Vísir - 07.06.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 07.06.1975, Blaðsíða 7
Vísir. Laugardagur 7. júni 1975 7 cTMenningarmál Það er kannski ekki von að margur fáist tii að skeyta mikið um vandamál islenskrar bókaútgáfu i miðjum kliðum ólinnandi efna- hagsvanda, óleystum erfiðleikum allra ann- arra atvinnugreina og verkföll og vinnudeilur óleysandi að sjá fram- undan. Að þvi leyti voru bókaútgefendur svolitið seinheppnir þegar þeir héldu bóka- þing sitt um miðjan mai og báru þar fram rök og kröfur sinnar stéttar um réttan hlut. En nokkur helstu atriðin i ályktun Utgefenda á þingi sinu voru tilmæli um niðurfellingu söluskatts af bókum, viðlika lánafyrirgreiðslu handa bókaút- gáfunni og aðrar iðngreinar njóta, annaðhvort verði Ut- gefendum beinlinis greitt fyrir afnot Utgáfubóka þeirra á bóka- söfnunum eða til komi skyldu- kaup á bókum islenskra höf- unda handa söfnunum, og að lokum tilmæli um fullnægjandi fjárveitingu til að láta gera könnun á stöðu islenskrar bóka- Utgáfu. Um stöðu Utgáfunnar fjallaði raunar aðalræðan á þinginu, ýtarlegt erindi sem Baldvin Tryggvason flutti um „vanda islenskrar bókaUtgáfu”. Þar var dregin heldur en ekki dökk mynd af ástandi og horfum i Ut- gáfumálum — svo er komið, segir Baldvin undir lok erindis- ins, að verði ekki brugðist skjótt við að bæta úr nokkrum brýn- ustu vandamálum Utgáfustarf- seminnar sé sjálfstæð menningarleg bókaUtgáfa að liðaundirlokhérá landi. Oghér er reyndar ekki miklu meira sagt en Utgefendur hafa oft gefið til kynna á undanförnum árum, þótt kannski sé ögn skýrar kveðið að orðunum. Útgáfa á hausnum 1 stystu máli felst sá vandi er Baldvin Tryggvason lýsir i þvi að þótt bókaútgáfan hafi að magni til staðið I stað mörg undanfarin ár hafi bóksala farið siminnkandi. Fyrir tveimur eða þremur áratugum hafi „meðal- upplag bóka” verið um það bil 2000 eintök, fyrir nokkrum árum svo sem 1400 eintök, en sé nú varla meira en 1200 eintök. Og á sama tima hafi „meðalsala bóka” á fyrsta ári sömuleiðis fariö stórlega minnkandi og sé nU svo sem 800 eintök. Astæðan fyrir þessari þróun er I fyrsta lagi, að sögn Baldvins, siaukinn tilkostnaður útgáfunnar og þar með hækkandi bókaverð sem þrefaldast hefur á þremur árum 1971-74. Enda telur Baldvin Tryggvason að bókaútgáfan hafi á siðastliðnu ári verið rekin með miklu tapi — svo að nemi tugum milljóna. A sama tima taki rikið i sinn hlut álitlegan skerf hins háa bókaverðs með söluskattinum sem nú er orðinn 20%, veiti bókaútgáfunni enga fyrirgreiðslu meðan dagblöð njóti margvislegra friðinda og raunar beinna opinberra fjár- styrkja, keppi beinlínis við bókaUtgefendur um lesendurna með endurgjaldslausum útlán- um bókasafnanna, og taki sér einokun á Utgáfu kennslubóka fyrir skyldunámsstigið, viðráðanlegu og liklega arðvæn- ER BOKA- ÚTGÁFAN KOMIN Á VONARVOL? FYRSTA GREIN EFTIR ÓLAF JÓNSSON legu viöfangsefni, sem Ut- gefendur mætavel gætu annast. Það væri án efa fjarska æski- legt að gerö yrði slik könnun og Uttekt á stöðu Islenskrar bóka- Utgáfu sem útgefendur fara fram á i ályktun sinni. En svo vel væri þyrfti hún að ná lengra en meta aðeins rekstrarvanda- mál bókaUtgefenda um þessar mundir, svo brýn sem þau án efa eru. Vert væri að freista þess að meta „stöðu bókarinnar I samfélaginu”, margvislega noktun og not sem menn hafa af bókum, hlutverk og