Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1943, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1943, Blaðsíða 19
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 395 Hún kom á móti mér og hneygði sig eins og systir hennar hafði gert, „en börnunum þykir svo gaman að leika sér við eldinn í rökkrinu, og frú Skau hérna hef- ir líka gaman af að rabba dálítið þarna í horninu hjá ofninum.“ „Það þykir nú fleirum en mér, Silla mín“, sagði frú Skau, og ekki tala ég, nema ég hafi ein- hvern til þess að tala við.“ Frú Skau var gömul-, gildvaxin kona, æði hörkuleg á brúnina. Svo sneri hún sér að mér: „Góða kvöldið góði minn, komið þér og setjist hér og segið mér, hvernig yður líður. Skelfing eruð þér orðinn magur, auminginn.“ Nú varð ég að segja frá veik- indum mínum, og varð í staðinn að meðtaka heilmikla langloku um gigtina í henni frú Skau, en börn- ín komu til allrar hamingju fram- an úr eldhúsinu, áður en hún virt- ist vera hálfnuð með frásögnina. Þar höfðu þau verið að heimsækja Stínu gömlu vinnukonu. „Frænka, veistu hvað hún Stína segir?“ hrópaði lítil dökk- eyg telpa. „Hún segir að ég eigi að koma með sér upp á háaloft í kvöld, til þess að gefa húsálfinum jólagrautinn hans. En það vil ég ekki, því að ég er hrædd við álf- inn“. ' „Æ,þetta segir hún Stína bara til þess að losna við ykkur úr eld- húsinu. Hún þorir ekki að fara upp á háaloftið, síðan álfurinn hræddi hana hérum árið.“ sagði jómfrú Metta. „En ætlið þið ekki að heilsa upp á liðsforingjann, börnin góð?“ „Nei, ert þetta þú, liðsforingi, ég þekkti þig ekki, ósköp ertu fölur og tekinn“, hrópuðu bömin öll í einu og flykktust utan um mig. „Nú verðurðu að segja okk- ur eitthvað skemmtilegt, það er svo langt síðan þú hefir sagt okkur nokkum skapaðan hlut. Segðu okkur nú söguna um hund- inn Gulltönn og um álfana, sem flugust á.“ — Eg varð að segja þeim þessar sögur, og þau hlógu og klöppuðu saman lófunum og báðu um meira. „Nei, nú nauðið þið of mikið á liðsforingjanum,“ sagði jómfrú Cecelie, „nú segir Metta systir ykkur sögu.“ „Já, góða Metta segðu sögu,“ kölluðu öll börnin. „Eg veit nú ekki frá hverju ég á að segja,“ svaraði Metta frænka „en fyrst við erum farin að tala um Jiúsálfinn, þá er bezt að ég segi svolítið frá honum. Þið mun- ið líklega eftir henni Karen gömlu börnin góð, henni sem var-hér og bakaði svo gott laufabrauð, og sem kunni svo mörg æfintýr og sögur.“ „Ó, jú, við munum vel eftir henni Karen gömlu,“ sögðu börn- in. „Nú, Karen gamla sagði mér frá því, að þegar hún vann í‘ Skíðagarði héma fyrir neðan fyr- ir mörgum árum, þá hafði dálítið undarlegt komið fyrir hana. Skíðagarður er afskaplega gamalt og dimmt hús. Þegar Karen kom þangað, þá átti hún að vera elda- buska.. Eina nóttina átti hún að fara á fætur og brugga, og þá sagði hitt vinnufólkið við hana: „Þú verður að gæta að því að fara ekki of snemma á fætur, fyrir klukkan tvö máttu alls ekki kveikja upp eldinn.‘“ „Hversvegna ekki?“ spurði hún. „Þú veist líklega að hér er hús- álfur, og hann vill ekki láta gera sér ónæði svo snemma, og gættu nú að þér að fara ekki á fætur fyrir klukkan tvö.“ „Nú, er það bara álfurinn", sagði Karen, hún lét sér nú ekki allt fyrir brjósti brenna. „Mig varðar ekkert um þenna álf, og komi hann til mín, þá skal ég svei mér koma honum út aftur.“ Fólkið sagði að hún skyldi vara sig, en hún skeytti því engu, og þegar klukkan var rúmlega eitt um nóttina, fór hún á fætur og kveikti upp undir bruggkatlmum, sem stóð á hlóðunum. En hún hafði bara ekki við að kveikja upp eldurinn slokknaði jafnharðan aftur, en hver það var, sem eld- inn slökkti, gat hún ekki séð. Að lokum varð hún reið og tók eldi- brand og barði innan með honum allt eldhúsið og sagði. „Reyndu að koma þér burtu, hver sem þú ert, heldurðu að þú getir hrætt mig.“ „0, svei þér,“ var svarað úr einu dimmasta skotinu. „Eg hefi klófest sjö sálir hér í húsinu, og hélt að ég gæti náð í eina í við- bót“. Síðan hefir enginn séð eða heyrt til húsálfsins í Skíðagarði. „Æ, við verðum hrædd við svona sögur,“ sögðu börnin, „seg þú heldur frá, liðsforingi, þá verð um við aldrei hrædd, þú segir svo skemmtilegar sögur“. Þau vildu fá að heyra söguna af stúlk- unni, sem dansaði við húsálfinn. Eg kærði mig nú ekki mikið um að segja þá sögu, því að í henni þurfti að syngja og ég er lít ill söngmaður. En frú Skau kom mér til hjálpar og sagði. „Ver- ið þið nú ekki svona hávær, börn- in góð, þá skal eg segja ykkur nokkrar sögur. Þá hljóðnaði í stofunni, og frúin tók til orða: • „Það eru sagðar svo margar af þessum álfa- og huldufólkssögum, en ég trúi nú ekki miklu af þeim. Eg hefi nú ekki ferðast mikið um dagana, og held að þær séu flestar tilbúningur, þessar sögur, en Stína gamla eldabuska, hún hefir séð húsálfinn, að því er hún segir. Þegar ég var um fermingu, var hún hjá foreldrum mínum, og til þeirra kom hún frá göml- um skipstjóra, sem var hættur siglingum. Það var ósköp rólegt og kyrlátt þar, og skipstjórinn fór aldrei lengra en niður á bryggjuna, ég man vel eftir hon- um, hann gekk á inniskóm og með hvíta nátthúfu og í síðum bláum frakka með fægðum stálhnöppum. Hann fór alltaf snemma að hátta, og sagt var að húsálfur væri þar í húsinu. En svo var það eitt kvöld, sagði Stína, að ég og önnur stúlka sem var þar, sátum uppi hjá okk- ur og vorum að sauma, og leið að háttatíma, og næturvörðurinn hafði þegar hrópað, að klukkan væri orðin 10. Við vorum orðnar syfjaðar, sagði Stína, og vorum famar að draga ýsur. En allt í einu hrukkum við upp við óskap- legan gauragang niðri í eldhúsinu og þá æpti eldabuskan upp yfir sig: Þetta er húsálfurinn. Og ég varð svo hrædd, að ég þorði ckki fyrir mitt litla líf að fara niður í eldhúsið. Eldabuskunni varð heldur ekki um sel, en hún tók kjark í sig og læddist niður, og þegar við komum niður í eldhús- dyrnar, sáum við alla diska, bolla og föt, skálar og glös, liggja á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.