Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1953, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1953, Blaðsíða 6
604 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hirðulaus maður, sem kann ritn- inguna, en breytir ekki eftir henni, á enga hlutdeild i bræðralagi okkar. Hann er eins og smali, sem telur ann- ars manns fé. Sá, sem fylgir lögmáli lífshamingjunnar, jefnvel þó hann þekki ekki bókstaf þess, er laus und- an illum ástríðum, hatri og fáfræði, á sanna þekkingu og einlægni hjart- ans. Sá sem á engar eigingjarnar ósk- ir þessa heims eða annars, hann ó hlutdeild í þessu bræðralagi. Hver mun sigra heiminn? Hver mun sigra dánarheima 03 konung þeirra? Hver mun sigra veröld guðanna. Hver mun finna Veginn og lesa hið rétta blóm? Nemandi hins áttfalda vegar skal sigra allt þetta, finna Veginn og lesa hið rétta blóm. Dauðinn skolar burt hinum veik- lundaða líkt og flóð skolar burt sof- andi þorpi. Dauðinn skolar burt hinum veiklund- aða, sem safnar blómum, áður en munaðrrgirni hans ér mettuð. Eins og býtfluga safnar hunangi og hverfur án þess að vinna blóminu meln, lit þess og ilman — þannig skal ma'iurinn lifa í þessum heimi. Hann skal huga vel, ekki að yfirsjónum ann- arra, heldur að sínum eigin yfirsjón- um. Líkt og falleg blóm í mörgum litum eru hin fánýtu orð þess, sem breytir ekiri eftir þeim. Eins marga blómsveiga og flétta má úr blómum, svo mörg góð verk getur dauðlegur maður unnið eftir að hann er borinn í þennan heim. Blómailm- ur berst ekki móti vindi, en ilmur góðra hugsana berst á móti öllum stormum. Sá ilmur, sem berst frá lotusblómi og sandalviði nær skammt, en ilmur góðra hugsana nær til guðanna og hins hæsta himins. Því fólki, sem elur með sér góðar hugsanir á einlægt hjarta og sanna þekkingu, getur Mara aldrei unnið mein. Eins og hvít lilja, sem grær á sorp- haug veraldarinnar, skal nemandi hins sanna Budda vaxa í þessum heimi. Það eru ekki til neinar þjáningar fyrir þá, sem lokið hafa för sinni og varpað öllum áhyggjum fyrir borð. Þeir eru frjálsir' og lausir úr öllum fjötrum. Þéir' vérða ekki gamlir í heimabyggð sinni. Eins og svanir, sem hverfa af tjörn sinni yfirgefa þeir hús og heim- ili. Þeir safna ekki veraldarauði og lifa ejíki eftir neinum viðurkenndum reglum, en eiga sér hið sanna frelsi. Leiðir þeirra er jafn erfitt að skilja og fugla himinsins. Hugir þeirra eru eins og veltamdir hestar, sem stjórn- ast eingöngu af taumum ökumannsins (sjálfsins). Lausir við hroka og lausir við hungur fylgja þeir köllun sinni og eru þolinmóðir eins og jörðin. Hugs- un þeirra er hljóðlát, hógvær eru orð og verk þeirra, sem öðlast hafa hina sönnu þekkingu. Eitt orð, sem gerir þann er á hlýðir hljóðan, er betra en þúsund ómerk orð. Betra en kvæði, sem gert er úr þús- und ómerkum orðum, er eitt orð, ef það gerir þann, sem á hlýðir hljóðan. Þó höfð séu yfir hundrað kvæði gerð úr ómerkum orðum, eru þau ekki eins góð og eitt orð þess lögmáls, sem gerir áheyrandann hljóðan. Meiri sigurvegari en sá, sem sigrað hefur þúsund menn þúsund sinnum, er sá sem sigrað hefur sjálfan sig. Að sigra sjálfan sig er meiri sigur en að sigra heiminn. Betra er að sýna þeim, sem öðlast hefur sanna þekkingu, virð- ingu aðeins eina stund, en færa guðun- um fórnir í hundrað ár. Öllu sem fórnað er í þessum heimi í hagsmunaskyni er einskis virði. Betra er að hafa lifað einn dag, sem vitur og gjörhugull maður, en lifa hundrað ár í fáfræði og hégóma. Betra er að lifa einn virkan dag en eyða hundrað árum í leti og sinnu- leysi. Betra er að lifa einn dag og skynja eilífðina en hundrað ár án andlegrar sjónar. Allir menn óttast refsingu. Allir menn óttast dauðann. Mundu að þeir eru eins og þú: Taktu þess vegna ekki líf og vertu ekki valdur að dauða. Sá, sem leitar sinnar eigin hamingju, en refsar öðrum eða jafnvel er valdur að dauða þeirra, sem einnig þrá ham- ingju, mun ekki finna hamingju eftir dauðann. Sá, sem leitar eigin hamingju og refsar ekki öðrum og er ekki valdur að drápi, mun finna hamingju eftir dauða sinn. Talaðu ekki hörkulega tiV nokkurs manns. Þeir, sem talað er til, munu svara þér í sömu mynt. Reið orð valda sársauka. Högg fyrir högg vinnur þér mein. Ef þú svarar engu ertu á réttri leið, því reiðin er upprætt úr eðli þínu. Eins og smali, sem rekur fé til rétta, smala elli og dauði mannfólkinu. Glópurinn veit ekki hvenær hann hefur unnið ill verk, en illvirki mein- gjörðamannsins brenna hann eins og eldur Sá, sem veldur saklausu og mein- lausu fólki þjáningu mun skjótt reyna eina af þessum tíu afleiðingum þess. Hann mun reyna á sjálfum sér mikl- ar þjáningar, missir, líkamsmeiðsli, þungbæra sorg eða hann missir vitið. Ógæfu, sem kemur frá yfirvöldunum, þunga ákæru, missi ættingja sinna eða eignatjón. Eldur mun brenna hús hans og þegar líkamanum er eytt gistir hann lága staði. Sá sem grefur brunn leiðir vatnið þangað sem hann vill. Járnsmiðurinn hamrar örvar sínar og trésmiðurinn beygir við sinn. Þannig móta góðir menn sjálfa sig og ráða sjálfir framtíð sinni. Við höfum fundið hamingjuna. Við hötum ekki þá, sem hata okkur. Með- al manna, sem eru fullir haturshuga dveljum við lausir við hatur. Við höfum fundið hamingjuna Laus- ir við ágirnd lifum við meðal hinna ágjörnu. Við höfum fundið hamingjuna. — Við köllum ekkert eign okkar, en eins og hinir björtu guðir nærumst við á hamingjunni! Góða menn má þekkja jafnvel úr fjarlægð eins og hinn hvíta tind jökuls- ins. Vondir menn eru eins og örvar, sem skotið er út í nóttina. Þann, sem kann að halda á taum- um geðsmuna sinna, þann kalla ég hinn sanna ökumann. — Aðrir halda aðeins lausum taumi. Hann mun sigra reiði með góðvild, hann mun sigra illt með góðu, hann mun sigra ágirnd með örlæti og ó- sannindamanninn með sannleika. — Líkt og stríðsfill, sem verður fyrir örvarskoti, lætur vitur maður ekki á sig fá ásakanir manna, en svarar þeim með þögn. Maður er ekki lærður vegna þess að hann talar mikið. Þann, sem er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.