Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1943, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1943, Blaðsíða 17
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 393 óttast mjög, að ekki verði færi á því, nema íslendingar fari að tíðka meir ferðir til Ameríku en þeir hafa áður gert. Satt að segja: síðan Eiríkur gamli og vinur hans sigldu til Ameríku fyrir nálega þúsund arum, er ég hræddur um, að erfitt verði að benda á einn einasta Islending, sem þangað hefir komið. Ef ein- hver þeirra fer þangað einhvern tíma — mætti ég vera þar og fagna honum! Og ef þá verður ekki snúinn stúturinn af að minnsta kosti einni kampavíns- flösku, þá----- Ef Danastjórn vildi leyfa ver- öldinni frjálsa verzlun við Is- land — sem ekki er ósennilegt — gætum við búist við einhverj- um viðskiftum milli vor og þeirra, og þá gætu íbúar Vín- lands fagnað sporgöngumönnum og niðjum Eiríks og Herjólfs í borgum sínum. MEÐ FLÖSKU UNDIR KODDANUM 1 frásögninni um gistinguna í Hraungerði er þessi liugleiðing um áfengisnautn á Islandi: Eg sá aldrei drukkinn mann á íslandi og er þess fullviss, að drykkjuskapur er ekki tíður; en hinir efnaminni drekka oft of mikið sterka drykki. Þeir hafa venjulega flösku við höfðagafl- inn, og þegar ég hefi sofið í bændabýlum — ekki hjá betri bændum — hefi ég oft fundið brennivínsflösku undirkoddanum eða við höfðagaflinn, sennilega ekki sett þar handa gestinum, heldur er þetta venjulegur geymslustaður. Eg hefi stundum rekið nefið ofan í þær, en ekki rannsakað innihaldið frekar. Geri það ef til vill síðar. Einu sinni, er ég svaf á bóndabæ, vaknaði ég og sá íslending í öðru rúmi í sama herbergi draga flösku undan koddanum, fá sér vænan sopa og leggjast síðan aftur. Eg játa, að mér er með öllu ókunnugt um hina sérstöku kosti dansks brennivíns, sem drukkið er á Islandi. Ef það er ekki betra heldur en sumt af þeim „góða og illa anda“, sem menn drekka annars staðar í heiminum, t. d. í Vesturríkjum Bandaríkjanna, kæri ég mig ekki um náin kynni af því. Eg hefi aldrei fengið mér sopa af þessum „flösku-púkum“, en ég hefi drukkið kampavín með hans hágöfgi stiftamtmanninum á Is- landi og glas af ágætu portvíni með gestgjafa mínum í Hraun- gerði. TILLAGA UM VIRKJUN í KRÝSUVÍK Miles skoðaði Reykjahver í ölfusi og Krísuvíkurhveri og fannst mikið til þeirra koma. Orðlengir hann um brennisteininn í Krísuvík og hvern- ig mætti hagnýta sér hann. Honum varð starsýnt á gufuhver einn, og kemtir sá raunsæi Vesturheimsmað- ur strax upp í honum. Eg heyrði öskurhljóð til vinstri handar og snéri mér þangað til þess að sjá, hvað um væri að vera. Það var gufuhver, eða öllu heldur gufustrókur, sem þaut út úr fjallinu með háu og stöðugu öskri. Hávaðinn og gufublástur- inn var óslitinn, og gufustrókur- inn stóð á ská út og a. m. k. tuttugu fet í beina stefnu. Há- vaðinn í honum var meiri en þeg- ar „blásið er út“ úr stærstu gufuskipskötlum. Ef þetta væri iðnaðarland, væri vafalaust hægt að reisa hús yfir þessa náttúr- legu gufuuppsprettu, setja upp vél og ná gufunni í strokk; mætti þannig láta hana inna verk af hendi, án elds, eldsneyt- is eða vatns og án afláts. I bók Sir George Mackenzies var mynd af þessum sama gufustrók. Eg hélt myndinni á loft og bar hana saman við strókinn, eins og hann er nú, og virðist hann ekki hafa breyttst vitundarögn í 42 ár. Þetta, ásamt hverunum, sem menn hafa ritað frásagnir um í 600 ár, og tuttugu og fjögur Heklugos, ber vitni um hinn ó- aflátanlega og stöðuga jarðhita nálægt yfirborði jarðar á Is- landi. HEIMASÆTUR I H AFN ARFIRÐI Þaðan var haldið til Hafnarfjarð- ar. Þangað hafði Miles riðið með Bjarna rektor, áður en hann fór í austurferðina, og heimsótt danskan kaupmann, er hann nefnir Johnson. Ætlaði hann nú að koma við hjá kaupmanni og þakka fyrir síðast. Eg barði á dyr á snotra, litla, hvíta húsinu; þær voru sam- stundis opnaðar, og þarna var húsið fult af ungum íslenzkum stúlkum — satt að segja feg- ursti kvennahópur, sem ég hefi séð á einum stað á íslandi. Smekklega klæddar og fríðar stúlkur; engin þeirra ólagleg. Allar sátu við vinnu, við prjóna, alveg eins og konur í Ameríku, þegar þær fara í heimsóknir. Ein var með litlu, íslenzku ullarhúf- una svörtu, með silkiskúf, sem er sá innlendi höfuðbúnaður; hinar höfðu ekki neitt á höfði og klæddar að danskri tízku, sem í litlu er frábrugðin tízkunni í París, Lundúnum og New York. Húsfreyjan fagnaði mér hjartan- lega, en hún var í ónotalegri klípu, því að hún gat ekki talað við mig. Hún reyndi dönsku og íslenzku, og ég j^erði tilraun til hins sama, stamaði út úr mér þrem setningum, rak í vörðurn- ar, hélt áfram og strandaði loks alveg; og hlógu þá allar hjartan- lega að mér. En hvað um það; það skiftir engu, þó að lagiegar stúlkur hlæi að manni. Herra Johnson var ekki heima; hafði farið til Reykjavíkur.--- MÓTTÖKURNARí KLÚBBNUM Við kræktum fyrir tvo voga og létum hestana fara eins og þeir gátu, en þeir virtust heim- fúsir, og um ellefuleytið stukk- um við af baki og hlupum með fagnaðarópum inn í gistihúsið í Reykjavík. Þar hitti ég vin minn, Bjarna rektor „og drakk sitt vín“. Hann hristi á mér höndina svo ákaft, að ég hélt, að hann mundi setja mig úr liði. „Kæri Ameríku- vinur minn, hvernig líður þér, og hvernig líður Heklu gömlu og Stóra Geysi og öllum litlu hver- unum og vinum mínum, brenni- steinsfjöllunum? — Nú, há, heit og rjúkandi; hvernig ættu þau annars að vera, bókabjeus? — Og þú fékkst vonandi góða ferð? — Ágæta, alveg beint fyrir ofan ljóta karlinn. Og gægðist ofan í gíginn. —'Jæja; þú ert karl í krapinu; ég vildi að ég gæti far- ið vestur um haf og séð Niagara með þér.“-----

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.