Vísir - 07.06.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 07.06.1975, Blaðsíða 8
8 Visir. 'Laugardagur 7. júni 1975 KIRKIAN O dr ÞIÓDIN Umsjón: Gísli Brynjólfsson I Inn af Norðfjarðarsveit á Austurlandi ganga 3 afdalir. Nyrztur þeirra er Fannardalur. í honum er samnefndur bær, sem hélzt i byggð fram á miðjan tí. áratug þessarar aldar. Enda þótt ábúendur Fannar- dals eigr sina sögu, er bærinn samt ekki nafnkunnur fyrir neinn þeirra. En það, sem gert hefur Fannardal frægan, a.m.k. i hugum allra þeirra, sem láta sér annt um forna gripi, er KROSSIN N í F ANNARDAL enda þótt ekki sé vitað, að þar hafi nokkru sinni verið bænhús, hvað þá heldur kirkja eða hálf- kirkja. Um kross þennan hefur Bjarni þjóðskjalavörður Vil- hjálmsson ritað ýtarlega og á- gæta grein i siðustu árbók Forn- leifafélagsins. Er efni hennar rakið i þessari Kirkjusiðu Visis og þó m jög stuttlega eins og gef- ur að skilja, þar sem ritgerð þjóðskjalavarðar er 60 bls. að lengd. Fannardalskrossinn er róðu- kross, þ.e. krossmark með likn- eski af Kristi. Sjálfur er kross- inn 56 cm á hæð og 41,5 cm á breidd. Bendir gerð hanstil þess aðe.t.v. hafi honum upphaflega verið ætlað að standa á altari. Sjálfri Kristsmyndinni er lýst þannig: Frelsarinn er með all- sitt hár, sem leggst niður með báðum vöngum. Um höfuðið er sveigur, eflaust þyrnikórónan. Skegg er á vöngum og höku, bæði hár og skegg er allhrokkið. Brjóstið er hvelft, geirvörtur greinilegar, neðan rifja er lik- aminn mjög innskorinn, kviður- inn eins og strengdur. Kringum mittið er mjó skora og ofan við hana smádæld, sem eflaust á að tákna sfðusár lausnarans. Hin ágæta mynd Björns Björnssonar ljósmyndara á Norðfirði, sem birt er i árbók- inni og fylgir þessum orðum, lýsir Kristsmyndinni einkar vel. Um myndina fer greinarhöf- undur (B.V) þessum orðum: „Greinilegt er, að listamaður- inn hefur viljað sýna Krist lif- andi og stæltan á krossinum. Við krossinn nemur ekki annað af likamanum en höfuð, herðar og svo vinstri fótur. Kristsmyndin á Fannardals- krossi er mjög svo stilfærð mynd mannlegs likama. Ekki er hirt um nákvæma eftirlikingu vöðvabyggingar og vaxtar- eða limalags, sem erlendir atvinnu- skurðmeistarar hafa löngum tlðkað á verkstæðum slnum. Þó að myndin sé skorin fáum og fremur einföldum dráttum er hún engan veginn óhönduglega eða viðvaningslega gerð. Hrokkið hár og skegg og hag- lega gerðar fellingar lenda- klæðisins gæða hana miklu lifi. Einmitt með þvi að stilla i hóf útmálun mannlegrar þjáningar frelsarans á krossi hefur lista- manninum tekist það, sem hann hefur ætlað sér, en það er það að sérhver sá, sem stendur frammi fyrir Kristsmyndinni, fyllist lotningu, enda hefur vafalaust margur vegfarandi i Fannardal á liðnurn öldum gert bæn sina frammi fyrir henni, hvort sem hann kom vegmóður af fjalli yfir Fönn eða átti þá leið fyrir höndum. Nú er ekki að ófyrirsynju þó að einhverjum detti i hug, að þessi kross hafi staðið úti á vlðavangi eins og krossinn margumtalaði i Njarðvikur- skriðum. Ekkert er þó sem bendir til þess, að hann hafi ver- iö á berangri og um hann hafi gnauðað regn og vindur. Það verður þvi að hafa fyrir satt að hann hafi alltaf verið i húsum inni. Um aldur krossins telur höf- undur erfitt að segja, en leyfir sér að setja hann á 13.