Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1945, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1945, Blaðsíða 8
626 LESBOK MORGUNBLAÐSINS íóðruð með. bestu Gullandsborðum; árið eftir var viðbætt það tilvantaði. En Skálholtskirkjukór var bygður síðar anno 1673. Til forkirkjunnar lagði M. Brynjolfur stóru stöplana og nokkra undirviðu; en biskupinn M. Þórður ljet hana byggja anno 1679. Allan byggingarkostnað Skálholts- kirkju með kaupi og kosti smíðanna, heimdrætti viðanna á XII. hndr. hest- um, fyrir X alnir hvert hestlán, og síðan fyrir uppbyggingu á kórnum, lagði hann eftir framlögðum reikn- ingum fyrir IIII hndr. hndr. XXX hndr. upp á landsvísu. Til þessarar Skálholtskirkjubyggingar gaf íslands compagnie af sinni góðvild 100 ríx- dali; voru það prjedikunarstóllinn og skírnarfonturinn með þeirra himni yfir, tvær altaris messingspípur og 3 stq^u eikarhurðirnar fyrir útidyr- um forkirkjunnar og báðum stúku- dyrunum. Ekki hefir nú á seinni tíð- um rambyggilegra hús og af betri kostum gert verið af trje hjer í landi heldur en sú Skálholtskirkja, svo sem enn sjer merki til; meinast stað- ið hefði kunnað fyrir fúa og viðar- hrörnun um 200 ár, ef árlega notið hefði M. Brynjolfs umhirðingar. Hann ljet og steypa utanlands og innflytja hingað anno 1674 stóra ljósahjálminn í framkirkjunni, er vegur nærri 12 fjórðunga, en kostaði 32 ríxdali, hvar af kirkjan átti af brotakopar fyrir 11 ríxdali; einnig tillagði hann eina altaristöflu með skrúfi, hvort tveggja af silfri. FYRIR nokkrum dögum fór Árni Óla blaðamaður ásamt Matthíasii iÞórðarsyni þjóðminjaverði og ljós- knyndara blaðsins austur í Skálholt, til þess að virða fyrir sjer núver- Sndi kirkju staðarins, og kirkju- jgripina, sem hún geymir enn. Um ferð þá og aðkomu hefir Árni Skrifað eftirfarandi ferðalýsingu: Lýsing á Skálholtskirkju. VIÐ fórum þrír austur að Skál- holti föstudaginn 7. desember. Ilell- isheiði var talin ófær smábilum og þess vegna fórum við Þingvallaleið- ina, pg sá vegur var jafn-greiðfær og á sumardegi. Þoka og slydduveð- ur helst allan daginn, dimt yfir og hálf-dapurlegt yfir að líta, hvar sem maður fór. Bíllinn komst ekki heim að Skál- Altarið og stjakarnir frá Islands Compagnie. holti, og urðum við að skilja hann eftir úti á þjóðveginum, þar sem mihnismerki Jóns Arasonar bisk- ups er. Minnismerki þetta er reisti að tilhlutan enskrar konu Disney Leith. Ilún fól Þorgrími Guðmuhds- syni kennara, sem lengi var fylgar- inaður hennar hjer á landi, að sjá um verkið, en hann fjekk Matthías þjóðminjavörð sjer til aðstoðar. — Valdi Matthías staðinn þar sem Jón biskup var höggvinn, og fór þar eftir lýsingu í Biskupsannálum síra Jóns Egilssonar. Minnismerkið er stór steinn, sem stendur á stalla, bn umhverfis girðing úr stuðlabergs steinum, sem standa upp á endann, pg járnhlekkir á milli. Grjótið í þennan minnisvarða var alt tekið )ijá Þorlákssæti, sem er í klettabelti þar skamt frá. Þaðan og heim að staðnum er troðin braut og var nú illfær vegna aurbleytu. Endar hún í tröðum við kirkjugarðinn og heimast í þeim, eða næst bænum, er Staupasteinn, þar sem biskupar voru vanir að drekka hestaskál, þegar þeir kvöddu gesti sína. Andspænis stein inum er sáluhliðið. Grindurnar í því eru bilaðar — brotnaði önnur fyrir nokkru — og er nú hverri skepnu opinn vegur inn í kirkju- garðinn. Kirkjan sjálf er heldur ömvtrleg útlits. Ilún mun nú vera um 95 ára gömul. Þetta er timburkirkja, þak- in bárujárni. Á henni er ofurlítill turn og upp af honum var fyrrum kross, en hann er horfinn, hefir hann brotnað af, og stendur svo- lítill stúfur upp úr turninum, en ekki hefir þótt taka því að setja nýjan kross þar á í staðinn. Þrír gluggar eru á hvorri hlið kirkjunn- ar, með sex litlum rúðum. Þrjár rúðurnar voru brotnar, en 5 skoytt- ar saman. Gluggapósturinn í mið- glugganum að sunnanverðu er svo g.jörfúinn, að hann er að mestu dottinn úr og er þar gaphús milli

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.