Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1952, Blaðsíða 24
652
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
könnum. Seinna fekk hún ofurlít-
inn vagn frá Port Augusta og ók
vatninu síoan á honum yfir sand-
auðnina.
Jörðin skorpnaði og molnaði
undan þurrkunum og hitanum.
Blökkumönnum veittist æ erfiðar
að afla sér matar. Það þýddi ekk-
ert þótt þeir reyndi að gaidra fram
regn, særingaþulur þeirra voru
máttlausar. Vikur og mánuði var
hitinn um 45 stig á hverjum degi.
Oí't sá Daisv ský dragast saman
hátt á lofti og regn koma úr þeim.
En það náði aldrei til jarðar.
Vegna hins mikla hita gufaði það
upp á leiðinni. Það var eins og hið
þunna og þurra loft gleypti það.
En sandstormar voru tiðir og stóðu
oft í margar klukkustundir og þá
fylltist tjaidið hennar Daisy af
sandi. Sándurinn fór í ritvélina
hennar svo að hún varð ónothæf.
Þó fannst Daisy það lífsnauðsyn
að geta notað ritvéiina. Hún varð
að skrifa greinar fyrir blöðin til
þess að afla sér peninga. Hún hafði
þegar eytt aleigu sinni til hjálpar
villimönnunum. Tvívegis fekk hún
svolitla hjálp — gjafir, sem komu
a óvart. Önnur gjöfin var 7Vz sterl-
ingspund frá háskóla í Bandarikj-
unum, liin var 60 sterlingspund
frá haskólanum í Adelaide. Þess-
um gjötum skifti hún þannig, að
hun keypti matvæli og aðrar
nauðþurítir handa sér fyrir þriðj-
unginn. en fyrir afganginn keypti
hún matvæli handa villimönnun-
um. Það veitti ekki af. Þeir fengu
aldrei það sem þeir köliuðu „jooni
boolga'* (en það þýðir kviðfylli)
nema þegar Daisy gaf þeim mat.
Rétt fyrir jólin 1929 kom upp
eldur i ^kógarkjarrintí umhverfis
bústað hennar. Einn a( villimönn-
unum iiafði kveikt í runna, til þess
að svæla út sandeðlur, sem hann
helt að væri þar. Á jóladag var
eldurinn kominn allt umhverfis
tjaldið hennar Daisy. En þá komu
villimennirnir henni til hjálpar.
Þeir ruddu burt kjarri á breiðu
svæði hringinn í kring um bústað
hennar og gerðu þar skjólbelti fyr-
ir eldinum, enda komst hann ekki
þar yfir.
Nokkru síðar var það einn dag
er Daisy kom á fætur, að hún sá
furðulega sjón. Henni virtist stórt
fjall koma sígandi vfir eyðimörk-
ina. En í rauninni var þetta felli-
bylur og ók á undan sér ógurleg-
um sandmökk. Innan stundar skall
hann á. Fólkið varð að fleygja sér
niður og halda sér fast í hvað sem
fyrir var. Á eftir sandbylnum kom
dynjandi regn. Og þá skeði annað
enn meira undur. Jörðin grænkaði
— hitaharðindunum var lokið.
Daisy gelst upp
Árið 1935 yfirgaf Daisv bæki-
stöð sína hjá Oolden og helt til
Adelaide. Hún var þá 75 ára að
aldri. Þegar hún var komin til
borgarinnar tók hún að rannsaka
dagbækur sínar og skrifa endur-
minningar sínar — endurminning-
ar langrar ævi, sem varið hafði
verið til þess að hjálpa þeim, sem
enginn vildi hjálpa. Þetta mikla
og fórnfúsa , starf hennar hefir
vakið aðdáun margra og segia
menn að þvi megi líkja við það
starf, sem þýzki vísindamaðurinn
Albert Schweitzer hefir innt af
-höndum í þágu Svertingja í Af-
ríku. En sorglegt er það, að starf
Daisy Bates hefir verið unnið fyrir
gíg. Hinni frumstæðu þjóð, sem
byggði Ástralíu þegar hvítir menn
komu þangað, verður ekki bjarg-
að. Hin nýa menning og steinald-
arbragur villimanna getur ekki
farið saman. Þar er of langt bil á
milli. Og það er ekki nema tíma-
spursmál • hvenær frumbyggjar
Ástralíu líða algjörlega undir lok.
^ ^ ^
ð
Wtt ljós minn drottinn lýsi mér
þá lífs hér stigum l'.allar.
Svo fært mér verði að fylgja þér
þó fenni í slóðir aliar,
þá dauðaélið dimmt að fer
og dagur liðinn jarðar er
þá herrann heim mig kallar.
Ef óviðbúinn ég fell hér
af eigin vangá mínni,
þá bið ég Guð þú bjargir mér
barni í umsjá þinni.
Lofað sé nafn þitt herra hár,
sem hefur mér um æviár
fyigt bæði úti og inni.
t belrum skrúða bimnum á
úr heimsins tötrum færður.
IVIeð vinum glaður verð ég þá
vel græddur, endurnærður
• af drottins Jesú líknarlind,
sem leysti mig frá dauða og synd
sjalfur á krossi særður.
STEFÁN FILIPPUSSON.
★ ★ ★ ★ ★
Veiztu þetta
■k Nicaragua er stacrsta rikið í Mið-
Amcríku.
•k ítalskur mupkur i Florenz fann upp
glcraugun árið 1)35.
if Merkin : (kolon) og ; (semiko’on)
voru fyrst notuð sem leslrarmerki í
Englandi á 16. öld.
ýt Menn eru um 348 grömmum léttari
á heimsskautunum heldur en við
miðjarðarlinu.
if Fvrir 6000 árum höfðu cgypzkir
stjörnufræðingar komizt að því að
365 dagar voru í árinu.
if Aðdráttarafl tunglsins á jörðina cr
helmingi sterkara heldur en að-
dráttarafl sólar.
i( Kubit er gamalt lengdarmál. Það
var eins og hin forna alin miðað við
lengdina frá alnboga fram á fingur-
góm löngutangar.
if í Ástralíu er sjötti hlutinn af allri
sauðfjáreign jarðarbúa, enda er ull
aðal útílutningsvara þar.