gildi bók- mennta- og Utgáfustarfseminn- ar eins og hUn er af hendi leyst. Og sé bókaUtgáfan, og þar með bókmenntirnar, svo illa á vegi stödd s.em Baldvin Tryggvason lýsir, þá er það vissulega fróðlegt menningar- sögulegt viöfangsefni aö rannsaka hvernig og hvers vegna svo hefur farið. Eða hefur kannski Utgáfa islenskra skáld- mennta, allténd i frumútgáfu, alltaf verið á vonarvöl? En sú grein Utgáfustarfseminnar sem Baldvin telur langverst setta er einmitt Utgáfa „fagurra bók- mennta” af öllu tagi, frumsam- inna og þýddra skáldrita og fræðirita með bókmenntalegu gildi. Tölur um bækur Sannleikurinn er sá að um sögu og þróun bókaútgáfu, Ut- breiöslu og afnot bóka fyrr og siðar, er fjarska litil bein vitneskja tiltæk. Aö visu eru heimildir um útgáfuna frá ári til árs, árlegan ritauka Lands- bókasafns og skrár um hann I árbók safnsins. A þeim heimild- um er byggt yfirlit Ólafs Hjart- ar yfir islenska bókaútgáfu 1887- 1966 sem birtist í Arbók Lands- bókasafns 1967, og oft er vitnað til. Þar má lesa sér margan fróð- leik um Islenska bókaUtgáfu I 80 ár, bæöi útgáfuna i heild og einstakar bókagreinar, og ber auövitað að gá að þvi að hér er um heildaryfirlit að ræða og tal- in rit allt niður að einni örk að stærð. En svo dæmi sé tekið af innlendum skáldmenntum, frumortum ljóðum, skáldsögum og öörum frumsömdum skáld- ritum, má t.a.m. sjá að f þeim flokk komu út 3 bækur árið 1887, 6. árið 1897, en 13 árið 1907. Arið 1915 voru frumsamin skáldrit alls 18, en 31 árið 1925, 39 áriö 1935, og árið 1945 voru þau orðin 60 talsins. Ariö 1887 komu alls út 32 bæk- ur samkvæmt skránni, 1925 var útgáfan alls 152 bindi, 1945 var hún 541 bindi, en 533 bindi árið 1966, siðasta árið sem skráin tekur til. En frumsamin skáldrit nema alls um það bil 12% af allri bókaútgáfunni, þessi áttatiu ár, og er það ivið minna en hlutfa 11 erlendra skáldrita I Islenskri þýðingu. Þessar tölur eru gripnar upp af handahófi, en sýna þó að ég hygg nokkurn veginn rétta mynd af þróun útgáfunnar i heild og hlut innlendra skáld- mennta i útgáfunni. Bókaútgáf- an vex jafnt og þétt fram á striðsár, en þá verður á nokkrum árum gifurleg aukning útgáfunnar: 322 bindi koma út árið 1939, en 604 bindi árið 1946, og hefur ekki orðið meiri þann tima sem skráin tekur til. Eftir strið er bókaútgáfa með köflum verulega minni en nemur þó oft- ast 500-600 bindum á ári. Af skýrslum sem birtar eru I Hag- tiðindum má ráða að á siðustu árum, eftir aö þessari skrá sleppir, sé hún enn i svipuðu horfi. Vitanlega er áramunur i út- gáfu einstakra bókagreina — árið 1906 koma t.a.m. út 22 ljóðabækur og 21 árið 1909, en flestar ljóðabækur á einu ári komu út 1946: 40 bindi. Meiri regla er á útgáfu annarra „frumsaminna skáldrita”, sem talin eru sér i flokk, flest af þvi skáldsögur, en flestar bækur i þeim flokk komu út 1955: 39 bindi. Mest verður skáldskapar- útgáfan i heild árið 1949: 74 bindi alls. En annars hefur skáldskaparútgáfan verið I svipuðu horfi alla tið eftir striðslok, oftast þetta 50-60 bindi á ári. Skrýtnar eru tölurnar um út- gáfu „þýddra skáldrita” sem áreiðanlega eru öll að kalla skáldsögur. Þessi flokkur hefur oftast haldið I horfinu við útgáfu frumsamins skáldskapar, eða rétt rúmlega það. En fjögur ár i röð, 1945-48, koma út yfir 100 bindi I þessum flokk. Skrýtin þróun Nú er sjálfsagt réttast að draga