Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1952, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1952, Blaðsíða 10
638 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Teppið hennar Ólafar Jóns- dóttur í Hellisfirði, sem er saumað 1811, gæti vel hafa verið saumað 2—300 árum fyr, ef ekki væri neðsti reiturinn til vinstri. Riddar- inn og síðklæddi maðurinn, sem stingur höndum í síður, er hennar eigin hugmynd. Sagan, sem sögð er með þessari litlu mynd, er næsta hugljúf. Hér stendur bóndinn um- kringdur skepnum sínum. Kind- urnar eru saumaðar eftir fastri venju — nær ferskeyttar í laginu — en slíkt er eðlilegt þar sem sauma verður eftir því hvernig þræðirnir liggja í dúknum. Fugl- arnir — hvort sem það eru nú hæn- ur eða dúfur — eru heldur ekki eðlilegir. En hesturinn er eðlilegur og hefur sjálfsagt verið teiknaður sérstaklega. Vel er það gert, hann fyllir vel flötinn og fellur saman við umhverfið. Teppið með riddurunum og sitj- andi manni er fjölbreytt (2. mynd). Hirtina og trén í ytri reitunum kannast maður við frá glitvefnaði, ' og hringarnir að ofan og neðan 2. mynd. Ftéttusaumað teppi, með riddurum, hjörtum og sitjandi 'manni í sexhyrndum reitum. lykja um mynztur, sem kunn eru allt frá því um 1400, og af vefnaði og bókum frá 15. og 16. öld. Grunn- liturinn er gullgulUr eins og í flest- um Óðrum tjöldum. Með nákvæmri athugun mætti eflaust ganga úr skugga um, hvaða jurt eða mosa- tegund hefði verið notuð til að ná þessum lit. Rauðu, bláu og grænu litirnir í þessu teppi eru miklu skærari en í öðrum teppum, og er það annað hvort vegna þess að betur hefur verið farið með tepp- ið, eða þá að litirnir hafa verið sterkari í upphafi. í teppi með biblíumyndum er litskrúðið ekki jafn sterkt. Að vísu er dökkblái liturinn í sveigunum skær, en eftir því sem ég fæ bezt séð, þá hefur hinn brúni litur, sem mest ber á, aldrei verið sterkari en hann nú er. í fliótu bragði gæti svo virzt sem hann hefði uppruna- lega verið rauður, vegna þess að hann er notaður alls staðar þar sem maður á að venjast rauðum lit, en á röngunni er liturinn nákvæmlega hinn sami og á réttunni. Og þar sem hinir litirnir — og hinn ljós- guli grunnur — hafa haldið sér 1. mynd. Fléttusaumað teppi, saumað heíur Ólöf Jónsdóttir, Hellisfirði, 1811. Efst stendur hið kunna erindi: Vertu yfir og allt um kring ... —j--a--s------——■ ■ ' ■' ' 1 3. mynd. Fléttusaumað teppi með biblíu myndum, fæðing Jesú, skírn, kross- festingu og greftrun. Umhverfis er þessi letrun: Hér mun himna stýrir, hvílu með blessan skýla, engill guðs að gangi, g'... Mun þetta því vera rúmábreiða. vel, þá er mér nær að halda að litirnir hafi upphaflega verið hafð- ir mjúkir af ásettu ráði. Mynztrið er mjög merkilegt. Niðurskipan þess er alveg byzantisk. Sveigarn- ir, sem tengdir eru saman með tiglum og hin skrautlegu millibil, eru í ætt við silkivefnað allt frá 5. öld. Myndirnar gæti vel verið teknar eftir fyrirmynd í bókum frá 12.—13. öld, enda þótt háralitur og klæðaburður sé öðru vísi. En þetta teppi hefur sennilega verið saumað um 1700. (3. mynd). Svo er tjald rfteð hringa-mynztri og rómverskri uppfyllingu innan í hringunum. Á því er ártalið 1705. Þetta tjald er dýrmætt, því að á því er bæði nafn og ártal. Efst á því stendur Þóra Stefánsd. og er sagt að hún hafi verið dóttir séra Stefáns Ólafssonar skálds í Valla- nesi (d. 1688). Á safninu var mér sagt að þetta væri mjög líklegt. Og við nánari athugun sér maður fljótt, að hún hefur erft hugmynda-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.