Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1943, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1943, Blaðsíða 18
394 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Gamalt jólaæfintýr ■EFTIR P. C H R. ASBJORNSEN índurinn hvein í gömlu linditrjánum fyrir utan gluggana mína, snjógusurnar þutu eftir götunni og himininn var eins dimmur og drungalegur og hann getur verið í desember. Og ég var líka í drungalegu skapi. Það var aðfangadagskvöld, það fyrsta, sem ég átti ekki að vera heima - hjá mínu fólki. Fyrir nokkru síð- an var ég orðinn liðsforingi og hafði hugsað mér að gleðja for- eldra mína með því að koma heim til þeirra um jólin og líka hafði langað til að sýna stúlkun- um heima í sveitinni mig í mín- um nýja fína einkennisbúningi. En þá varð ég lasinn og þurfti að liggja í sjúkrahúsi nokkuðdengi, og þaðan var ég nú kominn fyrir nokkrum dögum síðan og var nú á því sem kallað er góður bata- vegur. Eg hafði skrifað pabba og beðið hann að senda mér hann Stóra-Skjóna með sleða, en bréf- ið komst varla heim fyrr en á annan í jólum og hesturinn ekki til mín fyrr en undir nýár. Fé- lagar mínir voru farnir, hver heinrtil sín, og ég hélt ekki til hjá neinni fjölskyldu. Piparmeyjarn- ar tvær, sem ég bjó hjá, voru góð- hjartaðar og nærgætnar, og höfðu látið sér mjög annt um mig, þeg- ar ég var veikur. En allt hátterni þeirra var með allt of fornum blæ, til þess að ungum manni gæti geðjast það almennilega. Þær hugsuðu varla um annað en það sem liðið var, og allar þær sögur, sem þær sögðu mér voru líka frá liðnum dögum. Húsið, sem þessar heiðurs jómfrúr bjuggu í, var líka mjög vel við þeirra hæfi. Það var mjög gamalt með djúpum gluggum, löngum dimmum göng- um, stigum dimmum og mjóum cg loftherbergjum, og var allt þar þannig, að maður hugsaði ósjálfrátt um drauga og álfa. Þar við bættist svo, að systurnar þektu mjög fátt fólk, fyrir utan systur þeirra, sem var gift, kom þar aldrei annað fólk, en tvær mjög leiðinlegar maddömur. Það eina sem lífgaði upp þetta drunga lega hús, var það, að stundum kom þangað lagleg systurdóttir húsmæðranna og nokkur kát og fjörug bræðraböm þeirra, sem voru alltaf að nauða á mér að segja sér sögur og æfintýr. Eg reyndi að skemta mér við það að horfa út um gluggann á allan fólksfjöldann, sem fór fram hjá úti á götunni í drífunni, með rauðblá nef og hálflokuð augu. Mér fór að þykja gaman af að virða þetta fyrir mér, en brátt tók að rökkva, ég gat ekki greint ásjónur fólksins lengur. Eg var einmitt að byrja að virða fyrir mér hina einkennilegu gömlu byggingu hinummegin götunnar, þar sem lyfjabúðin var, með sín- um oddmjóu tumum og mörgu útskotum, mjóu gluggum og vind- hönum á burstunum, þegar ég heyrði hávaða og bamahlátra í herberginu við hliðina á stofunni, apm ég sat í og rétt á eftir var barið mjög varlega að dyrum hjá mér. Þegar ég sagði „Kom inn“, gekk hin eldri af systrunum, sem húsum réðu, Metta hét hún, inn til mín og hneygði sig eins og venja var fyrir mörgum árum, spurði hvemig mér liði og bað mig með miklum afsökunum að vera gestur þeirra systra um kvöldið. „Þér hafið ekki gott af því að sitja einn hér í myrkrinu, blessaður herra liðsforingi“, bætti hún við, „viljið þér ekki koma inn til okkar straks. Gamla frú Skau og litlu telpumar hans bróð- ur míns eru komnar, þér getið kannske haft einhverja skemtun af þeim. Yður þykir gaman að kátum börnum." Eg tók þessu vingjarnlega boði. Þegar ég kom inn í hina stofuna, skíðalogaði þar á æfafomum, fer- hyrndum ofni, og varpaði eldur- inn flöktandi bjarma út um opn- ar ofndymar. Stofan var mjög stór og búin húsgögnum, er voru mjög forn, stólarair með háum bökum, olíumálverk á veggjunum, voru það mest myndir af drembi- leitum frúm með stórar hárkollur, af Aldinborgargreifum og öðrum frægum persónum, sem annað hvort voru herklæddir eða þá í rauðum viðhafnarklæðum. „Þér verðið að fyrirgefa, herra liðsforingi, að við höfum ekki kveikt ljós ennþá,“ sagði yngri systirin, jómfrú Cecelia, sem kölluð var Silla í daglegu tali.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.