varlega ályktanir af þessúm talnarunum. Samt finnst mér að i heild veiti þær ansi skýra þróunarmynd: um hægfara vöxt bókaútgáfunnar uns hún ris i skyndilegt hámark um og eftir striðsárin. Eftir það staðnæmist útgáfan og gerir aldrei meir en að halda I horf- inuaö magnitil siöan. Þá ber að gá að þvi að alltaf er um heildartölur að ræða, en ætla má að endurútgáfa bóka af öll- um flokkum fari fjölgandi á þessum tima, sömuleiðis aö jafnt og þétt vaxi hlutdeild ýmiskonar „nytjaprents” I allri útgáfunni. Frumútgáfa bóka, bæði innlendra og þýddra, fyrir almennan markað fer þá kannski beinlinis minnkandi frá þvisem mest hefur oröið, eða er allténd verulega minni en út- gáfutölurnar gefa til kynna? Þetta er óneitanlega skrýtin þróun í bókaútgáfunni á timum vaxandi fólksfjölda, aukinnar menntunar, bættra efna. Hún verður þó enn skrýtnari ef rétt er að á sama tima hafi upplag og sala bóka jafnt og þétt minnkaö uns nú sé komiö að lágmarki starfhæfrar útgáfu- starfsemi og bókaútgáfan I landinu að þrotum komin, ef ekki beinlínis gjaldþrota. Ansi er ég hræddur um aö hækkandi bókaverð hrökkvi skammt til skýringar á slikri þróun — einkanlega þar sem verð á bók- um hefur varla hækkað meira á siðustu 3 eða 30 árum en annað verðlag i landinu. Upplög fyrr og nú Um algeng upplög og sölu is- lenskra bóka er eiginlega ekkert vitað með vissu, engar heimild- ir aðgengilegar um það efni I likingu við skrár um útgáfuna sjálfa frá ári til árs, enda mun slikri vitneskju hvergi vera skipulega haldið tilhaga. Það er þvi nokkurn veginn út i bláinn, þótt rök megi finna fyrir þvi, að giska á að algengt upplag t.a.m. skáldsagna eða þeirra ljóða- bóka sem best seldust, hafi ver- ið þetta 1000-1500 eintök. Hitt er vist að með aukningu útgáfunnar um striðsárin stækkuðu einnig upplög bóka til muna. Siðan hafa 2000-3000 eintök verið algeng upplög nýrra bóka, frumsaminna eða þýddra fyrir almennan markaö, en t.a.m. ritsöfn þjóöskáldanna eöa önnur viðlika verk eru prentuð I 3000 eintökum hið minnsta. Og upplög geta vissu- lega orðið verulega stærri en þetta. Metsölu á islenskum markaöi hygg ég að megi kalla sölu bókar sein i fyrstu lotu, einni eða tveimur útgáfum, nemurmeira en 3000 eintökum, og til er að slíkar bækur seljist I upplagi sem nemur allt aö 7000- 8000 eintökum. Frá seinni árum eru ýmc dæmi um bækur sem skjótt taka við sér á jólamark- aöi, seljast upp i fyrstu prentun og eru þegar endurprentaðar, alls þetta 5000 eintök, og seljast upp eða að kalla það á þetta tveimur, kannski þremur árum. Metsölubækur koma vist fyrir velflest ár, en þær eru vitaskuld aldrei nema fáar á móti hinum sem eru prentaðar og seldar i minna og oftast miklu minna upplagi. Það er sjálfsagt mál aö meðaltal upplags og sölu af út- gefnum bókum nemur miklu lægri tölum, og raunar er það einn af annmörkum bókaútgáfu hér á landi hve jafnvel fram- gengustu metsölubókum eru þröng takmörk sett i sölu. Hin mesta metsala einnar bókar getur sem sé ekki borið nema takmarkað tap af öðrum bókum sem ekki standa undir sér. Af þvi leiðir lika aö hér á landi þarf bókaútgáfan augljóslega á nokkuð tryggum markaöi að halda til að bera sig, tiltölulega háu meðallags-upplagi og sölu bóka i fyrstu útgáfu. En að upplagi og sölu bóka verður nánar vikið i annarri grein.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.