Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1953, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
607
„zoysia“ og vex í Kóreu. Þessu var
blandað saman við fræ af svo-
nefndu „blágresi", sem fannst fyrir
íáum árum í Pennsylvaníu, og
myndaði þar seigan jarðveg. Þar
sem þessi tvö grös vaxa saman,
verður jarðvegur svo seigur og
harðger að hann lætur ekkert á
sjá þótt mikið sé troðið á honum,
og er þarna því hinn ákjósanleg-
asti gróður fyrir grasflatir um-
hverfis hús, eða golfvelli. Þetta
gras þolir líka hita og kulda miklu
betur en annar gróður. Ekki hefur
enn tekizt að ná í svo mikið fræ
af þessum tegundum, að hægt sé
að hafa það til sölu. En menn geta
fengið keypta eina og eina þöku
af jarðveginum, og með því að
brytja hana mjög smátt og setja
bútana niður í grasbletti með
nokkru millibili, breiðist þetta
„combinations“-gras út um allt og
myndar brátt samfelldan gróður,
útrýmir því grasi, sem fyrir var í
kring.
Jurtahormónar
Merkilegar tilraunir eru gerðar
með hina svokölluðu jurtahormóna
og með þeim er hægt að hraða
vexti jurta. Skammtarnir eru varla
stærri en svo, að þeir gæti tollað
á títuprjónsoddi. En efnið er gert
sjálflýsandi og síðan er hægt að
fylgjast með því með Geiger-mæl-
um, hvernig jurtirnar draga það
til sín og hvernig það dreifist út
um þær allar. Það hafa líka verið
gerðar tilraunir með hin nýu „anti-
biotic“-lyf, sem reynzt hafa svo vel
við að útrýma sýklum og vírusum,
og þau hafa mjög svipuð áhrif á
jurtir eins og menn. En svo hafa
vísindamennirnir einnig komizt að
því, að hægt er að framleiða slík
lyf úr ýmsum jurtum og ávöxtum,
svo sem sætum kartöflum, tómöt-
um, kálhausum, kaktus, selju,
melónu o. s. frv. Það er jafnVel
búizt við því að hormónalyíið
Ýmis konar gerlar í jarðvegi valda oft
stórtjóni. Hér er verið að rannsaka í
smásjá gerlagróður þann, er veldur
skemmdum í gulrótum, en þær
skemmdir má sjá í gulrót hér á mynd-
inni.
Cortison, verði hægt að framleiða
úr tómötum áður en langt um
líður.
Gegn illgresi
í stórum gróðurskálum eru rækt-
aðar ýmsar tegundir af illgresi, og
það er gert til þess að reyna á þeim
ýmis lyf, sem geta útrýmt því. Eitt
af þessum lyfjum er kallað „2,4-D“
og er fundið upp í Beltsville. Með
því er hægt að útrýma sumum teg-
undum af illgresi. Lyf þetta var
fyrst fundið upp til þess að auka
gróðurmagn nytjajurta. — Örlítill
skammtur af því eykur mjög vaxt-
armátt, en ef skammtur er stækk-
aður, þá kemur slíkur ofvöxtur í
illgresið að það etur upp á svip-
stundu allan þann kjarna, sem það
hefur safnað í blöðum, leggjum og
rót og hreint og beint deyr úr
hungri.
Vísindamennirnir voru í fyrstu
eklii öruggir um að lyf þetta maetti
nota þar sem matjurtir eru fram-
leiddar, vegna þess að jurtirnar
kynni að draga það í sig og verða
svo óhollar eða jafnvel eitraðar
fyrir menn. Þeir tóku það því til
bragðs að láta þetta lyf saman við
fóður, sem kú var gefið í 106 daga
samfleytt. Var svo mikið af lyfinu
í fóðrinu, að það hefði nægt til að
drepa tré. Kúnni var við og við
tekið blóð og plöntur vökvaðar
með blóðinu. Með auknum vexti
sýndu þær, að eitthvað hafði verið
af „2,4-D“ í blóðinu. En kúnni varð
ekkert meint af þessu og ekkert
bar á lyfinu í mjólk hennar. Þá tók
einn af vísindamönnunum sig til
og tók inn skammt af lyfi þessu
á hverjum degi í þrjár vikur. Hon-
um varð ekkert meint af því, og
það sýndi að óhætt var að nota
þetta lyf til útrýmingar illgresi í
ökrum og görðum. Lyfið kom svo
á markað 1945, og nú seljast af því
um 30 milljónir punda á hverju
ári.
Nýar tegundir af illgresislyfjum
hafa síðar komið fram, og nú hafa
menn góða von um, að þess verði
ekki langt að bíða að bændur geti
blandað slíkum lyfjum saman við
áburð og verið alveg öruggir um
að ekkert illgresi kemur upp í ökr-
unum.
Sjúkdómar í gróðri
Þá er ekki minna vert um þær
rannsóknir sem gerðar eru til þess
að útrýma sjúkdómum í gróðri.
Allur jarðvegur er morandi af vír-
usum og alls konar gerlum. Sumar
tegundir eru beinlínis nauðsynleg-
ar fyrir gróður, en aðrar valda alls
konar sjúkdómum. Fyrir nokkrum
árum kom upp nýr sjúkdómur á
hveitiökrum í Bandaríkjunum og
gerði stórkostlegt tjón. Síðan hef-
ur stöðin í Beltsville safnað að sér
13.000 mismunandi hveititegund-
um um allan heim og rannsakað
þær til þess að komast að þvi hverj-