Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1943, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1943, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 387 öll þessi ár. Sjáðu! segir Krist- mann, og tekur þykka handrita- visk upp úr skúffu. Þarna eru ís- lenzku orðin, sem eg hefi fundið, sem voru mér óljós, þekkti þau ekki, eða vissi ekki allskostar hvað þau þýddu. (Þetta voru allt þéttskrifaðar síður, langir kaflar eftir stafrofsröð teknir upp úr orðabókum. Þetta hefir verið mik- ið verk.) VINNUTlMI SKÁLDA — Hefir þú reglulegan vinnu- tíma á hverjum degi, er þú skrif- ar bækur þínar? — Nei. Það er hægt að pína sig til að vinna, en ekki til þess að yrkja. Reglulegur vinnutími er skáldsins kalkaða gröf. Þá er hug- myndaflug hans að dvína, lífs- lindir skáldskaparins að þorna. Þá koma ekki hugmyndirnar leng- ur, sögupersónurnar og berja að dyrum hjá skáldinu, vekja hann ekki lengur á morgnana, eða kvaka á gluggann hans á nótt- unni. — Ilvað telur þú þína beztu bók? — Þær óskrifuðu eru alltaf beztar, því alltaf er það fallegra það sem er í huga manns, en hitt sem kemst í efnisheiminn. — En af þeim sem út eru komn- ar? — Eg veit ekki. Ekki ánægður með neina.. Kannske helzt „Den förste Vaar“ eða „Gyðjuna og ux- ann“. Eg hefi hitt rithöfunda, sem eru ánægðir í svip með bæk- ur sínar. En það er helzt rétt á meðan þær eru alveg nýjar. Þeg- ar maður fer að lesa þær, þá hverfur ánægjan. Það er erfitt starf að skrifa. I HVERAGERÐI — Getur þú ekki hugsað þér að setjast að aftur t. d. í Oslo. — Síðast þegar eg kom þang- að, var eins og sálin væri farin úr staðnum. Eg náði ekki sam- bandi við umhverfið. Maður verð- ur svona með aldrinum. Eg næ ekki andanum nema að vera í ís- lenzkri fjallanáttúru. Ágætt hér í Hveragerði, einskonar úthverfi Reykjavíkur. Staðurinn sjálfur er líka skáldskapur fyrir sig. Alveg nýr. Flestir á sama aldri. Fram- takssamt fólk. Og hér er hlýtt og notalegt. Við höfum hérna hver fyrir 10 hús, og tökum vatnið til upphitunar, en gufuna í suðu og bakstur. Iíer er allt ógert nema húsin, hraungrýti, urð og melar, þar sem götur eiga að vera o. s. frv. Ilér verður gerður skemmti- garður með íallegum trjám. Hér er friðsælt. Kristmann Guðmumlsson og kona hans, Svanhildur Steinþórsdóttir. (Myndin er tekin við hús þcirra í Hveragerði.) — Þú kemur sjaldan til Reykja- víkur. — Já. Eg er orðinn svo fátæk- ur núna. Fæ ekkert úr neinu landi fyrir bækur mínar. Allt lokað. I Þýzkalandi brenndu þeir tvær af bókunum. Eg er svo hamingju- samur að vera í ónáð hjá Nazist- um. Ef eg kem til Reykjavíkur sé eg ýmislegt, sem mig langar til að kaupa. En hér er allt sem eg óska mér, til þess að mér líði vel. I LJÓSI OG MYRKRI Svo töluðum við um forlagatrú, andatrú og annað líf, og húsmóð- irin unga bar hangikjöt á borð og annað góðgæti, og hlustaði á mann sinn segja frá ýmsu, sem fyrir hann hafði borið, frá miðl- inum í Oslo, sem féll í dá í björtu, og sagði margt og mikið fyrir munn hinna framliðnu, um mann- inn sem Kristmann kynntist, eft- ir að hann var dáinn, en sá mað- ur sagðist vera sannfærður um, að þegar tímar liðu, gætu menn talað við andaheiminn eins og menn nú hringja í síma. En eg hélt fyrir mitt leyti að það yrði langt þangað til. Svo leið að kvöldi þessa sunn- lenzka rigningardags, sem aldrei varð albjartur dagur, og tími til þess kominn, að ná í áætlunarbíl- inn til bæjarins. Við skunduðum á stað út í nátt- myrkrið, Kristmann gekk á und- an með stórt vasaljós og lýsti upp fyrir mér hraunnybbur og regnvatnstjarnir. Við óðum gegn- um brennisteinshveragufuna, en á götum Hveragerðis eru það ekki bílar, sem vegfarendur þurfa að vara sig á í náttmyrkri, heldur það að stingast ekki beina leið á höfuðið til hinna heitu undir- heima. — Þeir kalla þetta „Vítis- stræti“ kunningjar mínir úr hern- um, sem hafa heimsótt mig, sagði Kristmann, er við vorum í einum gufumekkinum. — Það væri ekki nema ræktar- semi við minningu Sæmundar fróða að kenna eina hliðargötuna við Kölska, ’þegar skipulagið kemur hér í algleyming, bætti eg við. ★ Alltaf var sama stórrigningin. Þegar bíllin staðnæmdist við Skíðaskálann á heimleiðinni kom Halldór Kiljan með heljarstóra ritvél og aðrar föggur. Þeir yrkja á ritvél þessir ný- tízku menn, hugsaði eg í mínu sæti. Þeir ættu að verðlaunast hjá prenturum og útgefendum fyrír það að geta haft sálina þannig í fingrunum, að véla- skröltið trufli ekki neitt í heila- búinu. Svo tókum við tal saman og spurði eg Kiljan hvort hann hefði verið þar efra til að anda að sér fjallalofti. — Það hefir ekki viðrað til þess í dag. Eg skrapp út um há- degið. Það var eins og að detta ofan í pytt, sagði Kiljan. En eg er ekki að skrifa um hann. V. St.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.