Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1952, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
631
dóms. I Betlehemsjötunni gerast
þáttaskil í sögu mannkynsins. „Hið
sanna Ijós, sem upplýsir hvern
mann var að koma í heiminn.“
HafiS þiS nokkurn tíma reynt
aS gera ykkur skynsamlega grein
fyrir hvaSa gildi jólin og boSskap-
ur þeirra gefa tilverunni allri og
hverjum mannlegum einstakling?
1‘etta barn, sem viS sjáum í anda
á jólunum í Betlehemsjötunni, hef-
ur, í samrœmi viS englaboðskap-
inn, hlotiS nafniS frelsari heims-
ins. „í dag er ySur frelsari fœdd-
ur.“ Og þaS er meira en nafniS
tómt. Hann er þaS. Án hans hefS•
um við enga sanna guðstrú. Án
hans vœri jarðlífið, með öllu þess
misrétti og baráttu, óskiljanlegt.
Án hans vœri dauðinn og gröfin
œgileg og vonlaus. Án hans væri
gjörvöll tilveran handahófstilvera,
án sýnilegrar skynsemi, réttlætis
eða tilgangs. Hann, sem fæddist á
hinum fyrstu jólum, leysir allar
ráðgátur og rúnir tilverunnar og
mannlífsins. Hann er það, sem
hann sagði sjálfur: „V egurinn,
sannleikurinn og lífið“.
„Og myrkrið hefir ekki tekið á
móti því.“
Þessi orð voru skráð, meðan
kristindómurinn var á frumstigi
og sætti ofsóknum. En mundi sami
höfundur skrá hau enn óbreytt?
Mörgum mun finnast ástæða til
þess, þó leiða megi nokkur rök
til hins gagnstæða. Svo er Guði
fyrir að þakka, að óteljandi kyn-
slóðir hafa á liðnum öldum fylgt
Ijósinu, og fylgia enn, þó þeir séu
enn of fáir. Þrátt fyrir jólaljósið
er makt myrkursins ægilegt í
mannheimum. Enn skelfur heim-
urinn í ótta við friðrof og styrj-
aldir. Líklega hefir sjaldan í sögu
mannanna verið skuggaíegra útlit
en nú. Það væri því viðeigandi á
þessum jólum, öðrum frekar, að
jólabæn hvers kristins manns sé
um það, að Ijósið að ofan beri
meiri birtu inn í mannssálirnar,
svo að það skapi frið á jörðu, og
aukið magn kœrleika og skilnings
meðal manna og þjóðarheilda.
t fæðingarkirkjunni í Betlehem
er sagt, að logað hafi á 32 Ijósum
frá því hún tmr byggð og fram til
þessa dags. Aldrei hafi slokknað á
Ijósunum. Það er tákn Ijóssins,
sem kveikt var mönnunum í Betle•
hemsjötunni á hinuni fyrstu jól•
um, tákn þess Ijóss, sem alltaf log-
ar mönnunum til himneskrar veg-
leiðslu, og aldrei slokknar. Því
Ijósi erum við að fagna á heilagri
jólahátíð. Það Ijós er jólabarnið
Jesús Kristur, frelsari heimsins.
6’leðileg jól!
MEÐAL kirkjugripa þeirra, er Danir
skiluðu hing-að 1930, var hökull stór og
ágætur úr rósofnu silkiflaueli; eru
blómin (granatepli) gul og óflosuð, en
blátt flos á milli. Rauðhlcik flosuð
smáblóm eru í kransi í miðju hvers
hinna stóru. Fóður hefur verið rautt
léreft, en er nú bleikt. Á bakinu er
krossútsaumur nær alla leið. Á jaðra
krossins eru saumaðar marglitar silki-
snúrur og utan með þeim mjór, rauð-
leitur silkiborði. Krossinn er allur út-
saumaður af hinni mestu list, með
gull og silkiútsaumi. Eru á hann saum-
aðar 7 myncSir, er sýna atburði úr
sögu Maríu og Jesú.
Myndin, sem birtist hér á forsíðu, er
á hægra armi krossins og sýnir Aust-
urvegsvitringana, eða bina heilögu þrjá
kónga, er koma að tilbiðja Jesúbarnið
og færa því gjafir. María situr með
barnið, en Jósep sést í glugga á bak
við. Myndin á höklinum er öll upp-
hlevpt, og líkist upp'nlevptri málaðri
skurðarmynd (bas-relief).
Hökull þessi hinn merkilegi, er
sennilega gerður í Norður-Þýzkalandi
í byrjun 16. aldar. Ilefur hann til-
heyrt skrúða þeim, er Jón biskup Ara-
son gaf Hólakirkju, og hinn sami og
getið er um í Sigurðarregisíri. Hefur
hann fylgt hinni frægu kórkápu Jóns
biskups. í kvæði, sem Óiafur skáld
Tómasson orkti um Jón biskup og syni
hans, er skrúðans getið þannig:
Skínandi var skrúðinn einn,
er skenkti hann heim til Hóla,
með flugel allur fagur og hreinn
flúraður í þeim skóla,
sem langt í löndin er;
aldrei borið hefur annað slíkt
enn fyrir sjónir mér;
véit eg fátt svo fólkið ríkt
að finni hans líkan hér.
Hökulinn sendi Benedikt prófastur
Vigfússon til Kaupmannahafnar eftir
„Opfordring“, líklega frá kirkju- og
kennslumálaráðunevtinu, sem afhenti
bann Þjóðminjasafni Dana 1856. Hök-
ullinn var endurheimtur 1930, eins og
fyrr segir og er nú geymdur í Þjóð-
minjasafni (nr. 10950). Ljósm. Ó. K. M.