Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1952, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1952, Blaðsíða 22
Kona fórnar sér fyrir deyandi þjóðflokk Ein í tjaldi meðal steinaldarmanna í 45 ár UM 1890 kom ung og fögur írsk stúlka til Astrahu. Hun hét Daisy Bates og var vel efnuð. Hún kynntist fljótt fnunbyggjum alíunnar, mannætunum og stein- aldarmönnunum, sem þá þegar voru á hraðri leið til algerrar tortimingar. Hún kenndi innilega i brjósti um þá og ákvað að reyna að hjálpa þeim, mennta þá og koma þeim til manns. Hún fluttist út i eyðimorkina til þeirra og um 45 ára skeið dvaldist hún meðal villimannanna, bjó ein i tjaldi, hjúkraði sjukum og þjáð- um, gaf svóngum mat og nóktum klæði. Þegar liún var 78 ára gomul. skrifaði hún bók um veru sina meðal þessa fólks. Bókin heitir „The passing of the Aborig- ines". Þegar hún var 85 ára treysti hún sér ekki lengur vegna elli lasleika, að dveljast ein síns liðs úti í eyðimórkinni, og hvarf því aftur til hvítra manna. Hún lézt í Adelaide 1950 og var þá níræð að aldri. — Grein þcssi er út- dráttur úr bók hennar og segir frá nokkru af því sem á daga bennar drcif seinustu árin i ó- byggðum. ÞEGAR Daisy Bates var komin undir sextugt, flutti hún tjald sitt í grennd við Ooldes-vatnsbólið, en það er í útjaðri eyðimerkur. Þetta var árið 1919. Tjaldið stóð nokkra kilómetra frá hinni nýu járnbraut, er lögð hafði verið milli Adelaide og Perth. Vatnsbólið hjá Ooldes var eitt af náttúruundrum Ástralíu. Það brást k aldrei, jai'nvel ekki í hinni mestu þurrkatíð. Þetta var jarðfall, kafið sandi, og enginn hvítur maður hafði þá hugmynd um að þar væri vatn. En það þurfti ekki annað en grafa ofurlítið niður í sandinn og þá kom upp tært vatn. Þangað sótti fjöldi innfæddra manna. Þeir komu um óra^egu til þess að ná sér í vatn og þarna höfðu þeir skemmtanir sínar þegar margt var þar um manninn. En þegar járnbrautin var lögð spilltust lífsskilyrði hinna inn- fæddu mjög. Hvítu mennirnir létu greipar sópa um bjargræði hinna blökku manna. Þeir lögðu undir sig öll vatnsból, til þess að geta brynt úlföldum sínum. Og þegar hinir viltu sáu þessar stóru iskepn- ur, urðu þeir logandi hræddir og flýðu í allar áttir. Hvítu menn- irnir felldu allan skóg í námunda við brautina og höfðu hann til eldsneytis. Smám saman fóru þó villimenn- irnir að draga sig að járnbrautinni. Þeir vöndust á að sníkja hjá hvítu mönnunum og hafa ofan af fyrir sér á þann hátt. Bárust nú alls- konar sjúkdómar til þeirra og þeir voru fljótir að læra lesti hinna hvítu, einkum að drekka „eld- vatn“. Fregnin um „töfraslöngu" hvítu mannanna barst út um allt land- ið. Innfæddir menn fóru að streyma þangað. Lengst innan úr eyðimörkum Ástralíu komu þeir hópum saman og allir settust þar að. Engir fóru heim aftur. Járn- brautin varð banabiti villimann- Daisy og steinaldarmaður anna á þessum slóðum, vegna þess að ekki er hægt að bræða saman hugsunarhátt steinaldarmamia og menningu 20. aldarinnar. Þeir misstu vatnsbólið hjá Oold- es. Hvítu mennirnir grófu þar brunn og dældu upp úr kvosinni 10.000 gallónum af vatni á hverj- um degi handa eimvögnunum. Villimennirnir urðu að lejta sér vatns annars staðar. Sennilega hafa hvítu mennirnir borað niður úr botninum á jarðfallinu, svo að vatnið hefir hripað þar niður, því að það þvarr óðum. Þegar Daisy Bates settist þarna að, voru þar fyrir nokkur hundr- uð blökkumanna. Þeir voru á sí-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.