Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1952, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1952, Blaðsíða 17
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 645 var timburfarmurinn settur á land. Var ekki langt þaðan að flytja að Hjarðarholti og hefir bygging eld- hússins fljótt hafizt eftir heim- komu hans, og verður ekki annað ráðið af sögunni en að eldhúsið hafi verið kortiið upp um haustið. En svo segir seinna að það hafi ekki verið „algert“ fyrr en að áliðnum vetri. Af þessu mætti ráða það. að hagleiksmaðurinn, sem myndirnar skar og enginn veit hver verið hefir, hafi fyrst byrj- að á sínu verki eftir að eldhúsið var reist og þiliað og ekki lokið því fyrr en að áliðnum vetri. Hefir þetta því verið margra mánaða verk og er það skiljanlegt þegar þess er gætt, að þar voru markað- ar sögur bæði á þiljum og ræfri. En af þessu má ráða að mvndirn- ar hafi verið handaverk ís'endings, en ekki verið skornar á viðinn í Noregi veturinn áður meðan Ólaf- ur var þar. Það hefði líka verið erfitt að skera mvndirnar á þili- urnar áður en þær voru festar upp og haga öllu þannig að þær felli saman á veggjunum, því að líklegt má telja að mvndirnar hafi verið svo stórar, að þær hafi náð yfir meira en eina fjöl, því að þær hafa orðið að vera svo skírar að bær sæist vel hvar sem setið var í hús- inu, annars var lítil stofuprýði að þeim. Og hefði mvndirnar verið svo smáar, að þær hefði hver rúm- ast á einni fjöl, þá mundi varla hafa verið svo til orða tekið að húsið hefði „þótt miklu skraut- legra“ þegar það var ótjaldað. Af brotum þeim úr Húsdrápu Úlfs Uggasonar, sem varðveitt eru í Snorra-Eddu, fáum vér nokkuð að vita hvaða sögur voru markaðar þarna á veggi og ræfur. Varla get- ur nokkur vafi á því leikið að sög- urnar hafa verið sagðar með mynd- um, og að myndirnar haía verið útskornar, því að talað er um „smið“ í sambandi við þær. Fyrsta sagan er um viðureign Loka og Heimdalls hjá Singasteini, er þeir deildu um Brísingamen. í''reya átti Brísingamen og er þess þrisvar g^tið í Þrymskviðu og alt- af kallað „hið mikla men Brís- inga“. Hefir það verið kjörgripur. Loki stal þessu meni, en Heimdall- ur náði því af honum. Snorri seg- ir að Úlfur Uggason hafi kveðið „langa stund“ eltir þeirri frásögn í Húsdrápu, en ekki hefir hann um það nema eina vísu. Snorri kann ekki söguna um viðureign þeirra Loka og Heimdalls, en segir að í Húsdrápu hafi þess verið getið að þeir hafi verið í selalíkjum. Þetta bendir til þess að nokkuð hafi ver- ið glatað úr Húsdrápu þegar á dög- um Snorra og sagan gleymd. Næst er í Húsdrápu getið um söguna af róðri þeirra Þórs og Hymis, þegar Þór dró Miðgarðs- orm. Hafa geymst um það nokkur vísubrot, en vantar þó í söguna. Segir þar fyrst frá því er Þór hvessti augu á orminn, sem hann hafði dregið að borði, en ormur- inn spjó eitri í mót. í næstu vísu segir frá því, að Hymi þótti drátt- ur þessi hættulegur*) Síðast seg- ir frá því í heilli vísu, að Þór gaf Hymi löðrung, en laust höfuð af Miðgarðsormi við öldunum. Það eru lok þeirrar sögu, því að í sein- ustu hendingu segir skáldið „Hlaut innan svá minnum“ og hef- ir það verið viðkvæði í lok hverr- ar sögu. Þriðja sagan er um bálför Bald- urs og má s,iá að Snorri hefir alveg þrætt frásögn drápunnar þegar liann skrifaði um bálför Baldurs í Eddu. Samkvæmt því verður röð vísnanna í Húsdrápu önnur, heid- *) Það er þó óvíst að vísa þessi sé úr Húsdrápu, annars staðar er sagt aö hún bé eítir Braga gamla. ur en er í „Norsk Skjaldedigtning". En af vísunum má ráða nokkurn veginn hvernig myndirnar hafi verið í skálanum: 1. Hyrokkin tröllkona hrindir fram skipinu Hringhorna, en ber- serkir Óðins hafa fellt úlfinn, reið- skjóta hennar. 2. í"reyr ríður fremstur á Gull- inþursta til bálfararinnar. 3. Þar næst kemur Heimdallur ríðandi á Gulitoppi. % 4. Þá kemur Óðinn sjálfur ríð- andi og fylgja honum valkyrjur og hrafnar. Niðurlag vísunnar, „hlaut innan svá minnum“, sýnir að þar hafa verið sögulok. Snorri segir í Eddu: „Úlfur Uggason hefir kveðið eftir sögu Baldurs langt skeið í Húsdrápu“. Bendir það til þess að myndasag- an í eldaskálanum í Hjarðarholti hafi verið lengri en hér er rakið að framan. Vantar þó meira í hin- ar sögurnar, og vera má að þarna hafi verið markaðar enn fleiri sögur og þeirra verið getið í þeim köílum Húsdrápu, sem týndir eru. En það er skáldinu að þakka, að nokkur frásögn hefir geymzt um þessa híbýlaprýði. Og ef Ulfur hefði ekki orkt Húsdrápu, þá er mjög óvíst að nokkuð hetði verið getið um útskurðinn í eldaskálan- um. Það hefir verið svo alvanalegt að menn skreyttu hús sín á þenn- an hátt, að ekki hefir þótt frásagn- arvert íremur en það þætti nú frá- sagnarvert að menn hengja mynd- ir a veggi hjá sér. Þó má aatla að útskurðurinn í Hjarðarholli hafi verið meiri og af meiri iist gerður, en viðast hvar. Þess vegna heíir skáldinu þótt ástæða til að yrkja þar um, og þess vegna er sagt í sögunni að húsið haii þótt skraut- legra þegar tjöldin voru eigi uppi. Auðvitað er Ólaíi pá hrósað fyrir þetta, eix iistamaðurinn, er svo

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.