Vísir - 07.06.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 07.06.1975, Blaðsíða 2
2 Visir. Laugardagur 7. júni 1975 Thntsm-- Heldur þú að íslenzka „Mér líður alltaf bezt - segir Krístín Waage, sem er orðin þekkt fyrírsœta á meginlandi Evrópu knattspyrnan haldi styrkleika sínum? Torfi Kristjánsson (i atvinnu- leit): Já, þeir fara batnandi með hverjum deginum. Guðmundur (Gumbi) Sæmunds- son, nemi: Já, ef landsliðið hefur algeran forgang fyrir deilda- keppni og Knattspyrnusamband Islands verður gert valdalaust. Jdn Sveinsson, fangavörður: Ég ætla að vona það. Ég held þeir hafi góðan þjálfara og geti þvi haldið sinu striki. Arný Birna, fóstra: Æ, ég veit ekkert um knattspyrnu. Asdis Guðmundsdóttir, starfs- stúika i Iðnó: Ég held hún hljóti að gera það. Guðmundur Kristjánsson, eftir- litsmaður hjá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna: Ég held þetta hafi verið hálfgert gri's hjá þeim i gær- kvöldi. Ég held að Frakkar og Þjóðverjar hafi ekki náð styrk- leika sinum i leikjunum hér. Við könnumst vist flest við hana Kristinu Waage. Fyrst munum við liklega eftir henni sem „ungfrú unga kynslóð” árið 1967. En siðan höfum við séð hana á siðum erlendra tizkublaða eins og Elle, Petru, Vogue, Glamour, Seventeen og fleiri. Hun er ekkert llk sjálfn sér á þessari tlzkumvnd, hún Kristfn — enda hefur farðinn breytt henni. Með honum má gera ótrúiega hluti eins og sjá má. Kristin er hér I sumarfrii og sótti blaðamaður Visis hana heim. Sagðist Kristín vera á stöðug- um ferðalögum um Evrópu og Bandarikin og væru ferðalögin helzti kosturinn við starfið. „Auðvitað býður starfið upp á mikið skemmtanalif. En það þýðir ekkert að djamma fram á rauða nótt og vera svo með bauga undir augunum i vinnunni daginn eftir. Annars finnst mér skemmtilegast að fara I bió og leikhús.” Launamöguleikar eru mjög góðir, sagði Kristin. Þeir eru þó nokkuð mismunandi. Verðlist- arnir borga bezt. Vel á minnzt, þá notar Kristin ekki nafnið sitt við sýningar- störfin, þvi það er of algengt. 1 staðinn fékk hún lánað nafn systur sinnar og kallar sig Sigrúnu Waage. ,,Ég borða eins og hestur,” sagði Kristin. „Mér finnst sælgæti allt of got.t. En ég geng lika mikið og það jafnar þetta upp. Skemmtilegast finnst mér að koma fram i sjónvarps- auglýsingum. Ég hef fengið eitt kvikmyndatilboð. Var það aðalhlutverk i kvikmyndinni „Emmanuelle”. Leikstjórinn, Just Jaechen, var þekktur ljós- myndari áður en hann tók til við kvikmyndirnar. Myndin fjallar um unga nútimastúlku og hennar einkalif. Ég hafnaði tilboðinu vegna þess að það voru nektarsenur i myndinni. Það er farið að sýna þessa. mynd og hefur hún fengið ágæta dóma. Mér finnst þessi kvikmynd annars mjög falleg. Ég er búin að vera i sýningar- starfinu i tæp fjögur ár. Ég er þvi orðin svolitið þreytt á þvi, og vil fara að koma heim, og ég sakna alltaf fjölskyldu og vina”, sagði Kristin. „Nei, ég er hvorki trúlofuð eða gift. Þegar ég kem heim gæti ég hugsað mér að vinna á ferða- skrifstofu. Þá gæti ég notað málakunnáttu mina. Það eina, sem gæti freistað min til að vera lengur úti, er vinna við kvikmyndir. En það er bezt að drlfa sig heim áður en maður smitast af kvikmynda- bakteriunni.” -HE- Engin furða þótt kavalerinn sé A hrifinn af Kristínu. Þessi mynd er & úr italska tlzkutimaritinu Giola. r LESENDUR HAFA ORÐIÐ Hver hefur mest úthald? Lesandi slmaði eftirfarandi eftirverkfallspistil: „Maraþonlangir samninga- fundir voru orðnir daglegt brauð I deilunum innan rikis- verksmiðjanna. Fundirnir stóðu allt að48klukkustundum. Hver áhrif hafa slikar vökur á hæfni manna? Ég leitaði til tveggja lækna hér f borginni og innti þá álits. Þeir voru báðir sammála um að dómgreindin minnkaði. Viss vilji til að gefa eftir gerði vart við sig er menn tæki að syfja. Báðir lögðu áherzlu á að þetta væri ákaflega einstaklingsbundið. Akvarðanir sem teknar eru undir þessum kringumstæðum hafa áhrif á allt þjóðarbúið. Rökréttast virðist þvi vera að menn séu valdir i samningalið með hliðsjón af hæfni þeirra til vinnu án nægs svefns. I umferðarlögunum segir að menn eigi ekki að keyra ef þeir eru svefnlausir. Með setningu vökulaganna var gert ráð fyrir a.m.k. 6 tfma samfdld.um svefni. Hver ræður þessari ómanneskjulegu aðferð við að ná samkomulagi?” ■ ÞETTA GERIST INÚ EKKI NEMA j. J| VIRKFALIU-J SAMIÐ í MORGUN Heiðrum þessa kappa Einn af þeim ánægðu hringdi: „Það gladdi mig að sjá að rtkisstjórnin átti i það minnsta tvo fulltrúa á vellinum á fimmtudagskvöldið til að verða vitni að stórglæsilegum sigri is- lenzka landsliðsins. Þessi sigur hefur sannarlega ekki verið færður okkar ágæta landsliði á silfurfati, heldur hefur það mátt leggja hart að sér við endalausar æfingar. Strákarnir hafa þrælað sér út kauplaust til að sanna að litlu þjóðirnar geta staðið uppi i hár- inu á þeim stóru. Fyrst sýndu þeir Frökkunum i tvo heimana og nú unnu þeir Austur-Þjóðverjana. Betri land- kynning getur ekki hugsazt. Mér finnst að við ættum að sam- einast i þvi að þakka þessum piltum og ætti rikisstjórnin að ganga þar i fararbroddi með þvi að halda þeim opinbera veizlu. A þeim timum þegar allt i þjóðfélaginu er að fara i hund- ana er það virkilega mikilvægt að geta glaðzt yfir þvi sem vel heppnast.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.