Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1943, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
383
»Æfiniýrin eltu mig«
Enn hvað hann rignir. Þessi
setning úr sögu Einars
Kvaran datt mér fyrst í hug, er ég
leit út um gluggann morguninn
sem eg ætlaði austur í Hvera-
gerði og hafa þar tal af Krist-
manni Guðmundssyni, Þ. e. a. s.
þangað hafði eg ætlað ó.tal sinn-
um í allt sumar, helzt að koma
þangað í glaða sólskini til þess
að skoða þessa spánýju íslenzku
hveraborg, hið fyrsta þéttbýli,
sem byggst hefir hér á landi, er
hefir ekki sjávarströnd við fæt-
ur sér. En mér er spurn: Hver
er sá blaðamaður, eða hvenær
skyldi hann verða -til, er gerir
það sem hann gera þarf fyr en
á síðustu stundu?
Þegar eg sat í Steindórsbíln-
um á leiðinni austur, m»tti mér
hvað eftir annað nýstárleg sjón.
1 hverjum skorning, sem til sást
meðfram veginum, ultu fram elf-
ur kolmórauðar að lit, eins og
jökulár í vorleysingum. Uppi í
Lækjarbotnum hafði vatnsveðrið
myndað 'ný víðáttumikil stöðu-
vötn, að gamni sínu, en landsynn-
ingurinn skóf af þeim eins og út-
sænum. Uppi á flötunum við Kol-
viðarhól endurtók sig sama sagan.
Er hægt að kalla þetta ferða-
lag, hugsaði eg, ef borið er sam-
an við ferðalag á hestbaki í
gamla daga. Menn hefðu vitað af
því að hafa slíþt veður á móti
sér. Þarna sat ég nú við bílglugg-
ann og horfði í makindum á leik-
svið náttúrunnar milli þess sem
eg var að koma saman myndagát-
unni í Jóla-Lesbókina.
Er til Hveragerðis kom, spurði
eg í hvaða átt ætti að leita Krist-
manns, gekk í áttina, spurði
mann, sem var að dytta að húsa-
garði, hann benti mér norðvestur
í rigningunni og’ paufaðist ég á-
fram yfir hraun og ógöngur, yfir
eða undir hitaleiðslur unz ein-
hver dularfull eðlisávísun leiddi
mig að húsi einu, þar sem eg
kvaddi dyra og út kom ung kona,
sem ég á augabragði sá að myndi
vera kona Kristmanns. Hún bauð
mér til stofu, en Kristmann kom
Skammdegiirabb
við
Kristmann
í Hveragerði
að vörmu spori lítt klæddur, því
enn var ekki orðið fullbjart.
Klukkan var tólf á hádegi.
FORSPJALL
— Jæja, Kristmann sæll. Ertu
tilbúinn að segja mér æfisögu
þína.
— Æfisögu. Það er nú svo.
Þegar skáld segir tvisvar æfisögu
sína þá verða þær tvær.
— Gerir ekkert, bara betra,
sagði Þórðiir heitinn í Svartár-
koti.
Við vorum seztir inn í skrif-
stofu hans, og eg búinn að leggja
undir mig skrifborðið og stólinn,
út við stóran hornglugga rétt
eins og eg hefði lengi átt þar
heima. En æfisagan byrjaði ekki
strax, heldur byrjaði samtalið á
„aukamynd“ eins og á bíó. Krist-
mann fór að tala um Ilveragerði
og skógrækt, og hvernig lífið væri
í þessari nýju borg, sem enn er í
reifum, en gott samkomulag rík-
ir eða einskonar friðsamlegtstjórn
leysi skildist mér það vera.
Umhverfis húsið er Kristmannað
koma upp trjágarði með tjörn
og hraundröngum, einskonar njití-
tröllakrýlum, sem eiga að punta
upp á hans framtíðarskóg. Hann
talaði um ýmsar trjátegundir
eins og gamla kunningja, og dag-
urinn, sem aldrei varð fullbjart-
ur, fór að líða frá okkur, en eg
fór að ympra á því að nú þyrfti
sagan að fara að byrja.
— Heyrðu annars, eg ætla að
bregða mér í buxurnar, sagði
Kristmann og- gekk út, en hann
kom aftur eftir augnablik uppá-
klæddur og strokinn eins og
klipptur út úr tízkublaði.
HJÁ AFA OG ÖMMU
— Eg ólst upp hjá móðurfor-
eldrum mínum, segir hann svo,
að Þverfelli í Lundareykjadal. Afi
minn hét Björn Sveinbjörnsson
en amma Ástrún Friðriksdóttir.
— Hvað var það fyrsta, sem þú
mannst eftir þér?
— Að eg stalst upp úr rúminu
allsnakinn, þegar gott var veður
á sumrin, áður en amma náði í
mig, til að klæða mig. Og þá
hljóp eg upp með giljunum, sem
eru sitt hvoru megin við túnið á
Þverfelli, Kaldagili og Kvíagili.
Mér þótti svo gott að láta loftið
og sólina leika um mig berann.
Og því er ekki að neita, að þar
í giljunum sá eg álfa, hvort sem
það hefir verið skynvillur ein-
hverskonar eða eitthvað annað,
sterkt ímyndunarafl.
LÍTIL HULDUMÆR
Þar lék eg mér oft með lítilli
stúlku. Eg mátti aldrei snerta
hana. En eg talaði við hana. Iíún
svaraði mér aldrei. En eg sá hvort
henni líkaði betur eða verr. Hún
var í marglitum undurfögrum
kjól. Slíkan skrautklæðnað sá eg
aldrei eftir það, fyrr en löngu
síðar, á leiksviðum erlendis. Við
dunduðum saman þarna í giljun-
um, og hún horfði á mig og eg
var sæll í návist hennar.
Kannske var þarna á ferðinni
barn, sem einhverntíma hefir átt
heima á Þverfelli.
Sástu hana aldrei nema á þess-
um slóðum?