Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1952, Blaðsíða 26

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1952, Blaðsíða 26
654 LESBOK MORGI^ÍBLAÐSINS ekki verið að spara hann í þá tíð. Ekki var verið að selja smjörið. Ein 10 pund af smjöri seldum við öll þessi ár fyrir peninga frú Ey- mundsen í Reykjavík. Svo ég hverfi aftur að því, er í loitinu gerðist! Gömlu konurnar höfðu stungið í vasana áður en þær fóvu til kirkjunnar sykurhlúnk, skonroksköku eða kringlu. Svo þegar þær voru seztar niður fyrir embætti, vöppuðu agnirnar litlu að þeim þar sem þær sátu og brostu framan í þær. Þær skildu, fóru með hendurnar undir svuntuna sína sitt hvorum megin, því vas- arnir voru lausir, með böndum sem brugðiö var yfir um mittið. Stundum voru þeir slyngdir, stund- um mgð blómstursaum hjá heldri konunum. Þangað þukla þær og brjóta í sundur stóreflis sykurmola í tvennt eða þrennt eftir því sem viðtakendur eru margir. Síð^n er fram borin skonrpkskaka og sykur- moli alivænn. Og þá fór nú að hýrna yfir litlu greyunum. En þær vildu losa sig við góðgætið áður en þær færi í kirkjuna. Eítir ailt þetta fóru þær að hypja sig úr loftinu, eftir að hafa fengið kaffisopa, hver til hesta sinna og síðan:á stað eftir að hafa kvatt með ótal kossum, sem skaðskemmdu oft á mér varirnar. Svo er þessari kirkjugöngu loksins lokið. - B Rl DG CAB-REGLAN — ♦ — C A B-R E G L A N er fólgin i því að nota aðeins lægstu sagnir til þess að þreifa sig áfram. Kröfusagnir eru þar yfirleitt bannaðar, en þó geta spil legið þannig að ekki sé hægt að komast hjá kröíusögn. Svo er þegar gjafari hefur svo góð spil, að hann má ekki eiga það á hættu að sögn falli niður. Þá á hann að opna með tveimur í lit, til þess að sýna samherja sínum að hann hafi góð spil. (Stökksögn þýð- ir alltaf að viðkomandi hafi góð spil). Sé hann ákveðinn i því að fylgja CAB- íeglunni, þá segir hann tvö lauf, vegna þess að það er lægsta sögn. CAB-reglan gerir nú ráð fyrir sér- stökum svarsögnum af hálfu meðspila- manns við þessum tveimur laufum, og miða þær að því að gefa sem beztar upplýsingar og spara þannig sagnir. Hér eru þær reglur, sem fara skal eftir þegar opnað hefur verið með tveimur laufum: Vér setjum svo að S sé sagnhafi, og þá á N að segja til hvort hann hefur nokkurn ás á hendi. Hann segir þá í áslitnum, tvo spaða, tvö hjörtu, þrjá tigla eða þrjú lauf. Hafi hann tvo ása, á hann að segja þrjú grönd.' Hafi hann engan ás', en tvo 'kónga og drottningu (eða fleiri háspil) þá á hann að segja tvö grönd. Hafi hann engin háspil á hann að segja tvo tigla. — Dæmi: Ef N hefur SÁ, HG6 2, T 10 9642 og L 9 8 7, á hann að svara tveimur lairfum með tveimur spöðum, til þess að sýna að hann hafi ás þar. Hafi hann SÁ7, HÁ97 2, TDG 9 8 4 og L 8 2, á hann að segja þrjú grönd, en það þýðir að hann hafí tvo ása. Nú hlýtur S að hafa tvo ása, þar sem hann opnaði með tveimur lauf- um, og eftir þetta hljóta sagnir að vera auðveldar. N á alltaf að svara með þremur gröndum ef hann á t- o ása, en með tveimur gröndum ef hunn á tvo kónga og drottningu. T^eir kóngar nægja qjcki til þess að sT ara með tveimur gröndum. — Fyrs'a svarsögn CAB-reglunnar á því að s'g.ir til há- spila eingöngu, en gefur en^ar upp- lýsingar um skiftingu spiU..ina eða styrkleika að öðru leyti. Hér skal nú sýnt hve hagkvæmt það er að binda tveggja granda sögn við háspil, en ekki styrkleika: Suður ♦ Á D 6 V Á D 8 ♦ Á ♦ KDG 109 3 Norður A K 9 8 3 ¥ K 4 ♦ KD 7 6 2 ♦ 82 Suður hefur opnað með tveimur lauf- um og N svarar með tveimur grönd- um, vegna þess að hann á engan ás, en háspil (tvo kónga og drottningu, eða meira). S segir þá þrjú lauf og N svarar með þremur tiglum og sýnir nú sinn lengsta lit. S veit að hann hefur tvo kónga og drottningu og getur skeð að hann hafi meira. Hann spyr því með fjórum gröndum og N segir fimm tigla og gefur um leið þær upplýsingar að hann hafi þrjá kónga. Um leið veit S að honum er óhætt að segja hálf- slemm í grandi, því að andstæðingarnir geta ekki fengið slag á annað en lauf- áa. Slemmsagnir eru það sem allir sækj- ast eftir, vegna þess hve mikið fæst fyrir þær. En bezta ráðið til þess að komast að því hvort hægt sé að fara í slemmsögn, er að nota CAB-regluna. Það er því undarlegt hve fáir nota hana. Ef S opnar með tveimur spöðum, tveimur hjörtum, eða tveimur tiglum, þá þýðir það að hann á sjö slagi vissa, og af sögn meðspilamanns getur hann svo séð hvort óhætt muni að segja út- tektarsögn. Andstæðingar geta truflað CAB- regluna með sögnum, en þó ekki alltaf. Segi V tvö hjörtu og hafi N spaðaás getur hann samt sem áður svarað rncð 2 spöðum en hafi h£^nn hjartaás getur hann tvöfaldað. Hvernig munduð þcr scgja á þcssi spil eftir CAB-reglunni: Suður Á D x ekkert Á D G 10 x Á K D x x Norður x x x x K x x x x G 10 9 x Svar á bls. 657.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.