Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1943, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1943, Blaðsíða 2
 378 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS {-X-X-X-M-X-M-X-X-M-X-X-X-X-M-X-X-X-X-X-X-X-X-X-X-X-X'-X-X-X-X-X-X-X-X-X-X-X-X-X-X-X":": „Og vér sjáum dýrð hans, dýrð sem eingetins sonar frá föður.“ Jóh. 1. 14. ÓL, — jóll Það orð er nú á allra vörum. Jóla- hátíöin er að koma. Fulloröna fólkið hefir ver- ið að undirbúa þessa aöalhátíð ársins eftir föng- um, og börnin hafa beðið hennar meS tilhlökkun og fundist dagarnir lengi aö'líöa. Nú eru jólin að koma enn einu sinni meö gleöi sína og gjafir. — Oft hefir mér flogiö i hug, aö þeir menn, sem ég hefi haft kynni af, hafi aldrei veriö eins góöir og á jólunum. Þaö væri eins og þeir heföu þá losnaö um stund viö einhvern álagaham og gætu þá notiö belur en endranær friöar og gleöi. — Þaö er eins og blakaö sé viö oss meö englavængj- um i helgri kyrö jólanæturinnar, og vér horfum þá meö eftirvæntingu út í húmiö og hlustum, en heyrum ekki nema fagnandi barnaraddirnar inni fyrir og raddirnar í vorum eigin hjörtum, sem minnast og vona. — Eg hefi séö þá menn, bæöi í borg og sveitum, sem eigi virtust hafa mikinn á- huga fyrir guös oröi hversdagslega, ganga á hljóöiö, þegar jólaklukkurnar kölluöu eöa jóla- sálmarnir voru sungnir. Þaö er eins og gömul þrá vakni hjá þeim, — einhvers konar heimþrá. — . .Eg heyröi fyrir löngu lalaö um gamlan smiö, sem mörgum haföi þótt vænt um. Hann var lengst af í smiöjunni sinni, jafnvel flesta sunnudaga lika, því hann komst ekki hjá kvabbi sveitunga sinna, þegar eitthvaö fór aflaga hjá þeim, og engum gal hann neitaö um hjálp. En á aöfangadag jóla þvoöi hann sér vandlega, fór í hrein föt og settist inn á rúm sitt meö silfurvir í höndunum og bjó til úr honum bolmillur á jóftinóttina, þvi iöjulaus gat hann aldrei veriö. — En hvaöan stafar þessi lotning mannshjartans á hinni helgu nótt, lotning, sem fær þá til þess að lúla þá höföi, sem lítt viröast annars hugsa um andleg mál? Þaö er minningin um barniö í jöt- unni, sem varö og er frelsari heimsins, og þaö er Ijóminn guös dýröar, sem stafaöi af Jesú Kristi, sem hefir snortiö hjörtu vor. Þaö skyggir aö vísu oft eitthvaö á þann Ijóma í hversdagsönnunum, en hann birtist skýrar og blasir viö þegar jólin koma. Þegar lærisveinninn, sem Jesús elskaöi, fór á efri árum sínum aö lýsa honum, ritar hann meöal annars: „Og vér sáum dýrö hans, dýrö sem ein- getins sonar frá fööur." — Þaö er augljós fagn- aöarhreimur i þessum oröum, er hann minnist dýröarinnar, sem skein af Kristi, og dásemdanna, sem fylgdu honum. Lærisveinarnir höföu séö hann blessa ungbörnin, kalla æskumennina til fylgdar viö sig, lækna sjúka, leiöbeina viltum, aövara and- varalausa, hughreysta hrelda og taka mildilega á yfirsjónum breiskra og iörandi. Þeir höföu séö hann hugprúöan í hættunum og trúan sannleikan- um bera króssinn út á Golgata og deyja. Og þeir höföu séö hann i Ijóma upprisunnar birtast og hverfa eins og geisla — geislann frá guöi fööur. Er þá’aö undra, þótt hrifning og gleöi ómi af orö- um postulans: „Og vér sáum dýrö hans.“ — En höfum vér, sem nú lifum og höldum jóla- hátíö, séö þessa sömu dýrö? Eöa er hún horfin eins og litfagurt ský, sem dofnar og hverfur í kvöldhúmiö? ■— Þaö er mörgum dimmt fyrir aug- um, ekki sizt nú á dögum, sem spyrja um, hvar séu nú ávextirnir af lífi og starfi Krists hér á jörö, og finnst þaö alt sem hrundar hallir fyrir sprengjuregni illra afla. t ósköpunum, sem á ganga þessi árin, ber mikiö á þessari myrksýni, en þó leiöir vonin aöra og bendir þeim aö bíöa, þangaö til fæöingarhríöum nýs tima sé lokiö, því þá muni bætt líf og betri kjör taka viö. En sú von mnn alls ekki rætast, nema orö Krists og dæmi nái aö hafa meiri og varanlegri áhrif á oss menntna, og vér sækjum til hans kraftinn til þess að koma þeim umbótum á, sem mannkyniö þarfnast mest á þroskaleiö sinni. — Vér eigum orö hans, og hver sem varöveitir þau og vill hafa fyrir því aö reyna gildi þeirra meö þvi aö breyta eftir þeim, hann mun sjá dýrö Krists. Hann blessar oss meö þeim enn, eins og börnin foröum, kallar oss, hvelur oss og huggar, hann vill fyrirgefa oss og styrkja oss í stríöinu og gengur sjálfur meö oss á veginum segjandi: „Veriö hughraustir; ég hefi sigraö heiminn.“ — En hann hefir lika sigraö dauöann, þvi dýrö hans blasti viö dauölegum augum, eftir aö hann var sjálfur upprisinn frá dauöum. Enn fagna börnin jóladýröinni og syngja jóla- sálmana sína. Eg vona líka, aö vér, sem fulloröin erum, vanrækjum ekki aö horfa yfir lífsferil frels- ara vors hér á jörö og vegsama guö fyrir dýröina, sem þaöan skín á vegu vora, hjálpræöi hans frá synd og dauöa. Himneski faöir; vér viljum taka undir meö englaskaranum og syngja þér lof og þakkargjörö. Vér viljum þakka þér fyrir Jesúm Krist og biöja þig aö hjálpa oss til aö færa oss orö hans betur í nyt. Þú lætur hann ennþá koma til vor meö náöina og sannleikann, svo aö vér sjáum dýrö hans og fögnum henni. Geföu oss friö á jöröu, friö á milli þjóöanna, og láttu þetta veröa síöustn styrjaldarjólin. En geföu oss einpig friö i hjörlu vor, svo aö vér getum öll, ung og gömul, horft upp til þín sem elskandi börn á þessari heilögu hátíö og beöiö þig, hvernig sem á stendur fyrir oss, aö g e f a o s s g I e ö i l e g j ó I i Jesú nafni Amen. Ásmundur Gíslason. Y y Y ♦ y y y Y y y ? f s y £ *<~x*<x~x~x~m-:-x~x~X":~x~m-xx~x~x-:"X"X~:~x~X“X~:~X":~X":-x~:":~x~:":~x~X":~x~:~:~x~:~:~x~:~x~x~x~x~x~:'

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.