Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1953, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
601
Kista opr stóll frú Ragnheiðar Jónsdóttur og stóll séra Hjalta Þorsteins-
sonar í Vatnsfirði
einkennilegt smíði, er hún skreytt
með útskurði og inngreyptum
beinplötum. Á lokinu er fanga-
markið RID skorið út úr bein-
þynnum. Talið er, að kistan hafi
tilheyrt Ragnheiði Jónsdóttur, síð-
ustu konu Gísla biskups Þorláks-
sonar á Hólum, og gæti hún þá
verið eftir Guðmund snikkara
Guðmundsson í Bjarnarstaðahlíð,
þó hún sé ekki eiginlega lík öðrum
þekktum smíðisgripum hans. —
Guðmundur snikkari í Bjarnar-
staðahlíð hefur verið einn af höf-
uðsmiðum sinnar aldar, hefur hann
numið iðn sína erlendis og var
yfirsmiðjur Skálholtskirkju Brynj-
ólfs biksups Sveinssonar. Á síðuri
hluta 17. aldar hefur hann búið í
Bjarnarstaðahlíð og smíðað fyrir
Hólastað og biskupa þar. Þekktasti
gripur eftir hann er skírnarfontur í
Hólakirkju. — Hér — framar við
vesturvegginn — eru þrír gripir,
sem hann hefur smíðað handa
Ragnheiði biskupsfrú Jónsdóttur,
og eru þeir með fangamarki henn-
ar. Merkastur þessara gripa er eik-
arkista stór og öl) útskorin í barok-
stíl, en það er stíll sá er Guðmund-
ur auðsjáanlega hefur tileinkað
sér. Þá er útskorinn bríkarstóll og
trafaaskja. — Framan við þessa
gripi er stóll frá Vatnsfirði eftir
málarann og myndskerann, séra
Hjalta Þorsteinsson (d. 1752).
Þarna á milligerðinni eru nokkrar
velskornar rúmfjalir, þ. á m. ein,
sem kölluð hefur verið „rúmfjöl
Daða í Snóksdal“. Er það eikar-
fjöl með mannamyndum, en lík-
lega hefur hún ekki verið rúmfjöl
upprunalega.. Önnur er þar, sem
sker sig úr að því leyti, að hún
er með grískri áletrun — e. t. v.
hefur einhver lærður maður þar
viljað sýna kunnáttu sína.
Á gólfinu undir liggur högg-
stokkur og öxi ofan á honum, —
eru þessir óskemmtilegu hlutir frá
aftöku þeirra Agnesar og Friðriks
í Vatnsdalshólum 1830.
Á veggnum yfir gripum frú
Ragnheiðar hanga þrír rekkju-
reflar frá 17. öld, þeir eru glit-
ofnir, með myndum, er sá neðsti
með fremur auðþekkjanlegum
bibilíumyndum, sá í miðið með
riddurum, konungum og dýrum,
að efni til líklega úr Karlamagnús-
ar sögu, því að við eina myndina
stendur, „Tirpin biskup“, mun það
eiga að vera „Turpin“, sem þar
kemur við sögu, — og sá efsti er
með miðaldarlegum táknmyndum
(lífstréð, hjörturinn). Fremst í
horninu er fagurlega útsaumaður
myndadúkur, sem sagt er að hafi
tilheyrt Staðarhóls-Páli (d. 1598),
en yfir dyrunum er merkilegur
rekkju- eða kirkjurefill útsaumað-
ur með helgimyndum.
Fremst á austurvegg hanga þn'r
glitofnir reflar frá 17. öld. Þar hjá
eru líka nokkrir fleiri athyglisverð-
Skriíborð Ólafs Síeplienscns stiftamtinanns og íslenzk hljóðíæri. Á vegguum
2 fiautur, sem Sveinbjöru Egilssoa átti.