Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1943, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1943, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 391 Skemmtilegur ferða- langur árið 1852 Skoðaði eldfjöll, hveri og heimsóffi goft fólk Árið 1852 lagði óvenjulegur gestur leið sína hingað til lands, Banda- rikjamaður að nafni Pliny Miles einna fyrstur — ef ekki fyrstur allra manna úr því landi. Hann dvaldist hér um mánaðartíma, ferðaðist aust- ur í sveitir, skoðaði Pingvelii og Geysi, gekk á Heklu, skoðaði hvera- svæðið á Reykjum í Ölfusi og við Krísuvík. Hann kynntist ýmsum Reykvíkingum, einkum Bjarna Jóns- syni rektor. Varð hann mjög hrifinn af náttúru landsins, og landsrnönn- um her hann hið hezta söguna. Um ferð þessa ritaði hann hók, sem út kom í Lundúnum 1854: „Norður- fari, or Rambles in Iceland." Auk ferðasögunnar sjálfrar er í bókinni margs konar fróðleikur um landið, þjóðina, sögu hennar, tungu og forn- ar bókmentir; er það alt ritað af góðvild og auðséð, að höfundur hef- ir notað vel tíma sinn hér á landi, þó að ýmislegt hafi hann misskilið. Hér fara á eftir nokkrar frásagnir úr bókinni. í REYKJAVÍK 1852 Einkunnarorð þessa kapítula eru úr kvæði Popes, sem séra Jón á Bægisá þýddi og kallaði „Tilraun um manninn“. Prentar Miles þau bffeði á ensku og íslenzku, og er íslenzki textinn prentaður stafrétt þannig: — Hvar er norður ytst? Sagt er í Jork, það sé við Tveit; Segir Skottinn: við Orkneyjar; En þar: við Grænland, Zemblu, sveit Sett meinar það — og guð veit hvar. Við lentum í Reykjavík klukk- án sex um morgxminn. Þó að sól hefði verið 5 stundir á lofti, var varla nokkur maður á fótum. Á þessum tíma árs rís sólin ber- sýnilega of snemma fyrir þá. En svefn verða menn að fá, hvort sem dimmir eða ekki. Reykja-, vík, með sínum 1200 íbúum, er ekki mikil, af höfuðborg að vera. Aðalgatan liggur samhliða lág- um malarkambí, og eru aðeins fá hús sjávarmegin götunnar. Að einu leyti er staðurinn sér- kennilegur. Nálega öll hús eru svört. Þau eru mestmegnis úr timbri, ein hæð, og tjörguð, en ekki máluð. Stundum blanda þeir leir í tjöruna. Tjaran er í fyrstu dökkrauð, en verður svört eftir skamma stund. Hún er lögð þykkt á, og hún varðveitir tréð furðulega vel. Eg gekk um eyði- legar göturnar og varð forviða á þeim smekk og hlýleika, sem þessi látlausu íbúðarhús báru vitni um. Riðin gluggatjöld, og oft purpurarauð gluggatjöld að auki, og blómapottar — geraní- ur, rósir, fuchsíur o. s. frv. — voru í hverjum glugga. Hvítmál- aðir gluggakarmarnir skáru sig mjög úr við dökkan, tjörulitan viðinn. Þar sem ég hafði heyrt margt um fátækt íslendinga og slæm atvinnuskilyrði, furðaði ég mig á því að sjá staðinn svo vistlegan og skemtilegan. Kaup- menn hafa venjulega verzlun og íbúð undir sama þaki. Dóm- kirkjan er snotur og stæðileg bygging með turni. Hún er með stærstu húsum í Reykjavík, á- samt latínuskólanum, sem er þrjár hæðir, gistihúsinu, tveggja hæða húsi, og dregst þakið upp í odd, og húsi stiftamtmannsins, sem er langt og lágt hvítkalkað hús úr hraungrýti.----------- Loftslagið er nú — um há- sumar — beinlínis unaðslegt. Fólkið fellur mér vel í geð, það sem ég hefi séð af því. Það er þægilega hispurslaust, og um hjartanlega gestrisni er ekki að villast.----- HVERNIG STROKKUR GAMLI GAUS Höfundur hafðí stutta viðdvöl i Reykjavik. Siðan hóf hann lerð sina að Geysi og Heklu. Á leiðinni tii Þingvaila halði h inn samllot með öðrum ferðamönnum, þeirra á meðal voru foringjar á frönsku herskipi, Bjarni rektor og nokkrir kaupmenn úr Rejkjavík. Síðan hélt hann eins og leið liggur til Geysis, og lýsir honum allnákvæmlega. Um þær mundir þótti Strokkur ekki siður furðulegur, og er hér lýsing Miles á honum: Þegar skáldið (Byron)' sagði, að blóðið í sér syði líkt og „uppsprettur Heklu“, átti hann vafalaust við hverina. Blóð manns mundi ólga alveg óskap- lega ef jafnaðist á við hamfarir Strokks eða Stóra Geysis, bróður hans. Strokkur er litlu síður furðulegur og merkilegur en Geysir. Þó að hann sé ekki eins mikilfenglegur, þeytir hann vatnsbununni hærra og lengra og á breytilegri hátt, vegna þess að gospípan er nokkuð óregluleg. Gospípan er nokkuð óslétt og dá- lítið bogin, eins og byssa Irlend- ingsins, sem til þess var gerð „að skjóta fyrir horn“. Ein regla virðist gilda um alla goshveri á Islandi. Því stærri sem þeir eru, því sjaldnar gjósa þeir. Mér er sagt, að Geysir gjósi ekki stór- gosi oftar en einu sinni á dag eða annanhvern dag. Strokkur einu sinni eða tvisvar á dag og Litli-Geysir á 30—40 mínútna fresti. Strokk má fá til þess að gjósa með því að kasta ofan í hann grjóti eða torfi. Grjót stífl- ar hann stundum, en torf og hnausar gera það ekki, auk þess gefur þetta gosinu svip, með því

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.