Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1952, Blaðsíða 15
ÓL:
Hfyíidirnar frá Flatatungu
VARLA MUÍr til svo fátækt
heimili hér á landi, a6 ekki sé
reynt að gera það vistlegra með
ýmsu því er til prýðis má vera,
svo sem myndum á veggjum.
Heimilisskraut eykst jafnhliða því
að húsakynni batna og efnahagur,
og menn kappkosta að fá annað og
betra til heimilisprýði en glans-
myndir og glerkýr. Menn vilja fá
listaverk.
Svo var og í fornöld. Þá skreyttu
menn veggi húsa sinna með mynd-
um, sem voru listaverk á þeirri
öld. Það voru útskurðarmyndir.
Öndvegissúlur voru útskornar og
sennilega öndvegin sjálf, og mynd-
ir voru ristar á þiljur. En því mið-
ur eru fornsögur vorar fáorðar um
listir og er listaverka ekki getið
nema í sambandi við eitthvað
annað.
-w-
Fyrsti oddhagi íslendingurinn,
sem getið er um, var Tjörvi hinn
háðsami, systursonur Hróars
Tungugoða. Segir svo frá í Land-
námu:
„Tjörvi bað Ástríðar mannvits-
brekku Móðolfsdóttur, en bræður
hennar, Ketill og Hrólfur, synjuðu
honum konunnar, en þeir gáfu
hana Þóri Ketilssyni. Þá dró
Tjörvi líkneski þeirra á kamars-
vegg, og hvert kveld, er þeir Hró-
ar gengu til kamars, þá hrækti hann
í andlit líkneski Þóris, en kvsti
hennar líkneski, áður Hróar skóf
af. Eftir það skar Tjörvi þau á
hnífskafti sínu“.
r ••• ■
/'JU. -
W \ " - ■ Mr ■'
- —Zl' y8* i,-:
, ■
■
;i &
—-^
Þessi mynd er af stærstu fjölinni og sést hún þó ekki öll. Hér taka menn hönd-
um samau, eins og í hringdansi. Myndin hefur náð niður á næstu fjalir, en á
fjölinni fyrir ofam hefur verið mynd, sem gekk niður á þessa fjöl, eins og sjá
má á skurðlínunum efst á fjöiiuni.
í Biskupasögum er þess getið, að
Páll biskup Jónsson (d. 1211) hafi
sent Þóri erkibiskupi biskupsstaf,
gerðan af tönn, ‘ „svo haglega að
engi maður hafði fyrr séð jafnvel
gjörvan á íslandi, er smíðað hafði
Margrét hin haga, er þá var odd-
högust allra manna á íslandi“.
Þessi saga sýnir, að íslenzk út-
skurðarlist hefir þá staðið á svo
háu stigi, að íslenzk listaverk hafa
þótt þess virði að vera gefin er-
lendum höfðingjum, sem þó áttu
völ á því bezta í list annara þjóða.
Sagan sýnir einnig, að konur hafa
ekki verið eftirbátar karlmanna í
þessari list. Og ennfremur má af
þessu ráða, að íslenzk útskurðar-
list hafi þá staðið á gömlum merg.
En hér skal ekki rætt um ís-
lenzka útskurðarlist alpiennt í
fornöld, heldur rifjað upp það
sem vér vitum um einn þátt henn-
ar, húsaskreytingarnar, eða mynd-
skurð á veggjum.
-w-
í Kórmakssögu er sagt frá því er
Kórmákur kom að Gnúpsdal og sá
Steingerði í fyrsta skifti, að þar
„var Hagbarður á vegg, það var
líkneski Hagbarðs“. Af Hagbarði
Dansandi fætur. Þessi mynd hefur náð yfir tvær eða þrjár fjalir, en efri fjal-
irnar eru glataðar. Hér sjást tvö lárétt stryk, sem tákna það, að myndin hefur
ekki náð lensra niður (og máske hafa þau verið eins og neðri umgjörð að
myndasögunni á veggnum).