Vísir - 07.06.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 07.06.1975, Blaðsíða 4
4 Vlsir. Laugardagur 7. júni 1975 FASTEIGNIR 26933 HJA OKKUR ER MIKIÐ UM EIGNASKIPTI — ER EIGN YÐAR A SKRA HJA OKK- UR? Sölumcnn Kristján Knútsson Lúðvik Halldórsson hyggist þér selja, skipta.kaupa Eigna- markaöurinn Austurstræti 6 sími 26933 K?IÍrm5Éfa'ski'‘ Strandgötu 11, Hafnarfirði. Simar 52680 — 51888. Heimasimi 52844. EICNAVAL-:;; Suðurlandsbraut 10 85740 ÍBIÍÐA- SALAN Gept Gamla Bíói sími 12180 EIGIMASALAM REYKJAVÍK ÞórðurG. Halldórsson simi 19540 og 19191 Ingólfsstræti 8 IS PERVtfeU | FLÓKAGÖTU 1 SÍMI24647 Helgi ólafsson löggiltur fasteignasali. Kvöldsími 21155. Fasteignasalan Fasteignir við allra hæfi Noröurveri Hátúni 4 a Símar 21870 og 20998. FASTEIGNIR Til sölu m,a.: Sumarbústaður og sumarbústaðalóðir. Óskum eftir: Öllum stærðum fast- eigna og fiskiskipa á söluskrá. EIGNAÞJÓNUSTAN FASTEIGNA- OG SKIPASALA NJÁLSGÖTU 23 SfMI: 2 66 50 ÞURFID ÞER HIBYLI HÍBÝLI & SKIP Garðastræti 38 Sími 26277 Gísli Ólafsson 201 78. SIMMER 24300 Nýja fasteignasalan Laugaveg 1 2 Logi Guðbrandsson hrl., Magnús Þórarinsson framkv.stjl. utan skrifstofutíma 18546 Hafnarstræti 11. Símar: 20424 — 14120 Heima. 85798 — 30008 EiCjomi&iynrí VONARSTRÆTI 12 simi 27711 Stthistjórt: Swerrir Kristinssom Fasteignasalan _Laugavegi 18a simi 17374 Mosfellssveit. Einbýlishús i smiðum 143 ferm. ásamt bilskúr. Til af- hendingar I ágúst n.k. Fasteignaþjónustan Austurstræti 17 (Silli& Valdi) simi 26600 Nýtt minkabú, þrátt fyrir erfiðleikana Þrátt fyrir þá miklu erfiðleika, sem mætt hafa minkabúskapnum fyrstu ár hans hér á landi, eftir að hann var aftur leyfður, hefur nýtt minkabú verið stofnað á Dalvik, Minkabú Þorsteins Aðalsteins- sonar. Að undanförnu hafa verið. auglýst nauðungaruppboð á a.m.k. tveim búanna, sem starfað hafa undanfarin ár. Markaðurinn fyrir minkaskinn mun þó heldur á uppleið, svo vonandi fær þessi styrkjalausa búgrein bráðlega að spjara sig eins og upphaflega var ætlunin. Ung og upprennandi vestur-islenzk leikkona Maja Árdal heitir hún, islenzkr- ar ættar að sjálfsögðu. Að undan- fömu hefur hún haft ærið að starfa á leiksviði i Kanada og Bandarikjunum, i sjónvarpi og viðar. Maja er frá Siglufirði og átti þar heima i bernsku. Hún er dóttir Páls S. Ardals, prófessors I Kingston i Ontarió og konu hans, Hörpu Ásgrimsdóttur. Maja hefur aldrei leikið á islenzku leik- sviði, en segir f viðtali við Lög- berg—Heimskringlu að ef henni byðist tækifæri til þess.murdi hún umsvifalaustgripa það. „Fólkið á tslandi elskar leiklist, hefur næmari tilfinningu og meiri áhuga fyrir henni en hér. Það fer prúðbúið i leikhúsið, leikendurog áhorfendur njóta sin vel,” segir Maja, en myndin er einmitt af henni. rpö m Stjórnaði, — og iék á bassa um leið Hann Jón K. Cortez fór létt með að stjóma kórnum á myndinni á tónleikum i kirkju óháða safnaðarins, — hann lék á bassa jafnframt þvi að stjórna stúlkna- kór Hliðaskóla, sem þarna ílutti Nóa skipstjóra, rokkkantötu eftir Bretana Flanders og Horowitz. Fjallar kantatan um syndaflóðið. Krakkarnir fluttu verkið á frum- málinu og mæltist vel á enska tungu, sagði okkur enskur starfs- maöur á Visi. Kirkjan var þétt- setin og áheyrendur ánægðir mjög með flutning allan og þessa nýbreytni i skólalifinu. Hringvegurinn er ekki alltaf aðalbraut Llklega verða margir undrandi á því, en staðreynd mun það engu að