba áfram á laugardögum, þangað til sjónvarpið fer I sumarfri. HE. Uppáhaldsnemandinn og kennslukonan r — Urvalsleikarar í aðalhlutverkum boðið að halda fyrirlestur I kvöidskóla i blaðamennsku. Hann hafnar boðinu, þvi hann trúir, því, að fólk læri mest af reynslunni Hann fer þó á staöinn, undir fölsku nafni. Þykist hann vera nýr nemandi á námskeiðinu. Kennarinn, sem reynist vera ung og fönguleg kona, leikin af Doris Day vill óðfús tryggja honum sem mest- an starfsframa. Þrautreyndum blaðamanni, leiknum af Clark Gable, er SJÓNVARP • Laugardagur 7. júni 18.00 íþróttir Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.30 Elsku pabbi Breskur gamanmyndaflokkur. Hættuástand.Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 20.55 Það eru komnir gestir. Trausti Ólafsson ræðir við listakonurnar Guðnýju Guð- mundsdóttur, konsert- meistara, Þórunni Magneu Magnúsdóttir, leikkonu, og Auði Bjarnadóttur, ballett- dansara. 21.35 Uppáhaldsnemandinn (The Teacher’s Pet) Leikstjóri Gecrge Seaton. Aðalhlutverk Clark Gable, Doris Day og Gig Young. Þýðandi Jón O. Edwald. Þrautreyndur og háttsettur blaðamaður fær skipun frá húsbónda sinum um að taka þátt i kvöldnámskeiði fyrir blaðamenn. Hann tekur þetta sem freklega móðgun, en fer þó á námskeiðið undir fölsku nafni. Hann reynist að vonum vera úrvals nemandi, og kennarinn, sem er ung og fönguleg kona, vill óðfús tryggja honum sem mestan starfs- frama. 23.35 Dagskráriok vw „Feginn að þetta er búið, býst ekki við að verða með skemmtiþátt nœsta Hermina og Jónas við upptöku á uglunni. Mynd Bragi. ,,Við reyndum að gera öilum aldurshópum til hæfis,” sagði Jónas R. Jónsson, stjórnandi vetur", - skemmtiþáttarins Ugla' sat á kvisti. ,,En liklega hefur spurnin ga þátturinn sjálfur höfðað mest tii eidra fólks, en skemmtiatriðin til yngri áhorf- enda”. ,,Ég samdi ekki spurningarn- ar. Það gerði stelpa sem stund- ar nám I islenzku við Háskólann segir Uglu-Jónas og vill haida nafni sinu leyndu. .Yfirleitt voru áhorfendurnir i sjónvarpssalnum fengnir i gegnum starfsmannafélög. Sendu þau okkur bréf og létu i Ijós, að þau vildu vera við upp- töku. Ég hafði persónulega mest gaman af siðasta þættinum, þegar þeir stigahæstu, Arnþór Sigurðsson og Heiðar Þór Bragason leiddu saman hesta slna,” sagði Jónas. ,,Ég hafði áhuga á að breyta þættinum um áramót, en vegna ýmissa ástæðna varð ekkert af þvi. Mérfannstmjög gott að vinna með samstarfsfólki minu, allir voru svo samtaka”. Þegar Visir spurði hvort hann yrði með skemmtiþátt næsta vetur sagði Jónas: ,,Ég held ég vilji ekki koma meira fram I sjónvarpi Ibráð. Þetta er þreyt- andi til lengdar. En verið gæti, að ég stæði bak við einhvern slikan þátt.” HE. — Mikið eruð þið vitlausir! — Getið þið ekki séð að ég hef lögin min megin Myndin er af aðalieikurunum, þeim Doris Day, Clark Gable og Gig Young, sem leikur vin kennslukonunnar og aðalkeppinaut uppá- halds ne.nandans I ástarmálunum. Trausti óiafsson ræðir viö Guðnýju Guömundsdóttur konsertmeist- ara. „Það eru komnir gestir" í kvöld: Trausti rœðir við þrjór ungar listakonur Enn fær Trausti ólafsson blaðamaður til sin gesti sina i kvöid. Það er I þættinum „Það eru komnir gestir”. Gestir Trausta I kvöld verða þrjár ungar konur sem getið hafa sér gott orð á listasviðinu að undan- förnu. Þetta eru Guðný Guð- mundsdóttir konsertmeistari, Þórunn Magnea Magnúsdóttir leikkona og Auöur Bjarnadóttir listdansari. — JB. Auöur Bjarnadóttir ballettdans- ari vakti mikla eftirtekt fyrir dans sinn i „Coppelíu”. Úr leikritinu „Sjö stelpur”. Þór- unn Magnea Magnúsdóttir (til hægri) iék þar hlutverk einnar stelpunnar. Guðný Guðmundsdóttir kon- sertmeistari á æfingu með Sinfóniunni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.