Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1952, Blaðsíða 9
Cfertie WJandef:
DÝRGRIPIR í ÞJÓÐMÍNJASAFNI
MEÐ mikilli eftirvæntingu heim-
sótti ég ísland í síðast liðnum
septembermánuði. — í meðvitund
hvers skólabarns í Danmörkn pr
nafnið tengt við jökla, eldfjöll,
laugar, hveri og hraun — sem alit
er framandi og dularfullt frá sjón-
armiði þeirra. Þegar í æsku kynnt-
ist ég fornsögunum í dönskum
skólabókum, og seinna var ég svo
heppin, að skólastjóri minn hafði
brennandi áhuga fvrir íslenzku
sögunum, þótt hann væri dönsku-
kennari. Seinna á ævibraut minni,
þegar ég var farin að fást við rann-
sókn á gömlum vefnaði og útsaum,
fekk ég mikinn áhuga fyrir ís-
lenzkum útsaum, og þetta jók
löngun mína til þess að kynnast
landinu.
Því miður var viðdvölin of stutt.
En ég fekk þó að sjá svip af land-
inu alla leið frá Eyrarbakka norð-
ur til Akureyrar. Ég sá fjöllin og
fjörðuna og hið fagra litskrúð. Þar
varð ég ekki fyrir vonbrigðum, en
þetta varð til þess að mig langaði
til að koma aftur og dveljast þá
lengur á íslandi. Og þessi löngun
jókst stórum þegar hin mikla
undrasyn birtist mér. Það var í
Þjóðminjasafninu, þegar ég sá
vefnaðinn og útsauminn þar. Því
að enda þótt ég hefði sannfærzt
um það af nokkrum fallegum gíip-
um, sem eru í KaupmannahöCn, að
íslenzkur útsaumur hefði staðið á
mjög' háu stigi, hafði ég ekki gert
mér neina grein fyrir fjölbreytni
hans, né vissi heldur hversu miklu
Gertie Wandel
af honum hafði verið bjargað frá
glötun.
Merkustu gripirnir eru að sjálf-
sögðu í kirkjusafninu, sem nú er
verið að koma fyrir, en Kristján
Eldjárn þjóðminjavörður var svo
vænn að leyfa mér að skoða. En í
þeim hluta safnsins, sem þegar
hefur verið komið fyrir á sínum
stað í lúnum ágætu nýu húsakynn-
um, er einnig fjöldi merkisgripa.
Mest kom mér á óvart hve mikið
var þar af fléttusaumuðum dúk-
um. Þcir eiga ætt sína að rekja til
fornra listaverka. Þeir eru án efa
eftirlíkingar af hinum glitofnu
tjöldum, en glitvefnaður hefur áð-
ur verið algengur á Norðurlönd-
um á miðöldum, og enn víðar.
Hvort velnaður þessi er kominn til
íslands úr austri eða suðri, er
mjög erfitt að segja, því að í þess-
um eftirlíkingum má glöggt sjá
áhrif frá býzantiskum vefnaði og
einnig svipar þeim til norskra og
sænskra tjalda á miðöldum. Lita-
valinu svipar mjög til hinna aust-
urlenzku dúka. Það getur hafa
verið gert af ásettu ráði, en það
getur einnig stafað af því, að á
.báðum stöðum voru notaðir jurta-
litir. Með nákvæmri rannsókn mun
mega finna að mynztrin á hinum
íslenzkum teppum frá miðóldum
eru komin bæði frá austri og suðri.
En þjóðleg einkenni sín hafa þau
vegna litanna og handbragðsins,
sem er blendingur af fléttusaum og
augnsaum (drottningarsaum). —
Mynztrin hafa borizt land úr landi,
hafa sætt mismunandi vinnubrögð-
um og verið saumuð í mismunandi
efni. Ekki verður neitt um það
fullyrt hvort þau eru tekin eftir
fyrirmyndum í bókum, eða eftir
öðrum útsaumi. En í safninu má
sjá hinar sömu myndir ýmist saum-
aðar með fínasta þræði á hvítt
léreft, eða með grófu ullarbandi.
Þessi ruglingur á mynztrum veldur
því að oft er erfitt að ákveða aldur
munanna, en það vill nú svo vel
til, að oft hefur sú er saumaði
merkt handavinnu sína bæði með
nafni og ártali, og þetta hefur ekki
sizt verið siður á íslandi. Það er
gott, því að ella mundi maður
stundum ætla að handavinnan
væri miklu eldri en raun er á. En
það er eflaust í samræmi við að-
dáun íslendinga á fortíðinni, að
þar hafa hin sömu mynztur verið
notuð öld eftir öld.