Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1953, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1953, Blaðsíða 2
600 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS — Trafakefli frá 16., 17. og 18 öld eru og í skápnum prjónahúfur (skotthúfur), lambhúshetta og fleiri flíkur. Innst á vesturvegg er hilla með trafakeflum, og hillur með trafa- öskjum á veggnum beint á móti. Trafaöskjurnar voru til að geyma í silkiklúta, handlínur og annan fínan vefnað. En trafakeflin til að slétta þesskonar flíkur, líkt og nú er gert, þegar tau er „rúllað“, voru keflin því tvö saman, annað sívalt, sem tröfunum var vafið um og kantað yfirkefli, sem undirkeflið var látið velta undir; tvenn pör hanga til sýnis við enda hillunnar, en á hillunni sjálfri eru aðeins yfir- kefli, 46 að tölu, öll útskorin og oft af hreinni list. Má þar t. d. sjá ótrúlega vandaðan „loftskurð“, sem minnir á hin mjög dáða ind- verska tréskurð. — Talið er að traíakeflin hér eins og í Noregi hafi oftast verið gefin sem „tryggða pantur“, svo að ekki er undarlegt þó vandað hafi verið til þeirra. — Þau kefli, sem hér eru sýnd, eru frá 17. og 18. öld, og mörg þeirra eru með ártölum — það fyrsta 1632. Þó mun eitt vera eldra, og heíur Þórunni á Grund, Jónsdótt- ur Arasonar, verið eignað það. En á því er ekkert ártal. — Annars eru trafakeflin merkileg í íslenzkri út- skurðarlist, að því leyti, að á þeim má kannske bezt af öllu sjá, hversu sérstæð hún er, því af þessum 46 eru engin tvö, sem hægt er að segja að séu verulega lík, en samt sem áður er hægt að tala um þau í heild sem sérstaka íslenzka gerð, mjög frábrugðna t. d. norsku (og dönsku) gerðinni. Sýnir það, að íslendingar voru í verkum sínum ekki einungis sjálfstæðir hver gagnvart öðrum heldur líka — og engu síður — gagnvart hinum er- lendu fyrirmyndum. — Hver og einn hefur kappkostað að skapa eitthvað nýtt og persónulega sjálf- stætt til að vekja undrun og gleði unnustunnar, sem gripinn átti að fá. ^ Munurinn á íslenzku gerðinni gagnvart hinni norsku sýnir sig bezt í handföngunum. Þau norsku (og dönsku) haía yfirleitt aðeins eitt handíang, og er það venjulega dýrslíkan oftast hestur; þau ís- lenzku hafa aftur á móti tvö hand- föng, og hefur það verið mjög hag- kvæm endurbót; handföngin eru oft mikið skreytt og aldrei tvö með alveg sama lagi — auk þessa eru íslenzku kefhn oftast minni en þau norsku. Yfir hillunni eru þrjár ábreiður með fléttusaum frá 17. öld, hver annarri merkilegri, sú innsta er með myndum af fæðingu Krists, krossfestingu hans og greftrun, auk þess er hin algenga miðalda- lega táknmynd af lífstrénu og mynd af örkinni, fylgir áletrun hverri mynd. Á þeirri næstu eru myndir af fórnfæringu Isaks, og Móses hjá Farao. En sú þriðja er með myndum af hjörtum, riddur- um og hofmönnum, efnið líklega úr riddarasögu. Þá koma nokkur útsaumuð sessuborð og fleiri útsaumaðar ábreiður. En fyrir framan milli- gerðina er lítill flosvefstóll (flos- lár) og á milligerðinni hanga nokkrir svartir, flosofnir hempu- borðar og á veggnum sessuborð flosofin í litum og munstrum, sýn- ir þessi flosvefnaður allur, að hér hefur verið um mjög þroskaðan heimilisiðnað að ræða, og er mikill skaði að flosvefnaði hefur ekki verið haldið við. Framan við vegginn stendur kista, fremur lítil en skrautleg og Fléttusaumsábreiða t'rá 17. öld

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.