Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1952, Blaðsíða 27

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1952, Blaðsíða 27
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 655 BARNA-NNA JÓLA-LESBÓK Fjögralaufasmári 4 .. \L V-+ u '.V* Vfti STEBBI litli átti heima í sveit. Bezti vinur hans hét Svali. Það var hundurinn á bænum. Þeir Stebbi og Svali léku sér oft sam- an þegar gott var veður. Þá fóru þeir út á tún. Þar var nóg af alls- konar blómum. Þar voru sóleyar og fíflar, puntur og súrur. Gaman var að skreyta hattinn sinn með sól- evum, en úr fíflaleggjunum mátti búa til skínandi fallegar hálsfestar. Súrurnar voru góðar að eta og með puntinum var hægt að kitla Svala í evrunum. Á einhverium stað óx mikið af smára. Stebbi hafði hevrt, að ef maður gæti fundið fjögfalaufa- smára og borðaði eitt blaðið, þá mætti maður óska sér hvers, sem hann vildi. Þess vpgna var Stebbi oft að leita að fjögralaufasmára. Svali leitaði líka, en vanalega gafst hann fljótt upp, lagði sig út af og sofnaði. Nú var það einn dag þegar sól- in skein og fuglarnir sungu, að Stebbi var að leita að fjögralaufa- smára, en Svali hafði sofnað, eins og hann var vanur. En allt í einu vaknaði Svali við það, að Stebbi æpti af gleði. Hann hafði fundið það, sem hann leitaði að. — Húrra, nú get ég fengið Indíána-búning, hrópaði Stebbi og stakk smáranum upp í sig og át hann allan til vonar og vara. En Svali glápti forviða á hann. Hvað gekk að honum Stebba? Var hann þá ekki farinn að eta gras! Stebbi flýtti sér inn til mömmu sinnar og sagði henni frá heppni sinni. Og hann sagðist hafa óskað sér að fá Indíánabúning. — Er það ekki alveg áreiðanlegt manna, að maður fær ósk sína uppfyllta ef maður finnur fjögra- laufasmára og etur hann? sagði Stebbi. Mamma hló. — Vertu nú ekki of viss um það, sagði hún. En við sjáum nú til. Svo leið dagurinn og ekki kom Indíánabúningurinn. Stebbi var eirðarlaus af óþreyu og um kvöld- ið grét hann út af vonbrigðunum. — Vertu rólegur, Stebbi minn, sagði mamma. Þú verður að gá að því, að þetta er svo stór ósk, að það er ekki von að þú fáir hana uppfyllta undir eins. Þú verður að vera þolinmóður. Svo leið hver dagurinn af öðr- um, að ekki fekk Stebbi ósk sína uppfyllta. Og dagarnir urðu að vikum og vikurnar að mánuðum og Stebbi var farinn að halda að það væri bara vitleysa, að maður gæti fengið ósk sína uppfyllta með því að eta fjögralaufasmára. Hann var orðinn úrkula vonar um að hann mundi nokkru sinni fá Indí- ánabúninginn. Sumarið var liðið. Haustið var liðið. Og nú komu blessuð jólin. Á jólakvöldið fekk Stebbi stóran böggul. Og hvað haldið þið að hafi verið innan í honum? Indíánabún- ingur! Það var fjaðraskraut til þess að hafa á höfðinu, belti með tréöxi, bogi og örvar og örva- mælir. Og þá held ég að Stebbi hafi orðið glaður. Hann rak upp svo ógurlegt Indíánaöskur, að Svali varð logandi hræddur og hypjaði sig inn í skot. Stebbi fór nú í búninginn og ætlaði að sýna Svala hvað hann væri orðinn fínn og hermannlegur. En Svali var hræddur við hann og hnipraði sig innst í skotið og það var sama hvernig Stebbi kall- aði á hann. Seinast fekk Stebbi kjötbita hjá mömmu sinni og bauð Svala. Og þá stóðst hundurinn ekki mátið, því að honum þótti eins vænt um að fá kjöt eins og Stebba

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.