—15. öld, þó frekar fyrr en síðar á þvi timabili. Um uppruna Fannardals- krossins er þessi þjóðsaga skráð af dr. Birni Bjarnasyni frá Við- firði: ,,A bænum Fannardal í Norð- firði austur er kross einn sem mörgum áratugum saman hefir hangið þar uppi i baðstofunni, húsbændur og heimilisfólk á bænum hafa látið sér mjög annt Krossinn I Fannardal Krossinn Fannardalur um að hann skemmdist eigi og jafnvel trúað þvi að hann væri heilagur og hli'fiskjöldur Fann- ardals. Kross þessi er þannig til kominn: 1 fyrri daga áttu tvær trölikonur heima i dalnum, höfðu þær aðsetur sin i hvoru fjalli beggja megin dalsins. Eitt sinn töluðust þær við yfir dalinn hvort eigi væri ráðlegt að spyma saman fjöllunum, en meðan þær ræða þetta verður þeirri, sem var syðra megin dalsins, litið út til fjarðarins, sér hún þá hvar kross hafði borið að landi, verður hvumsa við og segir: „Fiskur er rekinn i fjarð- arbotn, ekki munum við systur spyrnast i iljar i kveld”. Þar sem krosstréð bar að landi heitir nú sfðan Krossfjar Var það flutt heim að Fannard og varðveitt þar allt fram þennan dag, þar eð sú er ti manna að undir eins og krossir glatist spyrni tröllkonurnr saman fjöllunum. Það var fyrrum, og er jafnv enn I dag, að menn voru van að gefa krossinum föt og klædc hann þeim, ennfremur gái menn honum ýmsa aðra mur Það var einnig trú manna, að gestir þeir, er komu að Fanna dal, gæfu krossinum ekkert J fengju þeir óveður á ferð sinr Þess vegna færðu margir, sem bæinn komu, hinum heila^ krossi einhverjar gjafir. Bjarni Vilhjálmsson þjóðskjala vörður. Fannardal Síðan rekur B.V. aðrar sagnir um krossinn, tilkomu hans og tilveru i Fannardal. Er þar allt tilgreint, sem finnanlegt mun vera um þennan forna helgi- grip. Sagnirnar bera það með sér, að all-mikil helgi og átrúnaður hafi verið á krossinum i Fann- ardal a.m.k. nokkuð frameftir slöustu öld. Eitt sinn fór maður nokkur óvirðingarorðum um krossinn og átrúnað á hann og rjálaði eitthvað við annan hand- legg likneskjunnar svo að hann brotnaði. Nákvæmlega ári sið- ar handleggsbrotnaði maöur- inn. Hvað sem hæft er i þessari sögu virðist krossinn greinilega bera það með sér, að einhvern tima hafi annar armur likneskj- unnar brotnað af. Trúin á krossinn kom ekki sist fram i þeim gjöfum, sem honum bárust. Voru það kerti og annað ljósmeti og klútar til að sveipa um hann til þess að verja hann ryki. Ekki er ótrúlegt að Skorra- staðaprestar hafi verið litt hrifnir af trú manna á krossinn, taliðhana pápiska villu. Þó eru ekki til ákveðnar heimildir um það: Svo var það vorið 1895, að uppboð var haldið á dánarbúi i Fannardal. Og þótt krossinn væri ekki „eign” þess heldur eölilegast að telja hann fylgi- grip jarðarinnar var hann samt seldur með þvi. Hæstbjóðandi varð Sveinn Sigfússon kaup- maður á Nesi I Norðfirði sem var sleginn krossinn fyrir 34 krónur, sem mætti e.t.v. teljast einar 15—20 þús. kr. með núver- andi verðgildi peninga svo að ekki er hægt að segja að kross- inn I Fannardal hafi verið dýrt seldur i þetta eina sinn, sem hann hefur verið metinn til pen- ingaverðs. Krossinn gekk i arf til Sigfús- ar Sveinssonar útgerðarmanns á Norðfirði og siðan til sonar hans, Guðmundar konsúls á Norðfirði, sem varðveitir þennan merkilega forngrip i húsi sinu. Skal svo þessum örstutta út- drætti úr hinni merku grein þjóðskjalavarðar lokið með eftirfarandi niðurstöðu hans: „Hér verður haft fyrir satt, að bænhús hafi verið i Fannardal fyrr á öldum. Róðukrossinn, sem hér hefur verið til umræðu er leifar af altarisbúnaði þess, gerður úr rekavið af skurðhög- um Austfirðingi, óvfst hvenær, en varla siðar en snemma á 14. öld.” Hafi svo þjóðskjalavörður þökk fyrir sina góðu grein.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.