siöur, að hringvegurinn marg- rómaði er ekki alls stáðar aðal- braut A aðalfundi öruggs aksturs nýlega var samþykkt að óska eft- ir að hringvegurinn allur nyti aöalbrautarréttinda. Á fundinum kom m.a. fram að sala á endur- skinsmerkjum gengur sifellt bet- ur, á sl. hausti komst salan upp i 50 þúsund merki, og var Umferðarráði þakkað öflugt starf aö þessu máli. Nýjar gerðir um- ferðarmerkja hafa skotið upp kollinum við þjóðvegi landsins og i 'bæjum. Umferðaröryggisnefnd aðalfundarins taldi að gera þyrfti grein fyrir þessum merkjum, sem fæstir vita vist hvað þýða. Strætó fann rétta ráðið ,,Nú er ljóst að farþegum með SVR hefur fjölgað nokkuð,” segir i frétt frá Strætisvögnunum. Þeirri þróun, að farþegum fækk- aði stöðugt, virðist sem sé hafa verið snúið við. „Nákvæmar tölur eru ekki fyrir hendi, en talan hef- ur eitthvað hækkað,” segir Eirik- ur Ásgeirsson forstjóri SVR, sem er framsýnn og úrræðagóður for- stjóri, þvi nú hefur hann tekið upp á að ráða konur til bilstjóra- starfa. Að sjálfsögðu á slik upp- finning eftir að draga marga að strætó frá einkabilismanum. Rétt er að benda farþegum á að frá 1. júnl gildir sérstök sumaráætlun, sem fæst hjá bilstjórunum, snert- ir þetta einkum breyttan akstur á kvöldin og á laugardagsmorgn- um. Kratar boða byltingu Flokkar utan rikisstjórna þykja oft verða nokkuð byltingarsinnaö- ir. Alþýðuflokksfélag Reykjavik- ur ályktaði nýlega á fundi: „Um það alvarlega ástand, sem skap- azt hefur vegna stöðvunar togaraflotans (yfir 500 tonn) vill fundurinn benda á, að hinir raun- verulegu eigendur togaranna eru ekki útgerðarmenn þeirra, heldur sjóðir hins opinbera. Er þvi rétt að gera útgerðarmönnum ljóst, að verði ekki samið nú þegar, verði rekstur skipanna tryggður i samvinnu við áhafnir þeirra. Ber rikisstjórn að gera nú þegar ráð- stafanir til þess.” Þá hafa menn þaö. Þingað um æskulýðs- mál á Norðurlandi Það á að efla og sameina æsku- lýösstarfið á Norðurlandi. Það er tilgangurinn með ráðstefnu sem fjóröungssambandið og æsku- lýðssamtök á Norðurlandi efna til á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu 21. og 22. júni nk. Unnið hefur ver- iö aö ítarlegri könnun á starfsemi ungs fólks i landsfjórðungnum og verða niðurstöður lagðar fram á ráöstefnunni. Kór Söngskólans i Reykjavik til Blönduóss Kór Söngskólans i Reykjavik lagöi af stað i morgun til Blöndu- óss, þar sem á að halda tónleika. Efnisskráin verður fjölbreytt, en hæst ber söngleikinn „Trial by jury”, eða „Mál fyrir dómi” eftir Bretana Gilbert og Sullivan, en á þessu ári eru 100 ár siöan söng- leikurinn var frumfluttur. Að vfsu veröur ekkert leikið, en áheyr- endur ættu samt að hafa gaman af. Einsöngvarar eru þau Ólöf Harðardóttir, Guðmundur Jóns- son, Hákon Oddgeirsson, Kristinn Hallsson og Rúnar Einarsson. Undirleik annast Krystyna Cortes og strengjakvartett Tónlistar- skólans i Reykjavik, en i honum eru Laufey Sigurðardóttir, Júli- ana Kjartansdóttir, Helga Þórarinsdóttir og Lovisa Fjeld- sted. Krystyna Cortes leikur einnig tvo valsa fyrir pianó eftir Chopin, og kvartettinn leikur „Ameriska kvartettinn” eftir Dvorak, op. 96. Stjórnandinn, Garðar Cortes, skólastjóri Söng- skólans, syngur Islenzk og ensk lög við undirleik Krystynu Cortes. Tónleikarnir hefjast kl. 16 i félagsheimilinu á Blönduósi. Myndin sýnir kór Söngskólans á æfingu.Ljósm. jkc.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.