Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1943, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1943, Blaðsíða 16
392 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS að vatnið verður þá kolsvart. Eg bað fylgdarmann minn að taka upp talsvert torf með skóflu; við hlóðum þessu á barminn og ýtt- um því í gíginfi. Það slettist nið- ur í vatnið, sem vall og sauð, eins og venjulega, um 20 fet fyrir neðan barminn. Síðan hætti nálega, og við horfðum á með athygli um stund, en ekkert gos virtist ætla að koma að boði okkar. Við gengum fá skref í burt og héldum, að þessi aðferð til þess að valda gosi væri ekki óskeíkul, þegar það geystist upp með ógurlegum hvelli og slöngv- aði súlu af óhreinu vatni himin- hátt. Eftir því sem mér virtist, náði vatnið upp í um 130 feta hæð. Sprengiaflið eða réttara sagt goskrafturinn var ekki eins reglulegur og í Geysi, heldur dvínaði og espaðist á víxl, og var vatnssúlan stundum ekki nema 70—80 fet. Hve vatnið var bik- svart — og stundum flugu torf- hnausar hátt í loft upp. Eg veit ekki, hvernig það var, en þegar ég hafði jafnað mig eftir fyrstu furðuna, setti að mér óstjórnleg- an hlátur, og þar sem ég áleit það saklaust gaman, lét ég það eftir mér. Eftir hér um bil 15 mín. áframhald fór gosið að dvína og hjaðnaði smám sam- an. Þó tók það hverinn nokkurn tíma að jafna sig eftir „uppsöl- una“, sem stafaði af torfi og mold, er við létum í hann. Vatn- ið seig niður fyrir gígbarminn og niður í pípuna, en upp kom það aftur og virtist bresta eða springa, bæði hátt og vítt. Vatnsstrókurinn vætti jörðina 20—30 fet frá gígnum. Höf. ræðir svo nokkuð um jarð- hitann á Islandi og eðli hans og seg- ir síðan: Eg vona, að ekki sé mjög langt til þess dags, þegar lærðir menn gera tilraunir og rann- sóknir með vísindalegum hætti á ýmsum stöðum í þessu óvenjulega landi. JÓHANN BRIEM í HRUNA Frá Geysi var förinni heitið til Heklu. — Á Gullfoss er ekki minzt frekar en í öðrum gömlum ferðabók- um; það er eins og ferðalöngum hafi aldrei verið frá honum sagt. — Höfundur kom við í Ilruna, til séra Jóhanns Briems, og lýsir honum svo: Herra Briem er -einn af glæsi- legustu mönnum, sem ég hefi séð; hann er að minnsta kosti 6 fet og 3 þuml. og vel vaxinn. — Húsið er búið góðum húsbúnaði, og fallegt bókasafn huldi einn vegginn í dagstofunni. — Allir íslenzkir prestar, sem ég hitti, voru jafn gestrisnir og herra Briem. Sumir prestarnir, sem Ida Pfeiffer gisti hjá, luku einn- ig upp húsum sínum fyrir mér; og aldrei gat ég fengið neinn þeirra til þess að taka við endur- gjaldi, þó að hún segi, að þeir hafi þegið fé af henni fyrir beina. JARÐHITINN í HEKLUGÍG Takmark ferðarinnar var að ganga á Heklu. Og á Heklutindi verður Miles alveg frá sér numinn. liann reynir að lýsa útsýninu og segir m. a.: „Hinn yfirnáttúrlegi tærleiki loftsins og hið einstæða eðli þessa eldbrunna lands veldur því, að út- sýnið frá Heklutindi er eitt hið víð- asta og margbreyttasta á yfirborði jarðar.“ Og neðanmáls bætir hann við: „Síðan þetta var ritað, hefir höf. gengið á Etnu á Sikiley og Ve- súvíus á ítalíu. Þó að þessi lönd séu langtum frjósamari og þéttskipuð bæjum og borgum óg Napólí-flói annálaður vegna fegurðar, verð ég þó að segja, að útsýnið frá Heklu er miklum mun margbreyttara og feg- urra, vegna tærleika loftsins og breytileika landslagsins með fjöllum, dölum og eyjum.“ Með talsverðum fortölum fékk hann fylgdarmennina til þess að fara með sér niður í gíg- inn: Við fórum um allan þennan dásamlega gíg, héldum stundum höndum í heitum reykjarstrók, klöngruðumst yfir kletta og stóðum undir snjóhvelfingum. Jarðvegurinn undir fótum okkar var mestmegnis rök mold; hlíðar gígsins hraun og víða laust gjall. Mjög eftirtektarverður blágrýt- isklettur var nálægt miðjum gígnum. Hann var hnöttóttur, nærri því eins og fallbyssukúla, og 20—25 fet í þvermál. Hann virtist liggja alveg ofan á jörð- unni, og þó að hann væri þéttur og fastur í sér, voru smásprung- ur um hann allan, V2o til Vt þuml. í þvermál. Alt í kring var rök mold og brunasandur og fá merki um hita. Minna en tíu fet frá klettinum var þverhnípt- ur snjóskafl, a. m. k. 20 feta þykkur. Á einum stað undir hon- um var glufa í hraunið; þar kom út hiti og hafði brætt frá sér snjóinn, og varð þar fögur hvelfing, um 10 feta há. Við gengum undir hana og fundum tærar vatnssitrur, sem runnu niður úr snjónum. í þessum hreinu lindum fyltum við sumar flöskurnar okkar. — — GISTING I HRAUNGERÐI Á heimleiðinni var haldið uin Skeið og Flóa, og var ætlunin að gista í Hjálmholti hjá Þórði sýslu- manni Guðmundssyni. Sýslumaður tók Miles tveim höndum og veitti honum hið bezta, „hár, snyrtilegur í klæðaburði og greindur vel.“ En þrátt fyrir alla gestrisni í mat og drykk, var Miles ekki boðið að vera, enda var dagur ekki að kveldi kom- inn. Og þó áð Miles væri vegmóður („hann hefði ekki þurft að bjóða mér að gista nema einu sinni“), var aftur lialdið af stað, en sýslumaður tók bók úr skáp og gaf gesti sinum að skilnaði. Um sólarlag kom ferða- langurinn svo að Hraungerði: Prestur í þessari sveit er herra Sigurður Thorarensen, og ég fann skjótt, að ég hafði einskis í misst við að fara frá sýslumanni og komast undir hans gestrisna þak. Hann var ekki „heimsmaður" og „kátur karl“, en hann var skynsamur maður og lærður, guðhræddur og heimspekingur. Hann talaði á- gætlega latínu, og Stefán Thor- arensen, sonur hans, talaði ensku reiprennandi og fjögur eða fimm tungumál önnur. Eg man ekki til að hafa skemt mér eins vel og gagnlega eins og í þessu gestrisna húsi. Eg fann brátt, að ég hafði grætt, en ekki tapað við það að koma hingað, og að — eins og oft kemur fyrir — það sem virðist vera ógæfa eða óþægindi, verður manni fyr- ir beztu. --- Mér var veitt svo vel í Hraun- gerði og ég fékk þar svo mikinn •fróðleik um landið, að ég fór ekki þaðan fyr en kl. 1 daginn eftir. Ágætur morgunverður var framreiddur kl. 9, en kaffi hafði verið borið mér í herbergi mitt strax þegar ég var klæddur. Eg veit ekki, hvort ég fæ nokkurn tíma að endur^jalda þau mörgu vináttubrögð og gestrisni, sem íslendingar hafa sýnt mér, og ég

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.