Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1953, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1953, Blaðsíða 14
612 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Konrdð Vilhjálmsson: UMSKIFTIIMGUR OG BRÉF FRÁ MATTHÍASI JOCHUMSSYNI UM JÓLA- og nýársleyti hefur það oft verið venja mín að lita í dag- bækur minar frá liðnum árum. Það rifjar upp ýmsar gleymdar og hálf- glevmdar endurminningar og bregður oft nýju ljósi yfir ýmisleg viðskipti mín við aðra menn áður fyrri. — Þetta gerði ég enn á þessum jólum. Og þeg- ar ég leit yfir árið 1917, — en þá var ég 32 ára og búinn að vera sjö ár bóndi á Hafralæk í Aðaldal, — sá ég þessi orð við sunnudaginn 28. janúar: „Ég skrifaði séra Matthíasi Jochumssyni“. Og undir miðjan marz kemur svo aft- ur: ,,Ég fékk bréf frá Matthíasi skáldi Jochumssyni“. — Þvi fór ég að rifja upp þessi bréfaskipti og þeirra tilefni, er ég ætla nú að greina hér ofurlítið frá. Séra Matthías var þá eftirlætisskáld mitt — og er það enn. Hafa víst engin þau jól yfir mig komið, frá því er ég átti fyrst aðgang að ljóðabókum hans, að ekki hafi ég í þær litið. — Svo var og um þáliðin jól og nýár 1#!7. Þá lærði ég til fulls kvæðið Runhenda um Kristján Magnússon á Skarði, er mér hefur löngum þótt heldur en ekki Engir ‘Skattar eru á almenningi í Kuwait og engir tollar á lífsnauð- synjum, svo sem matvörum og fatnaði. Á öðrum vörum eru mjög lágir tollar. Ný útvarpsstöð hefir verið reist rétt utan við höfuðborgina. Hún segir mönnum frá því hvað er að gerast og hvetur þegnana til þess að vera konungi sínum samtaka í því að byggja upp landið meðan tími er til og olíulindirnar þrýtur ekki. snjöll drápa. Kom mér þá í hug, að gaman væri að hafa það sér til hátíða- skemmtunar að gera hringhenda rímu úr þessu glymjandi kvæði og reyna að hafa endarímsorð runhendunnar fyrir hringhenduliði í hinum ummynd- uðu erindum, þar sem því yrði við komið, en gera tvö fjórmælt erindi úr hverju þessara fjórtán áttmæltu er- inda Matthíasar. Auðvitað yrði þetta útþvnning, því að auk minna andríkis míns en Matthíasar yrði ég að lengja hvern vísuhelming hans um sex at- kvæði (2+1+2+1). En samt gætu þetta máske orðið sæmileg rímna- erindi. Því næst fór ég að reyna. Og þetta heppnaðist svo, að hamskiptingur þessi varð hafandi yfir. En þó líkaði mér hann aldrei. Samt datt mér í hug að séra Matthías, er þá var að byrja að ganga í barndóm, mundi hafa gaman af að sjá verknaðinn. Skrifaði ég því upp kviðlinginn, er ég kallaði „Um- skipting", og sendi skáldinu ásamt bréfi með svolítilli greinargerð. En það bréf hef ég nú ekki. Bað ég skáldið að hýða „umskiptinginn", unzhannkenndi skyldleika við hann. Og árangurinn varð bréf það, er birt verður hér á eftir. Nú, er ég minntist þess um s. 1. jól, fór ég að svipast eftir bréfi séra Matthiasar, er mig minnti, að ég hefði einhvern tíma lagt á ákveðinn stað inn í hina dýrmætu bók mína: , Den norsk- islandske Skjaldedigtning". En hún var geymd við hliðina á Ritningunni inni í læsta bókaskápnum mínum í Innri-stofu. — Það stóð heima. Þarna lá bréfið víst. Og þegar ég hafði lesið það einu sinni enn, og fundið einmg uppkast „umskiptingsins" í nokkuð heillegri vasabók minni frá 1917, hug- kvæmdist mér að hreinskrifa rímuna og ráðast 1 að senda hana ritstjóra Lesbókar, af því að hann hafði ein- hvern tíma talað að því, að ég sendi sér eitthvað- í tímarit sitt- Sýndist mér þá einsætt að láta svarbréf séra Matthiasar fylgja, er ekki hafði verið prentað áður. Og hér kemur svo hin leikandi drápa lárviðarskáldsins — með höktandi um- skiptinginn við hlið sér! ----o Kristján Skúlason Magnússen, sýslu- maður og kammerráð var fæddur | Skarði á Skarðsströnd 5. desember 1801. Foreldrar hans voru Skúli Dala- sýslumaður og kammerráð, Magnússon sýslumanns Ketilssonar — og Kristm, dóttir Boga gamla í Hrappsey, Bene- diktssonar. En kona Kristjáns sýslu- manns var Ingibjörg, dóttir Ebenezers sýslumanns í ísafjarðarsýslu, Þor- steinssonar, og áttu þau fjölda barna. — Kristján tók lagapróf með góðri heppni við Kaupmannahafnar-háskóla 1827. Varð svo aðstoðarmaður í rentu- kammerinu eitt ár, en fékk sér veitta Snæfellsnessýslu 1828, kom út samsum- ars og settist að í Stykkishólmi. En bú setti hann í Bjarnarhöfn 1830 og kvæntist það úr. Næsta ár fluttist hann búferlum að Narfeyri á Skógar- strönd. Settur var hann til að gegna amtmannsverkum í Vesturamtinu í fjarveru Bjarna amtm. Thorsteinsson 1834—1835. Ábýlisjörð sína, Narfeyri, keypti hann 1835, einnig hálfa Fróðá og fleiri jarðir. Fyrir því að Kristján hlaut í föður- arf sinn nærfellt hálft höfuðbólið Skarð á Skarðströnd, sótti hann um Dalasýslu og fékk veitingu fyrir henni 7. október 1837. Árið eftir flutti hann frá Narfeyri að Skarði á Skarðsströnd og tók við sýsluvöldum f Dalasýslu. „Kristján sýslumaður gjörðist brátt umfangsmikill búsýslumaður á Skarði og hinn mesti útsjónarmaður, baeði til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.