Lesbók Morgunblaðsins

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1952næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1952, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1952, Blaðsíða 11
LESBÓK M0RGUNBLAÐSIN5 639 fc •-----------------------------.J 4. mynd. Fléttusaumað teppi. i'fir stendur ÞORA STEPHANSD, en neðst ANNO MDCCV. Talið er að þetta sé Þóra dóttir Stefáns skáids Olaíssonar i Vallancsi. • flug föður síns, því að teppið er gert af mörgum ólíkúm fvrirmynd- utn, og þó ekki án samræmis. En í uppfyllingunni hefur hún látið ímyndunaraflið leiða sig í gönur, því að þar hefur hún stóra tuli- pana, sem eru í ósamræmi við allt annað. Þeir eru fagurlitir, og um 1700 hafa þeir verið sjáldséðir á ís- landi og þess vegna hefur Þóra bætt þeim við hinar mörgu fyrir- myndir í tjaldi sínu. Ég er ekki svo vel að mér í menningarsögu íslands að ég geti skorið úr því hvort þessir fjórir dúkar eru heldur ábreiður eða .veggtjöld. Efst á dúknum með biblíumyndunum stendur upphaf á Ijóði, er gæti bent til þess að það hefði verið rúmábreiða: „Hér mun himna stýrir hvílu með blessan skýla, engill guðs að gangi, g...“. Mönnum kann að virðast það ótrú- legt að svo skrautlegir dúkar hafi verið notaðir til þess að breiða yfir rúmin, í stað þess að vera vegg- skraut. En þcss ber að gæta, að rúmin stóðu í aðalvistarverum bæanna fyrrum, og hin mörgu og íögru rekkjutjöld, oíin og útsaum- 5. mynd uð, sýna hve mikil rækt var við það lögð á íslandi fyrrum að skreyta rúmin. (Sjá 5. mynd). Ef til vill hafa þetta ýmist verið vegg- tjöld og ábreiður. Á menningar- sögulegum lýsingum bæði frá Dan- mörk og öðrum löndum, sjáum vér að nafnið „tapet“, sem þýða ætti veggtjald, hefur verið notað reglu- laust um borðdúka, ábreiður og veggtjöld. Svo kemur dúkur (6. m.) sem ekki er gott að vita til hvers hefur verið notaður. Upprunalega hefur hann verið öðru vísi í laginu. Miðbikið með einhyrninga-myndunum hef-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3898
Tungumál:
Árgangar:
84
Fjöldi tölublaða/hefta:
4069
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1925-2009
Myndað til:
17.10.2009
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Greinar um menningarmál, bókmenntir
Styrktaraðili:
Aðalrit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað: 47. tölublað (24.12.1952)
https://timarit.is/issue/240733

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

47. tölublað (24.12.1952)

Aðgerðir: