Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1952, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1952, Blaðsíða 7
r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 635 stiftsyfirvöldum landsins og beiddu þau um réttjndi handa kirkju sinni, en þau svöruðu að þau skorti myndugleika til að veita það, og heyrði það undir konung. Nokkr- um árum síðar rituðu sóknarmenn enn á ný stiftsyfirvöldunum og fóru fram á það sama og fyrr. Þá var orðinn bigkup Pétur Pétursson. Leit hann öðruvísi á málið en fyrir- rennari hans, og lofaði kirkiunni umbeðnum réttindum með því skil- yrði, að sóknarmenn gerðu álitleg- an veg yfir fjallgarð þann, er he?- ur milli Austurdals og Vesturdals, sem presturinn í Goðdölum h’^tur yfir að fara á embættisferð sinni í Ábæarsókn. — Þetta leituðust sóknarmenn við að framkvæma, því að mikið vildu þeir til vinna að hinn eðlilegi réttur 'kirkju sinn- ar væri ekki lengur fyrir borð bor- inn. En vegna harðæris sem þá fór í hönd, og ýmissa örðugleika, gátu þeir þó ekki fullnægt þessu skil- yrði. Og síðan lögin um vegi á íslandi öðluðust gildi, og eðlilegt stjórnarfyrirkomulag hefur rutt sér til ri'ims, þykir þeim sem þeir geti verið lausir við að kaupa þessi réttindi handa guðshúsi sínu, er lög og veniur hú lengi hafa veitt öðr- um kirkjum á landinu.“ Því næst er vikið að þeim erf- iðleikum sem við v'æri að etja fyrir Austdælinga að sækja kirkju burtu úr dalnum, sem þeir yrðu að gera ,.ef þeir sæu þessu guðshúsi sínu á bak“ — og einnig því, hvað þeir hafi lagt á sig til að halda kirkj- unni að Ábæ við. — Einar Guðmundsson flutti fram- söguræðuna, en stutta þó, þar eð hann vísaði til greinargerðarinnar. — Hófust svo umræður. KIRKJULEYSA Síra Arnljótur Ólafsson talaði mest og bezt máli kirkjunnar. — Sagði hann m. a. að einn af sóknar- bændum Ábæarkirkju hefði beðið sig ásjár í þessu máli. Hér væri al- veg sérstaklega ástatt. Af konungs- úrskurðinum frá 6. júní 1743 sæist að Goðdalaprestar hefðu þá þegar í 100 ár fyrir þann tíma verið fjár- gæzlumenn Ábæarkirkju og inn- heirnt tekjur hennar sem embættis- tekjur sínar, og því hefði hún aldr- ei getað safnað nokkrum sjóði til endurbyggingar sér, og hefðu sókn- armenn því byggt hana upp á eigin spýtur. — Þegar Ábær hefði verið saldur með öðrum Hólastólsjörð- rm eftir aldamótin síðustu, þá hefði kirkjn ekki fylgt með sem önnur bændakirkja, svo að Ábæarkirkja væri nú hvorki bændakirkja né siaðarki'k'a (benificium), ekki hálfkirkja né bænhús, heldur væri hún „eiginlega eigi kirkja“ svo sem hinn fvrrverar.di biskup hefði eitt sinn sfgt í l éfi sínu, þ. e. kirkjan að /bn væri klrkjuleysa að rétt- irdum til. Um konungsúrskurðinn frá 1743 sagði síra Arnljótur að hann virtist byggöur á þeim einu rökum, að þar sem Goðdalaprestar hefðu haldið þessum tekjum í undanfarin 100 ár, þá væri rétt að svo yrði áfram. Þetta hefði kannske ekki verið svo merkilegt á þeim tíma meðan einveldið réði, en það væri merki- legt að þetta skyldi standa fram á þennan dag. Halldór Kr. Friðriksson kvað það efamál hvort hér væri frekar um löggjafarmál að ræða en dómsmál, því að óupplýst væri á hvern hátt þessar tekjur væru í upphafi komn -ar í hendur Goðdalapresti, en það skifti máli. Biskuparnir tveir, sem leitað hefði verið til um lagfær- ingu á þessu, hefðu sýnilega venð þarna sinn á hvoru máli.— Þá taldi hann íhugunarvert hvort Ábær hefði ekki verið seldur með þeirri kvöð að kaupandinn heldi kirkj- unni þar við, en tekjurnar rynnu í sjóð prestsins eins og verið hefði. Væri svo, mætti skoða þær 20 krón- ur sem um getur í frumvarpinu styrk til kirkjueigandans að Ábæ, en ekki prestsins í Goðdölum. í líka átt talaði Magnús Step- hensen, og benti hann á, að af Ábæ væri engin prestsmata goldin, eins og yfirleitt væri þó enn gert hér á landi, en í þess stað úr landssjóði sex fjórðungar smjörs, eða þess virði, til Goðdalaprests. Ef þetta frumvarp yrði að lögum þá væri ekki óhugsandi að það gæfi for- dæmi, þannig að á næstu þingum kæmu einhverjir fram með kröfur um að koma prestsmötunni yfir á landssjóðinn. Síra Arnljótur talaði enn og sagði, að með öllu væri það ósann- að mál að kaupandi Ábæar hefði tekizt þá skyldu á hendur að byggja upp kirkjuna þar og halda henni við án þess að fá nokkrar tekjur handa henni, og væri það næsta ólíklegt. — Konungsbréfið frá 1743 yrði að skoðast sem lög, sem þingið gæti breytt — og yrði að breyta. Sé það játað að allar kirkjur hér á landi eigi sínar tekj- ur þá sé það rangt að ein, — að- eins ein kirkja á landirrti, sé eigi látin njóta þeirra, heldur prestur- inn í brauðinu, án þess að á hon- um hvíli nein skylda að halda henni við. Þessa óreglu, þessa und- anþagu, væri skylt að afnema sem fyrst. Það hafi verið rangsleitni tímans, sem í upphafi réði því að Ábæarkirkja missti tekjur sínar, og nú sé það skylda þingsins að kippa þessu í lag. Jón Pétursson helt því fram að kirkjan að Ábæ ætti ekki að skoð- ast sem séreign eiganda þeirrar jarðar, heldur sameign þeirra fjög- urra bæa, sem í sókninni séu. — Kirkja þessi sé þeim nauðsynleg sakir hinna erfiðu og óvenjulegu staðhátta. Þá sagðist hann hafa heyrt að nálægt aldamótum hefði átt að leggja kirkjuna niður, en þá hefðu sóknarmenn beðið um að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.