Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1952, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1952, Blaðsíða 6
G34 LESBÓK MOHGUNBLAÐSINS er að kirkjuskoðun fór þar fram árið 1677. Athvglisvert er það að árið 1664 er Nýibær sagður í Goðdalasókn, og svo er eins 1570. Ef til vill þarf þetta ekki að þýða það, að Ábæar- kirkja hafi legið niðri þá, heldur sé þarna miðað við prestakallið, en Goðdalaprestar hafa væntanlepa þjónað að Ábæ eftir að prectnr hætti að vera þar, að svo mik’u leyti sem kirkian bar var unni. Að vísu er svo að skilia af fsl. æví- skrám III. bindi, 283, að b°ð h=>fi fyrst orðið um 1736. en það fa>r ekki staðizt þá vitnisburði. sem hér fara á eftir. Það hefur orðið iönpu fyrr sem Goðdalaprestar fóru að flytja tíðir að Ábæ. Þegar jarðatal beirra Á. M”»nús- sonar og P. Vídalíns var peri b^rna 1713, var kirkja uppi að Ábæ b;ón- að frá Goðdölum, en enginn kirkiu- garður, sakir þess, að þv' e^ sýnist, að áin hafði brotið laedið bar. ,.og eru framliðnir jarðaðir í r^ðdö1- um með stórhættum og eriiði, og stundum þegar ekki verði”- vfír jökulsár komizt, eru framliðnir fluttir til Silfrastaða". — ^enni- lega hefur kirkiugarður verið gerr þarna að nvu ekki löngu s’'ðar, og a. m. k. hefur garður verið þar svo lengi sem elztu og fróðustu menn vita. — Áin virðist eivr>ig hai'a ógnað kirkiunni, svo að f’vtia bef- ur orðið hana suður 4 b"b,"'r’n þar sem hún hefur staðið síðan. í Johnsens jarðatali sep:- að t;l forna hafi verið frá Hólastóli greiddir til Goðdalastaðar «ex fjórðungar smjörs á ári fvrir Ábæ- ar annexíu, sem sé hin torsóttasta, yfir tvæ>- iökulsár og brattan og erfiðan fiallveg að fara. í Þætti Hiálms á Ke’dulandi í Huld segir, að Austdælingar hafi keypt 3—4 messur á ári af Goð- dalaoresti. Síra Vilhiá’mur Briem, sem prestur var að Goðdölum á síðasta áratug næstliðinnar aldar, og hinn eini nú á lífi þeirra presta, sem þar hafa setið, segir í ritgerð sem birt- ist í tímaritinu Jörð fyrir allmörg- um árum, að Austdælingar hafi átt rétt á sex messum á ári. Þó að Ábæarkirkja sé ein hin af- skekktasta og óþekktasta kirkja landsins, þá atvíkaðist það svo, að hún varð eitt sinn, á öldinni sem leið, skvndilega kunn ýmsum fremstu mönnum þjóðarinnar, eða á ekki óveglegri vettvangi en á sjálfu löggjafarþingi voru. Evddi þingheimur nokkrum dagstundum til að ræða mál hennar. Er hún sennilega eina kirkja landsins, sem getur státað af því að hafa fengið samin og samþvkkt sérstök lög um endurheimt réttinda sinna. Kirkja þessi hafði sem sé sætt þeirri meðferð um langt skeið að vera svipt lögheimiluðum og hefð- bundnum tekjum sínum. Runnu þær allar til prestsins að Goðdöl- um. Hvenær sá háttur komst á verður ekki með vissu vitað. En eftir því sem kom fram í umræð- um á Alþingi þá hefur það orðið ekki seinna en um miðja 17. öld. Þessu undu bændur í Austurdal illa sem vonlegt var. Og þeir báru fram kvartanir sínar, en fengu ekki leiðréttingu. Að síðustu, þegar þannig hafði staðið á þriðja hundr- að ár, leituðu þeir ásjár Alþingis. Árið 1877 fólu þeir þingmanni Skagfirðinga, Einari B. Guðmunds- syni bónda að Hraunum, að bera fram á þingi frumvarp sem fæli það í sér, að þeir fengju þann rétt kirkju sinni til handa, sem allar aðrar hefðu. Ekki verður séð að hinn þingmaður héraðsins, Jón Blöndal, komi neitt við sögu máls- ins á þingi. E. G. bar svo fram á Alþingi svo- hljóðandi frumvarp: Lög um réttindi Ábæarkirkju í Skagafirði. 1. gr. — Ábæarkirkja í Skaga- fjarðardölum skal frá 6. degi júní- mánaðar 1878 njóta sömu réttinda og aðrar kirkju í landinu, þannig að henni skal borga tíundir, tolla og legkaup sem öðrum kirkjum, og rennur það fé í sérstakan sjóð kirkjunnar er gæti sömu skyldna og aðrir kirkjusjóðir. • 2. gr. — t>að sem tekjur prestsins að Goðdölum rýrna við ákvörðun 1. gr. skal endurgjalda úr lands- sióði meðan prestur sá er nú þjón- ar brauðinu situr í embætti, eða þangað til almenn bót verður ráðin á kiörum presta, ef það verður gjört fyrir næstu prestaskipti. Skal það gjald fastákveðið 20 krónur ár- lega. 3. gr. — Með lögum þessum er numinn t'm P’Mi konungsúrskurður dags. 20. júní 1743. í ástæðum fyrir frumvarpinu segir m. a.: „Að því er menn vita hefur p”esturinn að Goðdölum, er þjónar Ábæarkirkiu, verið vörður hennar á bann hátt. að allar tekjur hennar hafa runnið til hans, og hann séð kirkjunni fyrir lýsing, bakstri og víni. Árið 1742 heimtaði Skúli land- fógeti Magnússon, er þá var sýslu- maður í Skagafirði, og nokkurs konar umsiónarmaður Hólastóls, eftir lát Steins biskups Jónssónar, að presturinp Sveinn Pálsson, er þá þiónaði Goðdalabrauði, gerði skil fyrir tekjum kirkiunnar, en hann neitaði, og ritaði til Stiórnar- ráðsins að tekjur sínar mættu hald- ast óbrevttar. Út á það kom kon- ungsbréf, dags. 20. júní 1743. er heimilar prestinum að Goðdölum tekiur Ábæarkirkju eins og að undanförnu. Lá svo málið í þagn- argildi, að því er sýnist, þar til árið 1847 að sóknarmenn rituðu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.