Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1952, Blaðsíða 30
653
LESBÓX MORGUNBLADSINS
v
s SANNLEIKURINN
| Er SAGNA BEZTUR
s Ekkert getur fallið mörgum mönn-
• um og lengi vel í geð, nema réttar
s lýsingar á mannlegu eðli. Sérkenni-
í lega lifnaðarháttu geta aðeins fáir
i þekkt, og þess vegna geta aðeins
) fáir um það dæmt, hve vel þeim er
| lýst. — Óvenjulegur samsetriingur
S hugkvæmninnar getur skemmt
• mönnum um stund, með nýabragð-
s inu, sem.vér allir sækjumst eftir af
| leiða á því lífi, sem vér erum vanir;
S en gleðin af því, sem kemur snögg-
) lega og er furðulegt, dvínar skjótt,
^ og andinn -fær enga hvíld nema við
s óbifandi sannleika. (Úrvalsgreinar).
s
S STEAD SEGIR FRÁ
) FRAMHALDSLÍFINU
i Þegar eg var á Bláu eyunni að
) læra um levndardóma lífsins og
^ sjálfsins, eins og allir aðrir, þá opn-
s uðust augu mín fyrir því hve til-
• veran er mikilfengleg. — Eg hafði
' lært, að til voru lönd, auk þessarar
s eyu. Einu sinni virtist mér það jafn
• ótrúlegt eins og að þessi eya væri
S til, líkt og mörgum á jörðinni finnst
i um tilveru hennar. Síðan kom sá
^ tími, að eg fekk að fara um þessi
s svæði. Eg get ekki sagt hvar þau
• eru, en það var því líkast, að eg
s ferðaðist meðal stjarnanna. Það
• virtist sem vér færum frá vorri jörð
s og ferðuðumst um geiminn, þangað
) til vér komum á aðra stjörnu, annað
; land. Þau eru mörg þessi önnur
i lönd. íbúar, sem verið hafa á jörð-
\ inni eiga þar heima. (Bláa eyan).
s
\ BÖLSÝNI OG EFNISHYGGJA
S Prédik^rinn er kunnur orðinn í
• sögunni fyrir bölsýni sitt. Það sem
i bölsýni hans veldur, er einkum
í vonleysið, sem fram undan liggur
^ og gerir honum svo dimmt fyrir
s augum. í öðru riti, sem líka er eitt
^ af hinum yngstu ritum hins gamla
s sáttmála, eru sjálfum Davíð lögð
• þessi orð í munn: „Sem skuggi eru
s dagar vorir á jörðunni og engin er
S
vonin“. Sama vonleysið kemur s
fram í Jobsbók: „Eins og vatnið )
hoiar steinana og vatnsflóðin skola (
burt jarðarleirnum, svo hefur þú )
gert von mannanna að engu“. Og i
hver sú von er, sézt berlega á þess- )
um orðum í sama kapítula: Ef eg ^
vissi að maðurinn lifnaði aftur, þeg- s
ar hann deyr, þá skyldi eg þreva >
al!a daga herþjónustu minnar, þar s
til er lausnartíð mín kæmi:
Von eilífs lífs vantaði. s
Þegar þessa er gætt, verður böl- )
sýni Prédikarans vottur um djúp- i
sæi anda hans. Hversu miklu lengra s
er hann kominn en sumir spekingar •
síðustu alda, þeir er hafnað hafa s
trúnni á guð og eilíft líf, og hyggja ■
samt að forða mannsandanum frá s
bölsýninu með því að halda þeirri )
hugsjón að oss, að þótt hver kyn- i
slóðin eftir aðra um þúsundir eða i
milljónir ára sökkvi ofan í algleym- s
isdjúp tilverulevsisins, þá sé sá til- ^
gangur lífsins nægilega glæsilegur, S
að hefja mannkynið til fullkomnun- •
ar hér á jörð — einhverja kynslóð, s
sem einhvern tíma verður til áður !
hnöttur þessi ferst. Þangað stefni s
framþróunin. Mikil er trú þeirra )
manna! Eins og s’ík hugsjón, svo ;
fagurlega óeigingjörn sem hún virð- S
ist, fu’lnægi nokkuru því hjarta, |
sem vaknað er til sín sjálfs — full- S
nægi eilífðarþránni, þorstanum eft- •
ir samfélagi við guð! Slíkir spek- s
ingar þekkja ekki mannlegt hjarta )
eins vel og Prédikarinn. Þeir eru s
enn á yfirborðinu. Dýpstu lindir i
hjartans eru þar enn ekki komnar \
upp. (Har. Níelsson). S
s
s
s
ARFLEIFÐ VOR
Þjóðararfurinn er tvískiftur. — s
Landið er föðurarfur þjóðarinnar, )
málið er móðurarfurinn. Þetta (
tvennt höfum vér fengið að erfðum S
og vér eigum að vernda það og |
skila því óskertu, helzt fegruðu og s
bættu, í hendur komandi kynslóðar. •
(Guðm. Björnson landl.) s
s
s
'--------
MOLAR
— Hvar eru meðmælin? spurði
húsfreya hina væntanlegu vinnukonu.
— Hvaða meðmæii? spurði stúlkan.
— Sáuð þér ekkj að það stóð í aug-
lýsingunrji „Beztu meðmæli“?
— Hamingjan sanna, svaraði stúlk-
an. Ég hélt þér ættuö við meðmælin
yðar.
★
Jói og Villi, tveir þrettán ára dreng-
ir voru að taia um te'pur.
Jói sagði: — Ég hefi þrisvar sinnum
fylgt henni í skólann og borið bæk-
urnar fyrir hana. Og tvisvar hefi ég
keypt ís handa henni. Ætti ég nú að
kyssa hana?
Villi hugsaði sig vel um og sagði
svo: — Nei, það skaltu ekki gera, þú
hefir gert nógu mikið fyrir hana.
ir
Kaupmaður nokkur í -Boliviu kom
nýlega inn í lögreglustöðina í La Pas
óður og uppvægur. Hann sagði að
tveir menn hefði ráðist að sér á götu,
rekið sig upp í bíl, ekið sér út fyrir
borgina og rænt af sér öllum pening-
um sínum.
„Og það var ekki fyrr en þá að ég
sá að ég hafði ekki verið tekinn fast-
ur“, sagði hann.
★
María var altaf í vandræðum með
sáðgarðinn, sinn. Einhverju sinni rakst
hún á garðyrkjufræðing og þótti bera
vel í veiði.
„Þig þurfti ég einmitt að finna“,
sagði hún. „Ég sé engan mun á plönt-
unum og illgresinu í garðinum mín-
um. Hvernig á ég að fara að því að
þekkja það sundur?“ . -
„Það er ekki nema eitt öruggt ráð
til þess“, svaraði garðyrkjumaður, „og
það er að reita garðinn vel. Ef eitt-
hvað kemur svo upp, þá er það ill-
gresi“.
ir
Gamall nirfill lá fyrir dauðanum og
var að gera erfðaskrá sína:
„Hverjum þeim, sem verið hefir hjá
mér í fimm ár eða lengur, gef ég þús-
und sterlingspund“.
„Það er stórrausnarlega gert“, sagði
lögf,-æðinFur hans.
„Ónei, það hefir enginn verið svo
lengi hjá mér, en þetta lítur vel út í
blöðunum".