Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1952, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1952, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 641 RÚMIÐ hennar Dísu stóð undir litlu gluggakrili í öðrum baðstofuendanum. Um Jónsmessuleytið var sólin vön að senda nokkra logabjarta geisla um óttubilið inn um gluggann. Þeir svifu þá létt yfir þunna lokkana og kysstu mjúklega fölu kinnina. En Dísa brosir við þeim og réttir fagnandi heilu hendina á móti þeim, eins og þegar menn heilsa sjaldséðum, kærum vin- um, og segir í hálfum hljóðum: „Blessuð sólin, blessaður sólargeisl- inn.“ Sólargeislarnir voru henni líka sjaldséðir vinir. Um fimm ára skeið hefur hún orðið að láta sér nægja geiálana, sem gægjast þannig inn til hennar, er sólin gengur lengst til norð- urs. Önnur höndin er máttvana og báðir fætur. Þeir geta ekki borið hana út í sólskinið. En um iöng og skugga- þung skammdegiskvöldin senda stjörn- urnar í norðrinu geislaskin sitt inn um gluggann. Og Dísa brosir við þeim, eins og geislum miðnætursólarinnar og horfir þögul og hrifin á logablik þeirra. „Biessaðar stjörnurnar, blessaðar litlu stjörnurnar“, segir hún þá lágt. Það er vetur, frost og hjarn úti. Dísa horfir út um gluggann. Skyldu stjörnurnar ekki fara að sjást? Nei, ekki ennþá. Dagsglæta var enn á himninum. Þey, það er mannamál frammi. Maður er kominn af næsta bæ. Hann hefur fréttir að segja: „Sveinn á Hóli er dáinn, dó í gær —“ Þögn slær yfir fólkið. Húsfreyja rýfur fyrst þögnina: „En hvað þetta hefur verið heiftug lungnabólga! Vesalingurinn hún Guð- rún á Hóii, hann var efnilegastur af hennar börnum.“ „Já, þetta er mikill missir fyrir þau Hólshjónin — og sveitina“, bætir hús- bóndinn við. Dísa hefur heyrt, er gesturinn segir fréttina. Henni brá ei minna en öðrum. Allar sviplegar fréttir fá mikið á hana. Hún reynir þó að jafna sig og hlust- ar eftir samtalinu þar frammi. Einhver í baðstofunni segir: „Þeim, hem helzt ættu að geta unn- ið eitthvað til gagns í heiminum, er kippt burt, en sumt fólk, sem til einsk- is er fært, fær að hjara endalaust, öðr- um til þyngsla og leiðinda". Dísa hrekkur við. Sá, er kastar fram þessum orðum hefur ekki hugmynd um að þetta er sem bitur fleinn, sem nístir Dísu inn að hjarta, hana, sem hvílir í litla rúminu hinum megin við þilið. „Til einskis fær en öðrum til þyngsla og leiðinda“, hljómar fyrir eyrum henn'ar eins og dómsrödd, sem að vísu hafði oft látið til sín heyra áð- ur, en sjaldan hafði hún kveðið svona ófeimið og hávært upp dóminn yfir lífi hennar. Gesturinn er farinn og jafnvægi er aftur komið á hugi manna. Lítill fjögra ■#-------------------------------------- ára glókollur hleypur eftir gólfinu með keflafesti á eftir sér. Lestin er löng, og eitt sinn, er hann ætlar á harða- spretti með hana, slæst hún um fætur hans, svo að hann skellur á gólfið og heldur ómjúkt, því að keflin verða undir öðru hnénu. Nú verða skjót umskipti. Sólskin barnsgleðinnar hverfur fyrir dynjandi táraskúr, sem steypist yfir það. , ó'í minn. meiddir þú þig, litli vin- ur?“ kailar Disa úr rúmi sínu. „Komdu til mín, ég skal segja þér fallega sögu.“ Þetta getur Óli litli ekki staðizt. — Hann kemur inn að rúminu til henn- ar, og Dísa þurkar af honum tárin með heilu hendinni og byrjar svo á sögunni: „Það var einu sinni lítill drengur, sem............“ o. s. frv. óli litli sezt á kassa við rúmstokk- inn. Sársaukinn er gleymdur, táraskúr- in stytt upp og glaðasólskin komið aft- ur yfir andlitið. Létt fótatak heyrist fyrir framan, svo staðnæmist einhver við fótagafiinn. Það er Stína litla úr Syðri-bænum, grannvaxin sex ára telpa, dökkhærð, fölleit, með stór og skær augu. „Komdu Stína mín, langar þig ti) þess að hlusta á lika. Seztu þá hjá Óla, svona væna.“ Og Dísa klappar á kollinn á henni með heilu hendinni. Svo er byrjað aft- ur á sögunni og augun verða ennþá stærri og skærari á litla, fölleita and- litinu. En bjartast er yfir Dísu. Hún getur gefið öðrum gjafir og fært öðr- um gleði. Það er búið að kveikja í hinum endanum á baðstofunni. Húsbóndinn og húsfreyjan sitja á rúminu næst borðinu undir glugganum. Hann hef- ir dagblað fyrir framan sig á borð- inu en les lítið. Þungar hugsanir sækja að honum og hrukkurnar á enn- inu sýnast hálfu dýpri en vant er. Hún lýtur yfir litla flík, sem hún er að bæta. Nálin gengur óvenju hægt og þreytusvipur er á andlitinu. Allt í einu kemur Óli litli hlaupandi til þeirra og gleði og ákafi ljómar úr bláu augunum. Hann skríður upp á milli pabba síns og mömmu og breið- ir út báða arma eins og hann ætli að faðma þau bæði að sér. „Hún Dísa var að segja okkur svo fallega <sögu, litli drengurinn í sög- unni var svo góður, fjarska góður, mamma“. „Elsku drengurinn minn“, segir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.