Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1943, Blaðsíða 12
388
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
r
Jón Þorleifsson: Skjaldbreiður.
í þessari grein gerir Jón Þorleifsson í stuttu máli
grein fyrir því, hvert er takmark myndlistamanna, að
opna augu almennings fyrir fegurð náttúrunnar í lín-
um, litum og formi, og hvernig íslenzk myndlist þró-
ast í þá átt að fá á sig sérkennilegan blæ.
Frá unga aldri langaði mig til
að verða málari, sagði Jón
Þorleifsson er við töluðum sam-
an stundarkorn á dögunum um
málaralist almennt og störf hans
sérstaklega.
— Hvað örfaði þig til þess að
leggja út á þá braut?
— Eg minnist þess ekki, að eg
hafi á uppvaxtarárum mínum
fengið nokkra uppörfun til þess.
Enginn var þá austur í Horna-
firði, það er eg vissi, sem hafði
áhuga fyrir þeim málum.
Eg fékkst snemma við smíðar,
átti að heita búhagur, sem kallað
er, þegar eg fór að stálpast.
Hafði gaman af allskonar smíða-
föndri og hef það réyndar enn.
Afi minn, Jón Jónsson frá Hofi í
Álftafirði var ágætis smiður og
hafði lært smíðar. Talið var að
mér kippti í kynið með smíða-
hneigðina. Ilann var af hinni al-
kunnu Eydalaætt.
Sem barn hafði ég ákaflega
gaman af myndum, sem ég sá í
blöðum og bókum. En ekki var
mikið um þær í uppvexti mínum.
Því eru mér eðlilega minnisstæð
dönsk myndablöð, sem ég sá, er
eg heimsótti Otto Tulinius á
bernskuárum mínum. Hann var
þá kaupmaður í Höfn í Horna-
firði.
— Hvernig leizt foreldrum þín-
um og skyldfólki á málarahug-
leiðingar þínar?
— Lítið var um það talað.
Meðan eg var heima að Ilólum í
Ilornafirði gekk eg að allskonar
vinnu, réri á sjó, er eg hafði ald-
ur til, gekk að heyskap, smalaði
fjöll og smíðaði. Þessu hélt eg
áfram, þangað til eg var 27 ára
gamall. nema hvað eg var á Flens-
borgarskólanum í tvo vetur. Þá
sá eg eina sýningu Ásgríms Jóns-
sonar. Vakti hún hjá mér mikla
aðdáun, varð mesta uppörfun, sem
eg hafði fengið til þess að halda
fast við ákvörðun mína.
NÁMSÁRIN
— Hvernær byrjaðir þú á námi?
— Eg fór til Ilafnar haustið
1918. Var þá sem sagt 27 ára
gamall, fæddur á jólum 1891.
Nokkru áður hafði ég fengið
vatnsliti, pensla og pappír, og
byrjað að gera smámyndir. En
lengi hafði ég teiknað eitt og ann-
að, rnest í sambandi við smíða-
föndur mitt.
Er til Hafnar kom, gekk eg í
„Tekniske Selskabs Skole“, og
var þar í 3 vetur við nám, en
heima á sumrin. Fyrstu sýningu
hélt ég haustið 1919 hérna í
Goodtemplarahúsinu, fór síðan
með myndirnar til Akureyrar og
Seyðisfjarðar og hélt þar sýn-
ingu.
Haustið 1921 fór eg til Parísar,
var þar í einn vetur og teiknaði
í „Academy de le Croquier.“
Ilaustið 1922 gifti eg mig og
sigldum við hjónin til ITafnar,
keyptum hús í úthverfi borgar-