Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1953, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1953, Blaðsíða 21
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 619 andi sýklum. Bárust stofnuninni í fyrra 745 slíkar beiðnir. En það hefir verið vandfarið með sýklana og því ekki hægt að verða við þessum beiðnum. Nú hefir þó verið gerð uppgötvun, sem leysir þetta mál. Með því að frysta sýklana og geyma þá svo í loftlausu rúmi, er hægt að halda þeim lifandi allt upp undir tveggia ára tíma. Þeir rakna við undir eins og þeir eru þýdd- ir og fá næringu. Mun nú hefjast útflutningur á sýklum frá Bret- landi. Innrauðu geislarnir. Vísindamenn hjá Westinghouse og General Electric Company hafa komizt að raun um að innrauðir geislar drepa allskonar gerla. Með þeim er því hægt að sótthreinsa. Og nú er farið að smíða litla lampa, sem kasta innrauðu (og ósýnilegu) ljósi og setja þá í kæli- skápa til frekara öryggis um að matur skemmist þar ekki. En þess- ir geislar eru til margs annars nyt- samlegir. Með aðstoð þeirra geta læknar skorið úr því hvort ein- hver ofvöxtur í mannlegum lík- ama (æxli) sé byrjandi krabba- mein. Með þeim er hægt að finna galla í vefnaði, því að sá blettur, sem er gallaður, verður sjálflýs- andi ef innrauðum geislum er beint á hann. Vísindamenn hjá Kodak hafa einnig komizt að því, að með þessum geislum er hægt að finna hvar ólag er á ýmsum vélum. Með því að bera fosfór á alla hluta vél- arinnar og beina svo innrauðum geislum á hana, þá kemur fram sjálflýsandi blár litur á þeim hlut- um vélarinnar, sem hafa hitað sig, en ekki annars staðar. Ráðið fyrir veðri. Árið 1946 tókst amerískum vís- indamanni, dr. Vincent Scháfer, að láta snjóa úr léttu skýi. Nú hefir hann og samstarfsmenn hans sýnt, að hægt er að koma á stað snjó- falli og rigningu á efnafræðislegan hátt, og iafnvel að fá skv til að mvndast bar sem engin ský voru áður. Nú er það kunnugt að ský mvndast iafnan um leið og loft kólnar, því að altaf er nægur raki í loftinu. En mörg ský eru gerð úr svo litlum vatnsdronum. að beir eru eins og döffg og hafa því ekki nægan bunga til þess að falla til jarðar. Með því að dreifa ísdufti vfir þessi ský, safnast þessi daggar- dropar á ískrvstallana og falla til jarðar sem fjúk eða regn. Joð- blandað silfurduft hefir sömu á- hrif. Og þegar nú er sýnt að hægt er að kæla loftið, svo að ský mynd- ast og úr þessum skýum er hægt að fá regn, þá er líklegt að í fram- tíðinni verði hægt að koma í veg fyrir að jörðin skrælni af of- þurki. Rafmagn flntt neðansjávar. Það er nú orðið langt síðan að menn komust upo á að leggja síma- strengi neðansjávar. En fram að þessu hefír það verið talið hæo- ið að flvtia rafmagn um langa leið eftir neðansiávarstrengium. Nú hafa þó Svíar riðið á vaðið og hafa lagt rafieiðslu neðansjávar frá Svíbióð til Visbv á Gotlandi, en það er um 100 km. leið. Síminn sem rafmagníð fer eftir, er gerð- ur úr kopar og á hann að þola 100.000 volt, en utan um hann er einangrunarefni svo þykkt, að strengurinn er 8 cm. í þvermál. Ef þessi tilraun heopnast vel, þá verður víðar farið að leggja raf- leiðslur neðansjávar, og sennilega kemur næsta rafleiðslan yfir Ermarsund. Ef þú ert að bíða eftir því, að taeki- færið berist þér upp í hendurnar, þá máttu bíða ævilangt. Rússnesku skáidin MÉR verður hugsað til Alexej Tolstoj, sem fekk heiðursverðlaun Stalins, — 100.000 rúblur. Með því var undirstryk- að eins rækilega og einveldið getur undirstrykað hverjir skara fram úr. Hann hefur meðal annars skrifað þetta: „Mig langar til að góla, æpa, öskra og grenja af hrifningu þegar ég hugsa til þess að vér lifum á dögum hins al- frægasta, hins eina, sanna, óviðjafnan- lega Stalins! Sjá hér, hér er vor andi, vort blóð, vort líf — taktu það, ó, þú mikli Stalin". Mér verður einnig hugsað til Kolst- jev, sem talinn er fremsta ljóðskáld Rússa. Með honum hrífst maður til hátinda sovjet bókmenntanna, er mað- ur les þetta heillandi smákvæði: Þegar Budjenni brosir leysir ísinn af Don, þegar Budjenni brosir laufa á tránum er von. Þá Vorosjilov brosir brýzt sólin fram við ský, þá Vorosjilov brosir vorar aftur á ný. Þá Stalin sjálfur brosir sanna skáldið má er Stalin sjálfur brosir það brestur orðin þá. (Hakon Stangerup) EINKENNILEGASTI pakkapóst-flutn- ingur, sem sögur fara af, var sá, er heilt múrsteinshús var sent frá Salt Lake City til Vernal í Utah árið 1919. Flutningsgjöld með járnbraut voru þá 2.50 dollara fyrir hver 100 pund, en fyrir 100 pund i pakkapósti var ekki nema 1.05 dollara gjald. Þeir, sem sendu húsið, röðuðu múrsteinum i 100 punda pakka og voru þeir merktir hinum og öðrum í Vernal, því að bann- að var að senda meira en 500 pund í pósti til sama manns. Þegar póstmála- skrifstofan komst að því hvað hér var á seiði, flýtti hún sér að breyta ákvæð- unum um pakkafóst-flutninga, en það var þá um seinan, því að múrsteinninn í.húsið var þegar kominn á ákvörðun- arstað.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.