Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1952, Blaðsíða 8
C36
LESBÓK MORCíUNBLADSINS
••^■^.^.^.^i
IQcL ar d &ecL:
Qólaó&ur
Sem fögur ljósey mitt í húmsins hafi
oss hlæa’ að nýu blítt við sjónum jól.
Með stjörnukrónu, kærleiks geislastafi,
þau koma eins og langþráð morgunsóL
Þau færa birtu’ og yl í bæinn kalda,
og berar merkur hýrgar þeirra skin;
þau vekja’ og glæða vonarneistann falda
i veikum brjóstum — yngja gamlan hlyn.
í klukkna-hringing sigursöngvar óma;
frá sæ að tind þeir boða nýan dag;
þar heyrast sjálfar raddir himins hljóma,
og hjörtun vermir þeirra dýrðarlag.
Þar talar H a n n, sem herra lífs og dauða
var hér á jörð, í ástarblíðum róm;
hans kenning boðar konungstign hins snauða
og konunglegrar sálar ríkidóm.
Hans lífsorð hljómar hátt i klukknaslögum
um helgiþögla, stjömubjarta nátt;
hann eggjar heim að lúta kærleiks lögum
og lifa undir merki hans í sátt.
Hans lausnarorð sem leiftur-viti bendir
til lands, úr sævarhrakning, mæddri þjóð;
hans máttarorð þá morgungeisla sendir,
er myrkrið flýr, þeir kveikja andans glóð.
hún væri látin standa, og lofað að
borga presti eins og áður, því
að þeir treystu sér ekki til að sækja
kirkju til Goðdala, eða flytja fram-
liðna þangað.
Ýmsir fleiri tóku til máls, þ. á. m.
Hilmar Finsen landshöfðingi sem
vildi vísa máli þessu til prests-
launanefndarinnar, en fyrir þing-
inu lá þá frumvarp til laga um víð-
tæka breytingu og bót á kjörum
presta almennt í landinu, sem þó
náði ekki fram að ganga í það sinn.
Studdi Grímur Thomsen þá uppá-
stungu. En það fékk ekki fylgi, því
að hér þótti standa svo sérstak-
lega á.
ÁBÆARKIRKJA
FÆR SÍN EIGIN LÖG
Umræðurnar voru yfirleitt hóg-
værar, enda neitaði enginn því að
kirkja þessi byggi við harðari kost
en aðrar í landinu. Sumir þeir, sem
þó töluðu frekar á móti frumvarp-
inu, tóku það fram, að 20 krón-
urnar sem presturinn ætti að fá,
væri svo lítil upphæð að það, út af
fyrir sig, væri ekkert aðalatriði.
Undir umræðum upplýstist það,
að tekjur prestsins úr Ábæarsókn
hefðu fimm síðustu árin numið 20
kr. að meðaltali. Hér sýnist því
fremur hafa verið um réttlætis-
eða tilfinningamál að ræða, en
hagsmuna.
Frumvarpið var svo að lokum
samþykkt með samhljóða atkvæð-
um sem lög frá Alþingi, og hlaut
konungsstaðfestingu 14. des. sama
ár, eða fyrir réttum þremur aldar-
fjórðungum.
Það skal tekið fram að allt þetta
tímabil sátu að Goðdölum merkir
prestar, og er ekki annað vitað en
vel hafi verið með þeim og Aust-
dælingum, þrátt fyrir þetta.
Æ
Og enn hafa Austdælingar sýnt
að þeim þykir vænt um kirkjuna
sína. Fyrir þrjátíu ámm endur-
reistu þeir hana, vandaða og snotra,
af steini gjörða, þó að flutningar
á þungavöru allri séu enn hinir
erfiðustu þangað fram. Er henni
vel við haldið.
Hvaða örlög bíða Ábæarkirkju í
framtíðinni verður ekki vitað. En
ekki er hægt að segja að vænlega
horfi um hag hennar nú. Kirkju-
staðurinn sjálfur er kominn í auðn,
og aðeins tveir bæir eftir byggðir
í sókninni.
En þegar helgir hljómar kirkju-
klukknanna að Ábæ þagna til fulls,
er brostinn þáttur í langri sögu
þessa litla, kyrrláta byggðarlags,
sem söknuður mætti þykja að.
Heimildir: Einkum Fornbr.safnið
og Stjórnartíðindin.