Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1952, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1952, Blaðsíða 4
jpomwÍur ^SÍ uemióon: Ábæarkirkja í Austurda í jólablað Dags 1950 ritaði Björn Egilsson bóndi að Svcinsstöðum íróðlcga grein um Austurdal í SkagaíirðL Er þar lýst dalnum og sögð saga hans að not^ru leyti, getið bæa sem byggðir hafa verið þar á síðari tímum og fornra eyðibýla, bænda á 19. öld, og loks kirkjunnar [ t að Ábæ, en hún er sóknarkirkja Austdælinga. Er þar m. a. lýst gerð i. þriggja síðustu kirknanna þar. Hér skal engu aukið við þetta efni utan nokkrum atriðum, sem snerta kirkjuna. ÁBÆARKIRKJU er fyrst getið í svonefndum Auðunnarmáldaga, sem ársettur er 1318. En vel má vera að kirkja hafi verið komin þar löngu fyrr. í máldaganum eru að venju taldar upp eignir kirkjunn- ar. í skrúða og kirkjumunum er hún fremur fátæk, miðað við ýms- ar aðrar kirkjur þá, en þó liklega. sjálfri sér nóg, bókaeignin er sára lítil, en 20 ær á hún og hest. Fjöl- margar kirkjur áttu á þeim tímum fleira og færra af búfénaði. Tíund- arhluti kirkjunnar er sagður þrjár merkur á ári, og svarar það "til rúml. eins kýrverðs að fornu lagi, eftir því sem næst verður vitað. Sýnist það hafa verið sæmileg við- koma, og ekki við meiru að búast úr litlu byggðarlagi. En tíundin hefur að sjálfsögðu ekki alltaí ver- ið hin sama, heldur farið eftif ár- ferði og afkomu fólks eins og cnn er. Og óvíst er að kirkjan sjálf' hal'i notið þessa, þar sem hún er bænda- kirkja, heldur kirkjueigandinn. — Sex bæir guldu tolla til kirkjunn- ar, og hefur Ábær efalaust verið sjöundi bærinn í sókninni. Auk þess kurma að hafa verið þar ein- c hver smábýli mnaxi takmarka hinna stærri jarða. — Prestur skyldi þá vera að Ábæ. Þar sem enginn máldagi Ábæar- kirkju er til annar en þessi, verður fátt vitað kvað á daga hennar hef- ur drifið næstu aldirnar. Þó er vit- að að árið 1469 átti kirkjan jörðina Miðhús í Austurdal. Verður þó ekkert um það sagt hvort hún hefur eignazt hana fyrir eigið fé, þegið hana að gjöf, eða á annan hátt. En á sama tíma hefur þó veg- ur kirkjunnar verið lítili, að því er virðist. í skrá yfir alkirkjur í Hólabisk- upsdæmi frá því um 1430 er kirkju þessarar ekki getið, a. m. k. ekki í þeirri mynd sem skráin hefur varðveitzt. — í Goðdalakirkjumál- daga frá því laust eftir 1460 lagðist til þeirrar kirkju tiltekin fjárhæð „úr Ábæarþingum medllan kirkjan var ekki uppgjör“. — Árið 1469 urðu eigendaskiíti að Ábæ. Selj- andinn var Skúli sonur Lofts ríka. Sagði hann alkirkjuskyld á jörð- inni, og þar væri niður fallin kirkj- an. Iiún ætti og jörðina Miðhús. Kaupandinn var Þorleifur Árna- son í Glaumbæ, dóttursonur Lofts ríka. Sonur Þorleifs var Teitur hinn ríki í Glaumbæ, nafnkunnur maður, sem um eitt skeið átti mikl- ar jarðeignir í Vesturdal. Þorleifur lofaði að gera upp kirkjuna á sinn kostnað, en Skúli lofaði að leggja til hennar tvö hundruð, þ. e. tvö kýrverð, fyrir tíundir sem henni höfðu til fallið á meðan hann helt jörðina. Á þessu virðast þó hafa orðið vanefndir, því að um 1490 lágu undir Goðdalakirkju bæði Ábær og Nýibær. Aðrir bæir í Austurdal eru ekki nefndir þar, en vitað er að bæði Skatastaðir og Bústaðir voru í eyði um það leyti. ^Báðir munu þeir Skúli og Þorleifur hafa verið auðtigir menn, og sætir það furðu hve litla hirðu þeir hafa sýnt kirkjunni. Af þessum gögnum virðist það auðsætt, að Ábæarkirkja hefur ekki verið í starfhæfu standi um alllangt skeið á seinni hluta 15. aldar, og ef til vill um enn lengri 4íma. Hvenær prestur hætti að sitja að Ábæ verður ekkert vitað um. En geta mætti sér þess til, að hann hefði enginn verið þar eftir Svarta- dauða. IIÓLASTÓLL EIGNAST ÁBÆ kuwúJ Þorleifur Árnason hefur ekki átt Ábæ lengi, því að árið 1499 galt Jón nokkur Jónsson „heilagri Hóla- kirkju jörðina alla á Bæ í Dölum í Skagafirði, alkirkjujörð, með öll-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.