Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1943, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1943, Blaðsíða 20
396 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS „Húsálfurinn stóð uppi á borðinu og skellihló." gólfinu, en ekkert var brotið, og húsálfurinn stóð uppi á borðinu og skellihló. En nú hafði hún heyrt, að stundum væri hægt að gabba húsálfinn til þess að flytja sig, þegar einhver bæði hann um það og segði honum, að það væri betra að vera á öðrum stað, og svo sagði hún howrnn, dálítið skjálfrödduð var hún reyndar, að hann ætti að flytja til koparsmiðs ins hinummegin við götuna, þar væri enn rólegra, því að þar væri farið að hátta klukkan 9 á hverju kveldi. Það var líka satt, en þeir voru líka á fótum allan daginn, koparsmiðurinn og sveinar hans og hömruðu og börðu án afláts frá því klukkan þrjú á morgnana. En siðan sást ekki húsálfurinn í húsinu skipstjórans. Honum hefir víst liðið vel hjá koparsmiðnum, þó hávaðinn væri nokkuð mikill, því grautur var settur upp á loft handa honum á hverju föstu dagskvöldi, og þá var nú engin furða, þótt þau yrðu rík, sagði Stína, því að húsálfurinn dró að þeim peninga, og satt var það, rík urðu þau, en hvort það var álfurinn, sem hjálp- aði þeim, skal ég ekkert segja um“, bætti frú Skau við, hún hóstaði og ræskti sig, því þetta var óvenju löng saga að heyra írá henni. Þegar hún hafði fengið sér í nefið, hresstist hún aftur og byrjaði á nýrri sögu: „Móðir mín, sem var sannorð kona, hún sagði mér sögu, sem gerðist hér í bænum og það á jólanótt, og hún veit ég að er sönn, því aldrei talaði hún ósatt orð hún móðir mín.“ „Lofið okkur að heyra þá sögu, frú Skau,“ sagði ég, og börnin tóku undir af miklum fögnuði. Maddaman hóstaði svolítið, fékk sér aftur í nefið og byrjaði: „Þegar móðir mín var ung stúlka, kom hún stundum til ekkju nokk- urrar, sem hún þekkti, og sem hét — ja, hvað hét hún nú aftur? — Jú, frú Evensen hét hún, en hvort hún bjó uppi í Malargötu eða inni við Litla kirkjugarðinn, það veit ég ekki fyrir víst. Svo var það eina jólanótt, eins og núna, að hún hugsaði með sjálfri sér, að hún skyldi fara í morgun- messu morguninn eftir snemma, því hún fór oft í kirkju, og svo setti hún kaffikönnuna á ofninn, svo að það gæti verið volgt, þegar hún vaknaði, og hún gæti fengið sér sopa áður en hún legði af stað. Þegar hún svo vaknaði, skein tunglið inn um gluggann, en þegar hún fór á fætur og leit á klukkuna, hafði hún stansað og sýndu vísarnir að hún var hálf tólf. Ekki vissi hún þessvegna hvað tímanum leið, en gekk út að glugganum og leit á kirkjuna og sá að hún var uppljómuð. Hún fékk sér svo kaffisopa, tók sálma- bókina sína og lagði af stað til kirkju. Á götunni var svo hljótt og rólegt, og engan einasta mann sá hún á leiðinni til kirkjunnar. Þegar hún kom í kirkju settist hún, þar sem hún var vön, en þegar hún litaðist um, fannst henni allt kirkjufólkið vera eitt- hvað svo fölt og undarlegt, alveg eins og það væri allt dautt. Engan þekkti hún, en það var margt af fólkinu, sem henni fannst hún hafa séð áður, en hún gat ekki munað hvenær eða hvar. Þegar presturinn steig í stólinn, þá var það enginn af prestum borgarinn- ar, það var hár, náfölur maður, cg hann fannst konunni hún líka þekkja. Hann prédikaði mjög vel, og það var enginn hósti og snýtur, eins og venjulega heyrist í kirkjunum, það var svo hljótt, að heyra hefði mátt saumnál detta, ja, svo hljótt, að það fór að íara um hana. Þegar farið var að syngja aft- ur, beygði kona ein, sem sat við hlið hennar, sig að henni og hvísl- aði í eyra hennar: „Sveipaðu kápunni laust um þig og búðu þig til burtferðar, því ef þú bíður þangað til messunni er lokið, þá er úti um þig. Það eru hinir fram- liðnu, sem hér halda guðsþjón- ustu.“ „Æ, æ, ég verð svo hrædd frænka,“ kveinaði einn af krökk- unum og klifraði upp á stól. „Uss, uss, barn. Konan kemst klakklaust úr þessu öllu, hlustaðu nú bara á,“ sagði frú Skau og hélt svo áfram: „En ekkjan varð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.