Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1953, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1953, Blaðsíða 22
620 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS RABREVTINGAR VEÐ og áhrif þeirra á menn og skepnur MARGT af því, sem íslenzk alþýða tók mark á fyrrum, vegna alda- langrar reynslu og athyglisgáfu, hefir á þessari „upplýstu öld“ verið fordæmt sem „hjátrú og hindur- vitni“ eða „kerlingabækur“. Þar á meðal er það, að bæði menn og dýr finni á sér þegar veðrabrigði eru i nánd. í „íslenzkum þjóðháttum“ er nokkuð sagt frá þessum alþýðuvís- indum, og um það hver áhrif veðra- brigði hafi á menn, segir svo: „Þá er það algengt að menn finna það á sér, ef einhver veðrabrigði eru i vændum, helzt íhlaup, stormur eða rigning eða stórhríðar. Þá ískrar og ólmast gigtin, einkum í gamla fólk- inu, og lætur ekki undan fyrr en veðrið er skollið á; en ef rigning er í vændum, getur það ekki hrært sig fyrir máttleysi, fyrr en farið er að rigna“. Þá segir einnig frá því hvernig menn hafa markað af ýmsum hátt- um húsdýra að veðrabrigði voru í nónd. Kötturinn þótti næmastur fyrir þeim, en einnig mátti nokkuð ráða af framferði hunda, hesta og kinda, einkum forustufjár, enda eru um það margar sögur, sem ekki er hægt að veíengja. Ennfremur mátti sjá á háttum ýmissa fugla ef veðrabrigði voru í vændum. Þessir fuglar eru þar nefndir: hraíninn, rjúpa, snjótittl- ingar, þrestir, himbrimar, lómar, vætukjóar, álftir og spóar. Þegar lómur vældi sagði fólk: „nú tekur lóminn í lærið“, og dró þá af sér, að hann mundi hafa fengið gigt. f orboði harðinda var það, ef rjúp- an leitaði ofan í byggð á haustin, snjótittlingar hópuðust heim að bæum og tístu mikið, eða ef þrest- ir komu heim að bæum haust og vor. Af ýmsum háttum krumma og hvernig í honum lét, mátti vita hvert veður væri framundan. Stundum var „þerrihljóð“ í hon- um, en stundum „bar hann vatn í nefinu“. Nú eru menn hættir að taka eftir þessu og halda að þeir geri sig hlægilega ef þeir taka nokkurt mark á þeim hindurvitnum. En þá koma vísindin og segja allt annað. Þau segja að bæði menn og skepn- ur viti á sig veðrabrigði, og að veðrabrigðin hafi að minnsta kosti mikil áhrif á heilsu manna og líðan. — ★ — Þetta, sem vér höfum kallað kerlingabækur, vegna þess að fróð- leikurinn er frá alþýðu kominn, er nú orðið að sérstakri vísindagrein, sem menn nefna „Biometeorologie“ eða veðurlíffræði, þýtt blátt áfram. Nú er svo komið, að sumir skurð- læknar ráðast ekki í stóra upp- skurði nema því aðeins að þeir hafi ráðfært sig áður við veðurstofurn- ar. Ef veðrabreyting er í nánd, get- ur verið að sjúklingurinn þoli ekki uppskurð, áhrifin af veðurbreyt- ingu geta riðið honum að fullu. Þó er nokkur munur hér á eftir því hver sjúkdómurinn er og hver læknisaðgerðin er. Það eru aðallega hin svokölluðu „skil“, eða „frontar“, sem hafa mik- il áþrif á sjúklinga. (Sjá grein eftir Jón Eyþórsson veðurfræðing í Les- bok 30. nóv. 1952). Skil er það kall- að þar sem loftstraumur sækir fram gegn öðrum, hitaskil ef það er hlýr loftstraumur, sem sækir fram, kuldaskil ef um kaldan loftstraum er að ræða. Þar sem þessi skil fara yfir, er því eins og menn berist allt í einu úr einu loftslagi í ann- að, og verða viðbrigðin svo snögg, að líkamar manna eru ekki undir það búnir að- taka á móti þeim. Að sjálfsögðu bitnar þetta harðast á þeim, sem eru eitthvað veiklað- ir. Það eru því ráðagerðir uppi um það að sjúklingar, sem ekki mundu þola slík viðbrigði, séu fluttir með flugvélum frá þeim sjúkrahúsum, sem skil fara yfir, til annara sjúkra húsa, þar sem skilanna gætir ekki. — ★ — Hagfræðiskýrslur sýna, að dauðsföllum fjölgar mjög þar sem skil fara yfir, og það benti mönn- um fyrst á, að veðrabrigði hafa mikil áhrif á heilsu manna og við- námsþrótt. Þessar skýrslur sýna einnig, að umferðarslys eru flest undir veðrabrigði, og þykir mega rekja það til þess slens eða „mátt- leysis“, sem menn sögðu hér áður að kæmi í sig á undan veðrabrigð- um. En hvað er það þá í veðrabrigð- unum, sem veldur þessum áhrifum ó mannlegan líkama? Þegar vís- indamennirnir fóru að rannsaka það, gengu þeir ekki heldur fram hjá því, að ýmsar skepnur, fuglar og dýr, vita á sig veðrabrigði. Var það hitastigið, raki loftsins eða loftþrýstingur, sem þessu olli? Ná- kvæmar rannsóknir sýndu, að engu einstöku af þessu var til að dreifa. Áhrifin hlutu að koma frá ein- hverju öðru. Þá var það að lækmrmn dr. Man-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.