Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1952, Blaðsíða 25
80 árusn
Kirkjugestir fyrir 70
ÞESSI frásögn er kafli úr eniurminningum Helgu Sigurðardóttur frá
Barkarstöðum í Fljótshlíð. Handritið er geymt í Landsbókasaini (Los.
363 fol.). Helga var fædd að Barkarstöðum 4. júní 1847 og ólst þar upp
hjá foreldrum sinum. Rúmlega tvítug giftist hún Helga Jónssyni að
Árbæ í Holtum og fóru þau að búa þar í júlí 1868. Helgi andaðist 1801
en Helga bjó þar nokkur ár eítir það. Árbær er kirkjustaður og í þess-
um kafla segir hún frá presti mm og kirkjugestunum, og eins frá hinum
mikla átroðningi, sem buendur á kirkjustöðum urðu fyrir. Er það biot
úr þjóðlífslýsingu frá þeim árum.
OFT var mannmargt við Árbæar-
kirkju á þeim dögum og eftirstöður
miklar, oft fram á kvöld, því margt
þurftu bændur að spjalla, þegar
saman var komið á kirkjustaðnum,.-
semja fjallaseðil, lesa upp hrossa-
lýsingar og fleira í kirkjudyrum,
áður en fólkið fór út. Og það var
svo sem nauðsynlegt að allir fengi
að heyra það og lesarinn vildi eng-
an setja hjá. Vjljað gat auðveldlega
til, að hestur' kæmi ókunnugur,
annað hvort í hagann eða túnið, og
þá var gott að vera búinn að hlusta
á lesturinn í kirkjudyrum.
Séra Benedikt Eiríksson var
prestur minn í 16 ár. Hann var
stakasta ljúfmenni, reglumaður
mesti, en klerkur ekki meira en í
meðallagi. Hefðu ræður hans verið
helmingi styttri, hefði almenningi
ekki orðið eins rótt og svefnsamt
undir þeim, eins og raun varð á.
Þeir voru sérstaklega heppnir í
sætavalinu, sem hafði hlotnazt að
sitja efstir í stóL Það var svo undur
þægilegt að geta hallað sér út af.
Fólkið var, þrátt fyrir löngu ræð-
urnar, kirkjurækið, jafnvel konur
af utustu bæum úr sókninni, sem
er nokkuð langur vegur, komu oft
og einatt í skafrennings byljum.
Allir vissu það, að ekki stóð nokk-
urn tíma á prestinum. Hann var
þessi fyrirtaks ferðamaður og átti
ljómandi góða hesta. Hann kom
hverju sem viðraði aleinn ofan frá
Guttormshaga og var heldur sjald-
an nætursakir, nema þegar hann
þurfti að hlýða ungdóminum yfir
kverið, sem hann lauk miklu af í
einu, þegar hann tók sig til.
Allir sýndu gamla manninum
elskublandna virðingu, sem hann
átti skilið fyrir framferði sitt utan
kirkju. Og þegar bændur komu inn
í kórdyrnar, hneigðu þeir sig bæði
með höfði og hnjám, ég hugsa fyrir
prestinum fyrir altarinu. Ég hafði
ekki séð það í Hlíðinni.
Þegar inn í bæinn kom, ruddust
allir, karlar og konur í einni þvögu
hver sem fyrstur gat, að þakka
fyrir ræðuna og stundum skauzt
um leið svuntuhornið kvennanna
upp að augunum, en vinstri hand-
leggsermi karlmannanna sömu leið
-ina; það var svo sem ekki tilhlýði-
legt að þeir væri eftirbátar kvenna
sinna.
Að þessu loknu settust þeir inn
í stofu að spjalla saman, en konur
tóku sér sæti í loftinu á meðan
verið var að hella upp á stóru
könnuna, úr stóra katlinum, sem
eitt sinn var keyptur hjá Thorgrim-
sen á Eyrarbakka og rúmaði 10
potta af vatni. Eldakonan mín sá
alltaf um það, að komið væri að
suðu á honum þegar ég kom inn.
Konurnar fóru nú að rabba sam-
an. Umræðuefnið vildi nú verða
eitthvað um búskapinn, hvernig
hefði gengið að þvo og þurrka ull-
arlagðinn, hvað smjörögnin væri
þung af strokknum í hvert mál,
hvernig hefði gengið með skánina,
aukatöðin og svo móinn, hvort
þetta væri komið undir þak. Já,
þak, þau voru nú ekki beisin, þær
húðláku óhræsis torfþekjurnar, svo
illa verkaðist eldiviðurinn, jafnvel
þótt skráþurr væri hirtur. Það voru
nú meiri vandræðin að eiga við
það allt saman.
Þá minntust þær á vefjaívinn-
una. Hún gekk -nú náttúrlega mis-
munandi eins og gerist. Sumar
voru búnar að láta vefa 50, sumar
60, sumar 100, sumar 2—300 alnir,
allt eftir efnum og ástæðum. —
Ólukkans plöggin draga svo mikið
frá, að það eru hrein vandræði.
Það þarf ekki svo lítið af þessum
plöggum þar sem eru 10—12—14
manns í heimili og margt krakkar,
þau slitu kannske ekki sokkunum
greyaraangarnir, já, þvílík ósköp!
En skemmtileg eru þau nú samt
allt fyrir þetta, krakka angarnir.
Það er hún Gunna mín greyið, eða
hann Nonni minn; hann er nú far-
inn að stafa, Gunna að stauta, Kata
að klóra, þó enginn sé til eiginlega
sem getur sýnt henni hvernig á að
draga til stafs. Vala er að byrja að
taka lykkjuna og gengur vel.
Svona mátti nú heyra viðræð-
urnar í Árbæar baðstofu þriðja
hvern sunnudag í 28 ár. Mér þótti
leiðinlegast að mega ekki taka þátt
í samræðunum, það gerði kaffi-
greyið, en bót í máli var, að hægt
var að fá sér sopa áður en fullhellt
var upp á, með hnausþykkum
rjóma, sem varla hneig. Það var